Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2015 | 09:25
GL: Áhugaverðar breytingatillögur MacKenzie á Garðavelli

Golfvallararkítektinn Tom Mackenzie hefur á undanförnum vikum unnið skýrslu fyrir Golfklúbbinn Leyni á Akranesi. Golfvallahönnuðurinn hefur nú lagt fram sínar tillögur að mögulegum breytingum á Garðavelli sem birtar eru á heimasíðu Leynis.Vinna Mackenzie fólst í því að gera úttekt á vellinum og koma með tillögur að breytingum. Félagsfundur verður haldinn á Akranesi þriðjudaginn 24. nóvember n.k. þar sem að tillögurnar verða lagðar fram. Hægt er að kynna sér tillögurnar á heimasíðu Leynis. Á meðal þeirra breytinga sem lagðar eru fram í skýrslunni má nefna: 1. braut vallarins verður sú sem er 10. braut í dag. Í rökstuðningi Mackenzie kemur fram að fjallasýnin frá nýjum 1. teig sé áhugaverð og rammi Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2015 | 09:10
LPGA: Yang leiðir á CME Group Tour Championship e. 2. dag

Það er Ha Na Yang frá Suður-Kóreu, sem leiðir á CME Group Tour Championship, sem fram fer í Naples, Flórída og er mót vikunnar á LPGA mótaröðinni. Hún er búin spila á samtals 10 undir pari, 134 höggum (69 65). Í 2. sæti er Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi, 2 höggum á eftir á samtals 8 undir pari (69 67). Þriðja sætinu deila bandarísku kylfingarnir Jennifer Song og Cristie Kerr á samtals 7 undir pari, hvor. Enn öðru höggi á eftir eru Solheim Cup drottningarnar Brittany Lincicome, Gerina Piller og Karine Icher, allar á 6 undir pari, hver. Til þess að sjá stöðuna á CME Group Tour Championship e. 2. dag SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2015 | 09:00
PGA: Chappell leiðir í hálfleik á RSM

Mót vikunnar á PGA mótaröðinni er The RSM Classic. Mótið fer fram á Sea Island Resort í Georgíu. Eftir fyrstu 2 hringina er það bandaríski kylfingurinn Kevin Chappell sem er í forystu. Chappell, sem er nr. 142 á heimslistanum, er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 131 höggi (66 65). Fyrir hálfleik var hann 1 höggi á eftir forystunni, en hann var þegar á 2. hring orðinn ógnandi með fuglum á 4., 5. 8. og 10. holu á Seaside vellinum. Eina höggið sem hinn 29 ára Chappell tapaði var á stuttu par-3 12. holunni, en hann kom frábærlega tilbaka með erni á 15. eftir að hafa þurft að Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2015 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Rahman Siddikur – 20. nóvember 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Mohammad Rahman Siddikur (á bengölsku: মোহাম্মদ সিদ্দিকুর রহমান). Siddikur er fæddur 20. nóvember 1984 og á því 31 árs afmæli í dag. Siddikur er frá Bangladesh og er oft nefndur Tiger Woods Bangladesh. Siddikur spilar á Asíutúrnum. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bobby Locke, f. 20. nóvember 1917 – d. 9. mars 1987; Don January, 20. nóvember 1929 (86 ára); Ásta Guðríður Guðmundsdóttir, 20. nóvember 1972 (43 ára); Thidapa Suwannapura. 20. nóvember 1992 (23 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2015 | 10:00
Haraldur Franklín og Ragnar Már tjá sig um ísbirni og mörgæsir á Íslandi – Myndskeið

