Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2015 | 12:00
Óvíst hvenær Tiger snýr aftur í keppnisgolf og 7 aðrir pkt. af döprum blaðamannafundi

Í gær hélt Tiger Woods fremur dapran blaðamannafund. Aðalatriðið sem kom upp úr dúrnum var að hann hafði engar dagsetningar á takteinum hvenær hann myndi snúa aftur í keppnisgolfið. Þetta er fyrsti blaðamannafundinn sem Tiger heldur eftir að hann gekkst undir 2. bakuppskurð í fríi sínu frá golfi. Tiger svaraði nokkrum spurningum, en svör hans var líklega ekki það sem menn vildu heyra. Hér eru 7 viðbótaratriði af þessum dapra blaðamannafundi: h 1) Hann hefir fyrir utan að vita ekki hvenær hann snýr aftur til keppni yfirleitt nokkra hugmynd um hvenær hann mun spila golf aftur. 2) Hann getur gengið. 3) Hann spilar mikið tölvuleiki. 4) Allar þrjár skurðaðgerðirnar sem Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2015 | 10:00
Viðtal við Zuzönnu Korpak – „Óttast mest að systir mín vinni mig í golfinu“

Á golf.is birtist skemmtilegt viðtal við Zuzönnu Korpak úr Golfklúbbi Suðurnesja, en hún er Íslandsmeistari í holukeppni stelpna 2015. Sjá má viðtalið hér að neðan: „Zuzanna Korpak úr Golfklúbbi Suðurnesja er í hópi efnilegustu kylfinga landsins í sínum aldursflokki. Hún tók sér hlé frá golfæfingum í rúm tvö ár áður en hún byrjaði af krafti á ný og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Í viðtali við Golf á Íslandi frá því í júní á þessu ári sagði Zuzanna aðeins frá sjálfri sér. Hver er ástæðan fyrir því að þú hófst að leika golf? Foreldrar mínir skráðu mig á golfnámskeið, og svo vildi ég bara ekki hætta eftir það. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2015 | 08:00
Spieth með plön um Texas barbeque í Champions Dinner á Masters 2016

Á hverju ári er haldinn svokallaður Masters Champions Dinner, á The Masters 1. risamóti ársins í golfinu. Hefð er fyrir því að sigurvegari ársins áður fái að ráða matseðlinum, þó allir geti að sjálfsögðu fengið sér af öðrum matseðli að vild. Tiger Woods var eitt sinn með steik og sushi á matseðlinum eftir að hann sigraði árin 2001 og 2002, og Phil Mickelson var með paellu og machango-filet mignon eftir að hann sigraði 2011. Þannig að menn eru þegar farnir að spá í hvað verði á matseðli Jordan Spieth á Champions Dinner 2016? Auðvitað Texas barbecue.. Skv. golffréttasíðu sem hefur það eftir Reuters mun Spieth hafa óskað eftir að hann fái að vera með Texas barbecue Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2015 | 21:00
Til hamingju Ísland – 1. desember 2015!

Í dag er Fullveldisdagurinn og við höldum upp á að Ísland hlaut fullveldi 1. desember 1918 undan Danmörku. Fullveldi felur í sér að fara með æðstu stjórn, dóms-, löggjafar- og framkvæmdavalds, skv. kenningunni um þrískiptingu ríkisvalds yfir landsvæði eða hóp fólks. Það er ýmist ríkisstjórn eða þjóðhöfðingi sem fer með fullveldið. Ísland hlaut fullveldi í dag fyrir 97 árum, en varð ekki sjálfstætt fyrr en 17. júní 1944. Ástæðan er sú að Íslendingar viðurkenndu danska konunginn áfram sem þjóðhöfðingja sinn og utanríkisstefna Íslands var áfram í höndum Dana. Golf 1 óskar kylfingum landsins, sem öðrum Íslendingum til hamingju með daginn!
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2015 | 18:00
Lindsey um Tiger: „Ég elskaði hann og ég elska hann enn“

