Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2015 | 10:00

Hvað var í sigurpoka Kisner?

Bandaríkjamaðurinn Kevin Kisner vann fyrsta sigur sinn á PGA Tour á RSM Classic mótinu í gær. Eftirfarandi var í sigurpoka hans: Dræver: Callaway Great Big Bertha (Aldila NV 2KXV 75TX skaft), 8.5° 3-tré: Callaway XR Pro (Aldila NV 2KXV 75TX skaft), 16° Blendingur: Callaway X2 Hot Pro (Matrix Ozik Altus Hybrid skaft), 18° Járn: Callaway Apex Utility (3-járn; Nippon NS Pro Modus 3 120TX skaft), Callaway Apex Pro (4-9; Nippon NS Pro Modus 3 120TX sköft) Fleygjárn: Callaway Mack Daddy 2 (47° og 52°; Nippon WV 125 X sköft), Callaway Mack Daddy 2 (58°; Nippon WV 125 S skaft) Pútter: Odyssey White Hot Pro #7 Bolti: Titleist Pro V1


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2015 | 08:00

PGA: Kisner sigurvegari á RSM Classic

Það var bandaríski kylfingurinn Kevin Kisner, sem sigraði á RSM Classic mótinu sem fram fór á Sea Island Resort í Georgíu- ríki í Bandaríkjunum. Kisner lék á samtals 22 undir pari og átti heil 6 högg á þann sem varð í 2. sæti, landa sinn og nafna Kevin Chappell, sem lék á samtals 16 undir pari.  Í 3. sæti varð síðan GMac á samtals 15 undir pari. Þetta var fyrsti sigur Kisner á PGA Tour, en hann hefir 4 sinnum landað 2. sætinu á PGA mótaröðinnni. Til þess að sjá lokastöðuna á RSM Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á RSM Classic SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2015 | 07:00

LPGA: Cristie Kerr sigraði á CME Group Tour Championship

Það var Cristie Kerr, sem stóð uppi sem sigurvegari á CME Group Tour Championship. Kerr lék á samtals 17 undir pari, 271 höggi (68 69 66 68). Á hæla hennar aðeins 1 höggi á eftir kom landa hennar Gerina Piller, en hún lék á samtals 16 undir pari, 272 höggum. Piller deildi 2. sætinu með Ha Na Yang frá Suður-Kóreu sem búin var að leiða allt mótið. Lexi Thompson varð í 4. sæti Til þess að sjá lokastöðuna á CME Gropu Tour Championship SMELLIÐ HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hafsteinn Hafsteinsson – 22. nóvember 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Hafsteinn Hafsteinsson.  Hafsteinn er fæddur 22. nóvember 1965 og á því 50 ára merkisafmæli í dag!!! Hafsteinn er í Golfklúbbi Hveragerðis.  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Hafsteinn Hafsteinsson (Innilega til hamingju með 50 ára afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ralph Guldahl, f. 22. nóvember 1911 – d. 11. júní 1987; Emma Cabrera-Bello, 22. nóvember 1985 (30 ára stórafmæli!!!) og …  Arnar Laufdal Ólafsson Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2015 | 12:00

Evróputúrinn: Rory sigraði í Dubai!

Það var Rory McIlroy sem stóð uppi sem sigurvegari á DP World Tour Championship. Þegar sigurinn var í höfn lét Rory þau orð falla að sigurinn skipti sig miklu eða: „It (the victory) means an awful lot.“ Rory lék samtals á 18 undir pari, 267 höggum (68 68 65 66). Í 2. sæti var forystumaður alls mótsins fram að blálokunum Englendingurinn Andy Sullivan, sem var 1 höggi á eftir Rory, lék á samtals 17 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á DP World Tour Championship SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 4. dags á DP World Tour Championship SMELLIÐ HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2015 | 07:00

Evróputúrinn: Tveir strákar taka upp bolta Kaymer

Lokamót Evrópumótaraðarinnar fer nú fram í Dubai; DP World Tour Championship. Þýski kylfingurinn Martin Kaymer er meðal efstu manna. Á 2. hring varð hann fyrir því óláni að tveir strákar tóku upp golfbolta hans. Þetta er eitt af því sem gera verður ráð fyrir að börn hegði sér stundum með óskiljanlegum hætti, en það sem er lítt skiljanlegt er faðir drengjanna eða einhver fullorðinn sem þeir hlaupa til með boltann. Hann er ekkert að skamma þá eða gera ráðstafanir til að koma boltanum á réttan stað. Ótrúlegt! Sjá má myndskeiðið af atvikinu með því að SMELLA HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Birkir Orri Viðarsson – 21. nóvember 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Birkir Orri Viðarsson. Birkir Orri er fæddur 21. nóvember 2000 og er því 15 ára í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Birkir Orri Viðarsson (15 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Búi Vífilsson, 21. nóvember 1957 (58 ára); Alexandre Nardy Rocha (frá Brasilíu) 21. nóvember 1977 (38 ára); Rebecca Flood, 21. nóvember 1988 (27 ára) ….. og …… Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2015 | 12:00

GSÍ: Vel heppnað SNAG námskeið

Golfsamband Íslands, í samvinnu við Hissa.is og Vættaskóla í Grafarvogi. stóðu að SNAG námskeiði um miðjan nóvember s.l. Þar mættu íþróttakennarar víðsvegar af landinu og annað áhugafólk um golfkennslu en námskeiðið var í boði GSÍ. Magnús Birgisson PGA golfkennari og SNAG master leiðbeinandi sá um að kynna þessa margverðlaunuðu aðferð við golfkennslu – og tókst námskeiðið mjög vel. Um 14 aðilar mættu á námskeiðið sem var í fyrirlestrarformi og verklegri kennslu í íþróttahúsi Vættaskóla. SNAG stendur fyrir Starting New At Golf. SNAG golf er hægt að stunda bæði úti og inni og henta íþróttasalir og skólalóðir einstaklega vel fyrir kennsluna. Hægt er að kenna nemendum á öllum aldri frá ungum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2015 | 10:15

Adam Scott á 77!!!

Adam Scott er næstum búinn að gera vonir sínar um að sigra á Australian Masters að engu. Hann lék 3. hring á 77 höggum og er fallinn niður í 11. sætið, sem hann deilir með 5 öðrum. Scott hóf leik í dag, þ.e. á 3. hring á 8 undir pari og í forystu í mótinu, en lék eins og segir á 6 yfir pari, 77 höggum, þar sem hann fékk m.a. 2 skolla á síðustu 2 holurnar.   Hann hóf leik í mótinu hins vegar glæsilega þ.e. á 64 höggum. Scott er nú 5 höggum á eftir forystumanninum Matthew Miller frá Canberra. Til þess að sjá stöðuna á Australian Masters Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2015 | 09:45

Evróputúrinn: Fylgist með 3. hring DP World Tour Championship í Dubai hér

DP World Tour Championship, sem er árlegt lokamót Evrópumótaraðarinnar er nú hálfnað. Það er enski kylfingurinn Andy Sullivan sem leiðir á samtals 12 undir pari (66 66). E.t.v. ekki margir sem kannast við Sullivan og má sjá eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR:  Argentínski kylfingurinn Emiliano Grillo er í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir. Fyrrum nr.1 á heimslistanum Rory McIlroy geysist upp skortöfluna byrjar 3. hring geysivel og er búinn að fá 3 fugla eftir aðeins 4 spilaðar holur af 3. hring og er þar með orðinn jafn Grillo. Til þess að fylgjast með DP World Tour Championship á skortöflu SMELLIÐ HÉR: