Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Chris Wood ——– 26. nóvember 2015

Christopher James (alltaf nefndur Chris) Wood fæddist 26. nóvember 1987 í Bristol á Englandi og er því 28 ára í dag. Chris var í Golden Valley Primary School í Nailsea frá 4-11 ára aldurs, áður en hann byrjaði í Backwell skólanum. Hann byrjaði í golfi mjög ungur, en hafði á þeim tíma alveg jafnmikinn áhuga á fótbolta og stefndi alltaf á að spila með Bristol City Football Club. Hann var félagi í the Long Ashton Golf Club nálægt Bristol 9 ára gamall og við 12 ára aldurinn var forgjöf hans orðin eins-stafs. Chris Wood sigraði English Amateur Order of Merit árin 2007 og 2008. Hann gerðist atvinnumaður í golfi um Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2015 | 14:00

GA: Jólahlaðborð 11. des n.k.

Laugardaginn 11. desember ætlar Jón Vídalín að vera með jólahlaðborð fyrir GA félaga í golfskálanum á Jaðri. Hefst hlaðborðið klukkan 19:00 og er verðið einungis 5900 krónur á mann. Hér að neðan má sjá matseðilinn: Forréttir Síldartvenna Jógúrt og epla síldarsalat Grafinn og reykt lax í hunangssósu Sjávaréttapaté Sveitapate Kryddsoðin Önd í Cesar salati og balsamick Tvíreykt hangikjöt Aðalréttir: Jurtakryddað Lambalæri Hangikjöt Sykurgljáður hamborgarhryggur Stökk purusteik með beikoni og lauk Kalkúnn Meðlæti: Heit sósa, gljáðar kartöflur, heimalagað rauðkál, grænar baunir, maísbaunir, ferskt salat, Waldorfssalat, rúgbrauð, laufabrauð, smjör, uppstúfur Eftirréttir: Ris a la mande Ostakaka með ferskum ávöxtum Súkkulaðikaka Karmellusósa og Ávaxtasósa Pantanir fara fram hjá Jóni Vidalín í síma 897 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2015 | 12:22

Casey gefur ekki færi á sér í Ryder bikarinn – sá eini sem tapar er hann

Lúxusvandamál?  Paul Casey hefir ákveðið að gefa ekki færi á sér í Ryder Cup lið Evrópu sem keppir næst í Bandaríkjunum. Sá sem tapar á því er ekki liðið eða keppnin sjálf heldur hann sjálfur.  Þegar hann horfir yfir feril sinn á hann væntanlega eftir að sjá eftir þessari ákvörðun sinni; að hafa gefið tækifærið frá sér Casey gaf þær skýringar að hann ætlaði að einbeita sér á PGA Tour og sinna fjölskyldunni betur. Og hann getur auðvitað gert eins og honum sýnist. Justin Rose sagði í viðtali að það kynni að vera svo að Casey væri enn í fýlu þar sem hann komst ekki í Ryder lið Colin Montgomerie Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2015 | 09:25

Spieth og Scott báðir á 71 e. 1. dag á Australian Open

Jordan Spieth og Adam Scott léku báðir á 71 höggi á 1. hring Australian Open í morgun. Þeir eru heilum 5 höggum á eftir fremur óþekktum kylfingi sem er í forystu mótsins og heitir Lincoln Tighe. Tighe lék 1. hring á 5 undir pari, 66 höggum. Í 2. sæti er landi Tighe, Matthew Jones, líka frá Ástralíu, en hann lék á 4 undir pari, 67 höggum. Til þess að sjá stöðuna á Australian Open eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:                                                                 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2015 | 09:00

Luke Donald grínast í Keegan Bradley á Instagram

Munið þið eftir Twitter, „stríðinu“ milli  Keegan Bradley og Luke Donald fyrr í haust? Sjá frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR:  Eftir smá „vopnahlé“ virðist Donald hafa hafið skothríð aftur. Donald póstaði eftirfarandi á Instagram hjá sér, varðandi ferð beggja til Sun City, í Suður-Afríku, en báðir keppa þeir félagar á Nedbank Golf Challeng. Hér á eftir fer samtalið: Donald: Hvenær ferðu til Sun City? Bradley: Föstudaginn Donald: Ertu búinn að láta bólusetja þig? Bradley: Hvaða bólusetningar? Ekki grínast í mér! Donald: Æ þú veist fyrir malaríu og þannig Bradley: Í alvörunni? Donald: One of my favourite hobbies, winding up @keeganbradley1 #easytarget #EnjoySA 💉 😜  (Lausleg þýðing: Ein af Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2015 | 08:00

GKG: Aðalfundur 2. des n.k.

Aðalfundur GKG fyrir starfsárið 2015 verður haldinn í félagsheimili Breiðabliks, Smáranum, Dalsmára 5, miðvikudaginn 2. desember kl. 20:00. Dagskrá fundarins verður þannig, skv. 10. gr. laga GKG: Fundarstjóri og fundarritari kosnir. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis. Rekstrar- og fjárfestingaáætlun komandi starfsárs kynnt. Lagabreytingar og aðrar tillögur skv. 8. gr. teknar til afgreiðslu. Kosning formanns til eins árs. Kosning þriggja meðstjórnenda til tveggja ára og þriggja varamanna til eins árs. Kosning tveggja endurskoðenda. Önnur mál. Stjórn GKG


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2015 | 07:00

Evróputúrinn: Fylgist með Alfred Dunhill Championship hér

Í morgun, 26. nóvember 2015, hófst nýtt keppnistímabil á Evrópumótaröðinni á Leopard Creek, í Malelane, S-Afríku Alfred Dunhill Championship, en mótið er sameiginlegt samstarfsverkefni Sólskins- og Evróputúrsins. Fylgjast má með Alfred Dunhill Championship með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jóhann Adolf Oddgeirsson – 25. nóvember 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Jóhann Adolf Oddgeirsson. Jóhann Adolf er fæddur 25. nóvember 1973 og á því 42 ára afmæli í dag. Jóhann Adolf er í Golfklúbbi Setbergs. Hann er kvæntur Rut Sig og á tvær dætur og einn son. Komast má á facebook síðu Jóhanns Adolfs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Jóhann Adolf Oddgeirsson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Art Wall fæddist 25. nóvember 1923  (92 ára); Amelia Rorer, 25. nóvember 1952 (63 árs); Nolan Jay Henke, 25. nóvember 1964 (51 árs), Þórey Sigþórsdóttir, 25. nóvember 1965 (50 ára merkisafmæli!!!) …. og ….. Mariana Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2015 | 10:00

R&A: Aðgerðir gegn of hægum leik

Styttri brautir og aðstoðarmenn sem hjálpa til við leit að týndum boltum í mótum á áhugamannastiginu gæti flýtt golfleiknum var niðurstaðan í höfuðstöðvum golfíþróttarinnar R&A. Tveggja daga fundur var haldinn nú nýlega í vöggu golfíþróttarinnar, St. Andrews, til að ræða of hægan leik á öllum stigum golfíþróttarinnar. Framkvæmdastjóri R&A, Martin Slumbers segir að leikhraði sé mikilvægt viðfangsefni þegar golfið er að reyna að vera meira aðlaðandi fyrir alla. „Leikhraðinn er lykilviðfangsefni og hefir verið það til fjölda ára,“ sagði Slumbers m.a. „Við viljum kanna hann og koma með  leiðbeiningar sem hægt sé að veita leikmönnum og völlum til þess að virkilega takast á við of hægan leik.“ „Það er fullt Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2015 | 08:00

GK: Golfhermar í Hraunkoti

Á vefsíðu Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði má finna eftirfarandi frétt: „Einsog flestir félagsmenn vita þá hefur verið unnið að því að setja upp golfherma í Hraunkoti, n.k föstudag verða þeir opnaðir með viðhöfn klukkan 17:00. Öllum félagsmönnum er boðið að koma og skoða þessi tækniundur. Skemmtilegir leikir verða í gangi og allir ættu að geta prófað. Einnig er frá og með deginum í dag hægt að panta tíma í hermana á netinu á þessari slóð. Hægt verður að panta tíma frá og með n.k laugardegi. Einnig verður hægt að fara inná keilir.is og smella þar á hnapp sem stendur golfhermar á, verður þá viðkomandi fluttur inná bókunarsíðuna. Við að panta Lesa meira