Lindsey Vonn segir að hún elski Tiger Woods enn þrátt fyrir að þau hafi hætt saman í maí s.l. „Ég meina, ég elskaði hann og ég elska hann enn,“ sagði hún í þætti CNN, Alpine Edge Show. „Ég átti 3 frábær ár með honum,“ sagði Lindsey. „Stundum ganga hlutirnir bara ekki upp og því miður gengu þeir ekki upp hjá okkur.“ „En ég sé ekki eftir neinu og ég held að við séum bæði á góðum stað.“ Vonn hefir alltaf talað vel um Tiger eftir að þau tvö hættu saman. Í sama viðtali segist hún að raunhæft séð eigi hún bara eftir 3 ár í skíðabransanum; hún upplifi sig sem Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2015 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Lee Trevino ———- 1. desember 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Lee Trevino, en hann fæddist 1. desember 1939, í Dallas, Texas og því 76 ára afmæli í dag. Hann er oft uppnefndur „Supermex“ eða „The Merry Mex“ vegna mexíkansks uppruna síns, en móðir hans, Juanita, er mexíkönsk og Lee mikið átrúnaðargoð meðal mexíkanskra golfaðdáenda. Lee gerðist atvinnumaður í golfi árið 1960 og hefir því spilað leikinn göfuga í 51 ár á atvinnumannsstigi og á þeim tíma sigrað alls 89 sinnum, þar af 29 sinnum á PGA, 29 sinnum á Champions Tour og 31 sinnum á öðrum mótaröðum. Af helstu afrekum Lee mætti nefna að hann hefir í 6 skipti sigrað á risamótum golfsins, Opna bandaríska árin 1968 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2015 | 14:15
Verðmæti vörumerkja sem tengjast Rory metin á 56 milljarða króna

Nýja umboðsskrifstofa Rory McIlroy hefir metið verðmæti sem tengist vörumerkjum Rory á €400 milljónir eða 56 milljarða íslenskra króna. Viðskilnaður Rory við fyrrum umboðsskrifstofu sína í Dublin kostaði hann $ 25 milljónir eða u.þ.b. 3.3 milljarða íslenskra króna. Nýja umbosðsskrifstofa Rory þar sem Donal Casey er m.a. aðstoðarframkvæmdastjóri hefir umsjón með öllum auglýsingatekjum, sem Rory fær m.a. frá Nike sportswear, Omega watches, Bose, Upper Deck og af tölvuleikjum. Verðmæti McIlroy vörumerkisins – sem laðaði m.a. Nike að til þess að gera $25 milljóna 10 ára samning við hinn 26 ára kylfing (Rory) – er nákvæmlega metið $422.13m (€399.55m) eða u.þ.b. 56 milljarðar íslenskra króna af nýju umboðsskrifstofunni og er þá átt við Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2015 | 13:45
Lingmerth vonast eftir Ryder Cup sæti

Sænski kylfingurinn David Lingmerth mun spila á Evrópumótaröðinnni á næsta keppnistímabili til þess að reyna að komast í Ryder bikars lið Evrópu. Hinn 28 ára Svíi (Lingmerth) hefir spilað á PGA Tour frá því að hann gerðist atvinnumaður í golfi árið 2010, sem líklega var eðlilegt framhald hjá honum eftir að hafa spilað í bandaríska háskólagolfinu. En Lingmerth hefir nú gefið út að hann ætli að spila á Evróputúrnum til þess að koma til greina sem einn af 12 í liði Darren Clarke sem mun reyna að verja Ryder bikarinn í Hazeltine á næsta ári, 2016! Lingmerth hefur tilraun sína til þess að komast í liðið með því að taka þátt Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2015 | 13:30
FPG Tour: Þórður Rafn T-9 á sterku móti í Flórída

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tók þátt í Thanksgiving Classic mótinu, sem er hluti af Florida Professional Golf mótaröðinni (skammst. FPG Tour). Mótið fór fram á Green Valley vellinum í Flórída 28.-29. nóvember s.l. og voru leiknir 2 hringir. Þátttakendur í mótinu voru 95. Þórður Rafn varð T-9 lék á samtals 4 undir pari (69 71). Á facebook síðu sinn sagði Þórður Rafn m.a. eftirfarandi eftir mótið: „Það vantaði að setja nokkur pútt í, sér í lagi af 3-5 metra færi. Hefði einnig átt að redda mér betur í nokkrum tilfellum fyrir utan flöt“ Þórður hyggst taka þátt í öðru móti 10.-11. desember og vonandi gengur honum sem allra best þá. Sjá Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2015 | 13:00
Jason Day hlýtur Greg Norman viðurkenninguna

Jason Day hlaut í nótt verðlaun, sem eiga eflaust eftir að verða ein þau eftirsóttustu í golfi í Ástralíu, Greg Norman viðurkenninguna en hún var afhent í fyrsta sinn í nótt á Gullnu Ströndinni (ens. Gold Coast), í Ástralíu. Viðurkenningin er veitt þeim ástralska kylfingi, sem stendur sig best alþjóðlega. Þetta er 2. ástralska stórviðurkenningin sem Day hlýtur í Ástralíu, en hann hafði áður hlotið The Don Award frá áströlsku íþróttafrægðarhöllinni (ens.: Australian Sports Hall of Fame) í október s.l. „Af hálfu ástralsks golfiðnaðar óska ég Jason til hamingju með að hljóta fyrstu Greg Norman medalíuna og vil koma á framfæri hversu stolt við erum öll af afrekum hans á þessu ári,“ Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

