Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2015 | 10:00
Matt Jones sigraði á Australian Open

Það var Matt Jones, sem sigraði á Australian Open, í dag, sunnudaginn 29. nóvember 2015. Jones lék á 8 undir pari, 276 höggum (67 68 68 73). Þar með skaut hann mun frægari þátttakendum mótsins s.s. Masters sigurvegurunum Jordan Spieth og Adam Scott ref fyrir rass, en þeir tveir urðu einmitt í 2. sæti, 1 höggi á eftir Jones, hvor. Sjá má hápunkta lokahrings Australian Open með því að SMELLA HÉR: Sjá má lokastöðuna á Australian Open með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2015 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Steinunn Sæmundsdóttir – 28. nóvember 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Steinunn Sæmundsdóttir, GR, tvöfaldur Íslandsmeistari í golfi í flokki 50+ 2010 og 2011 sem og Íslandsmeistari í sveitakeppni GSÍ með sveit eldri kvenna í GR, þ.e. 2011, 2012 og 2013. Steinunn fæddist í Reykjavík 28. nóvember 1960. Hún byrjaði í golfi 14 ára og gekk í GR 1974. Aðaldriffjöðurin í golfleiknum var bróðir Steinunnar, Óskar en hún dró oft fyrir hann. Jafnhliða fjölda Íslandsmeistaratitla í golfi og klúbbmeistaratitla hjá GR er afmæliskylfingurinn okkar 12-faldur Íslandsmeistari á skíðum. Í dag er Steinunn með 5,5 í forgjöf. Steinunn er 4 barna móðir þeirra Sæunnar Ágústu 32 ára; Hlyns Heiðars, 32 ára; Söndru Rós, 19 ára og Sigrúnar Ásu 15 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2015 | 12:00
GM: Breytingar á Bakkakotsvelli

Töluverðar breytingar verða gerðar á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal á næstu misserum. Golfklúbbur Mosfellsbæjar, sem stofnaður var eftir samruna Golfklúbbs Bakkakots og Golfklúbbsins Kjalar, er með starfsemi sína á Bakkakotsvelli. Þetta kemur fram í 4. tbl. Golf á Íslandi 2015. Í samningi sem gerður var við Mosfellsbæ í upphafi ársins 2015 verða 25 milljónir kr. notaðar af 100 milljóna kr. framlagi bæjarins til GM í uppbyggingu á Bakkakotsvelli. Markmið er að lengja og bæta núverandi brautir ásamt því að bæta aðstöðu og aðkomu í kringum skálann. Nú er unnið að forvinnu við deiliskipulag og í framhaldi af því verða breytingar þessar hannaðar og kynntar félagsmönnum. Stefnt er að því að vinna Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2015 | 10:00
Evróputúrinn: Schwartzel enn á toppnum snemma 3. dags á Alfred Dunhill

Charl Schwartzel er efstur snemma dags á Alfred Dunhill, sem fram fer á Leonard Creek, í Melalane í S-Afríku. Til þess að sjá hápunkta 2. dags SMELLIÐ HÉR: Til þess að fylgjast með stöðunni á Alfred Dunhill SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2015 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Þráinn Bj Farestveit – 27. nóvember 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Þráinn Bj Farestveit. Hann er fæddur 27. nóvember 1964 og á því 51 árs afmæli í dag. Þráinn er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hann er kvæntur Ólöfu Ástu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til afmæli hér að neðan Þráinn Bj Farestveit (51 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ferðafélag Siglufjarðar (88 ára); Hisayuki Sasaki, 27. nóvember 1964 (51 árs); Danielle Ammaccapane 27. nóvember 1965 (50 ára stórafmæli!!!); Helmut Müller 27. nóvember 1973 (42 ára); Adrienne Bernadet, 27. nóvember 1984 (31 árs); Neglur Og Fegurð Eva, 27. nóvember 1984 (31 árs); Stephanie Kono, 27. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2015 | 15:00
Þá og nú

Rory McIlroy hefir tvívegis sigrað á DP World Tour Championship, lokamóti Evrópumótarðarinnar… og þar með einnig bónuspottinn eftirsóttta. Hann vann sér inn tékka upp á litlar £2.1 milljónir (ef maður námundar og segir að gengið sé u.þ.b. 1 pund = 200 íslenskar krónur þá vann Rory sér inn 400,2 milljónir næstum hálfan milljarð íslenskra króna fyrir sigur á þessu móti einu). Sá sem er óheppinn spilum er sagður heppinn í ástum og öfugt. Ljóst er að Rory er heppinn í að vinna mót, en hann hefir hingað til ekki verið svo heppinn í kvennamálum. Hann hefir unnið mótið tvívegis og verið með sitt hvora kærustuna sér við hlið á sigurstundunum. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2015 | 14:45
GR: Áhugaverð tillaga um breytingar á árgjöldum á aðalfundi

Á aðalfundi GR þann 3. desember n.k. verður lögð fram tillaga um breytingar á árgjöldum í klúbbinn. Sjá frétt hér fyrir neðan af heimasíðu GR með því að SMELLA HÉR: Stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur hefur haft til umfjöllunar árgjöld félagsins og hvernig þeim verði beitt til að styðja við markmið félagsins um tekjuöflun. Við þá skoðun kom ýmislegt áhugavert í ljós. Meðalaldur félagsmanna í GR hefur hækkað nokkuð undanfarin ár. Brottfall er meira í yngri aldurshópum og nýliðun sterkari í þeim eldri. Það er mat stjórnar GR að mikilvægt sé að styðja við aðgengi og nýliðun yngri aldurshópa klúbbsins og árgjöld eru ein leið til þess að styðja við þá þróun. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2015 | 12:15
Kynþokkafyllstu höggin í golfi … með Önnu Rawson og Blair O´Neal

Í meðfylgjandi myndskeiði sýna einhverjir kynþokkafyllsui kylfingarnir í golfi, Anna Rawson og Blair O´Neal hvað þeim þykir kynþokkafullt á golfvellinum. Þ..e. hvaða högg þeim þykja kynþokkafyllst – og eru jafnframt að kenna öll helstu golfhöggin! T.a.m. að ganga upp að 1. teig og slá 1. höggið …. með DJ (Dustin Johnson) í huga. Fátt kynþokkafyllra að mati Önnu. Betra er að sjá myndskeiðið/myndskeiðin sjálfur. Sjá má myndskeiðin með Önnu Rawson og Blair O´Neal með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2015 | 12:00
Evróputúrinn: Christian Basson leiðir á Alfred Dunhill e. 1. dag – Schwartzel í forystu snemma 2. dags

Það var heimamaðurinn Christian Basson, frá Suður-Afríku, sem leiddi eftir 1. dag Alfred Dunhill mótsins. Basson lék 1. hring á 8 undir pari, 64 höggum. Sjá má hápunkta 1. dags með því að SMELLA HÉR: Annar hringurinn er þegar hafin og hefur Charl Schwartzel náð forystu á samtals 11 undir pari , 133 höggum (66 67) … snemma dags, en margir eiga eftir að ljúka hringjum sínum. Sjá má samantekt frá hápunktum föstudagsmorgunsins þ.e. fyrri hluta 2. dags með því að SMELLA HÉR: Til þess að fylgjast með stöðunni á Alfred Dunhill SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2015 | 16:30
GSÍ: 4 fengu gullmerki – Viktor Elvar sjálfboðaliði ársins

Fjórir aðilar fengu gullmerki Golfsambandsins fyrir störf sín og vinnu í þágu golfíþróttarinnar á þingi Golfsambandsins sem fram fór á laugardaginn (21. nóvember 2015). Þau sem fengu gullmerkið eru Páll Ketilsson, Gylfi Kristinsson, Bergþóra Sigmundsdóttir og Hörður Þorsteinsson. Páll var ritstjóri Golf á Íslandi í 14 ár og sagði Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ að fáir aðilar hefðu stuðlað betur að því að koma golfíþróttinni á framfæri í fjölmiðlum á undanförnum árum og áratugum. Gylfi og Bergþóra gáfu ekki kost á sér í stjórn GSÍ og fengu þau gullmerki fyrir störf sín í þágu GSÍ á undanförnum árum. Hörður Þorsteinsson lætur að störfum sem framkvæmdastjóri GSÍ um næstu áramót eftir Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