Þeir Haraldur Franklín Magnús, GR og Ragnar Már Garðarsson, GKG spila með golfliði Louisiana Lafayette, í bandaríska háskólagolfinu. Haraldi Franklín hefir gengið sérlega vel að undanförnu en hann var m.a. valinn leikmaður októbermánaðar 2015 í skólanum. Nú fyrir skemmstu var tekið upp myndskeið af þeim tveimur Haraldi og Ragnari, þar sem þeir segja frá sjálfum sér og viðbrigðunum að koma til Louisiana, þar sem engir ísbirnir og mörgæsir eru! Báðir eru sammála um að gott sé að spila golf í Louisiana vegna þess að hægt sé að spila golf mun lengur en hér heima. Myndskeiðið með þeim Haraldi Franklín og Ragnari Má má sjá með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2015 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Ingvi Rúnar Einarsson – 19. nóvember 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Ingvi Rúnar Einarsson. Ingvi Rúnar er fæddur 19. nóvember 1937 og á því 78 ára afmæli í dag. Ingvi Rúnar er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og heldur úti samfélagssíðunni Kylfingar á Facebook. Ingvi Rúnar spilar mikið golf, gjarnan erlendis í golfferðum á ýmsum freistandi golfáfangastöðum og jafnt sumars sem um miðjan vetur á Íslandi. Eins er hann mjög góður púttari og hefir tekið þátt í mörgum púttmótum Golfklúbbsins Keilis, með góðum árangri. Ingvi Rúnar er jafnframt stofnandi golfklúbbsins Hraunborga Sjá með því að SMELLA HÉR: Ingvi Rúnar er kvæntur, á 3 börn og fjölda barnabarna. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2015 | 10:00
McGinley hissa á vali Tiger

Paul McGinley fyrrum fyrirliði liðs Evrópu í Ryder bikarnum er hissa á að Tiger og Furyk skulu hafa verið valdir aðstoðarfyrirliðar þegar báðir gætu spilað. Sjá má myndskeið þar um með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2015 | 18:30
Rory svarar fyrir sig

Rory McIlroy hefur svarað fyrir sig eftir að hafa verið „ásakaður“ um að hafa fengið stjörnumeðferð á lokamóti Evróputmótaraðarinnar, the DP World Tour Championship, með því að segja að hann myndi með ánægju gefa frá sér hvaða vinninga sem hann ynni sér inn í Dubaí. Rory lenti í orðaskaki við Danny Willet um hæfnina til þess að vinna 2.1 milljón punda bónuspottinn. Rory fékk sérstaka undanþágu frá nýja framkvæmdastjóra Evrópumótaraðarinnar Keith Pelly að fá að vera áfram á peningalistanum með því að spila aðeins í 12 mótum – meðan að aðrir þurfa að spila í 13 – á grundvelli þess að hann missti af 7 vikum vegna veikinda. Willett hefir spilað Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2015 | 17:00
Adam Scott ætlar ekki að taka þátt í Ólympíuleikunum

Þetta eru slæmar fréttir fyrir ástralskt golf. Fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Adam Scott, hefir gefið út að hann ætli sér ekki að taka þátt í Ólympíuleikunum í Brasilíu 2016, þegar golf verður að nýju meðal keppnisgreina, í fyrsta sinn allt frá því á leikunum 1904 í St. Louis. Scott er 2. hæst rankaði kylfingur Ástralíu á heimslistanum, á eftir Jason Day sem er nr. 2 á heimslistanum. „Þetta er ekki í forgangi á dagskrá minni á næsta ári og ég mun enn haga dagskrá minni í kringum risamótin,“ sagði Scott við blaðamenn í Ástralíu fyrr í dag. „Þegar ég lít á dagskrá mína myndi reyndar líta vel út að Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2015 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Þorgerður Jóhannsdóttir -18. nóvember 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Þorgerður Jóhannsdóttir. Þorgerður er fædd 18. nóvember 1955 og á því 60 ára merkisafmæli í dag!!! Þorgerður – Innilega til hamingju með daginn!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Marga Stubblefield, 18. nóvember 1951 (64 ára); Josef Olasson, 18. nóvember 1961 (54 ára); Jill Briles-Hinton, 18. nóvember 1962 (53 ára); Valgarður M. Pétursson, 18. nóvember 1963 (52 ára); Svala Ólafsdóttir (48 ára); Sandra Carlborg, 18. nóvember 1983 (32 árs); Guðni Sumarliðason (24 ára)….. og ….. Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

