Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2015 | 23:45
Afmæliskylfingur dagsins: Valdís Þóra Jónsdóttir – 4. desember 2015

Það er Íslandsmeistarinn í höggleik kvenna 2012 – Valdís Þóra Jónsdóttir sem er afmæliskylfingur dagsins. Hún er fædd 4. desember 1989 og á því 26 ára afmæli í dag. Valdís tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í höggleik á Hellu með lokapúttinu og samtals skori upp á 13 yfir pari, 293 höggum (71 75 72 75) í lok júlí 2012. Golf 1 tók viðtal við Valdísi Þóru fyrir lokadag mótsins sem rifja má upp með því að SMELLA HÉR: Valdís Þóra hefir m.a. verið klúbbmeistari Golfklúbbsins Leynis í mörg undanfarandi ár. Valdís Þóra er í afrekshóp GSÍ völdum af Úlfari Jónssyni, landsliðsþjálfara. Hún spilaði golf með golfliði Texas State í bandaríska háskólagolfinu, en þaðan Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2015 | 22:00
PGA: 3 efstir og jafnir á Bahamas e. 2. dag

Það eru þeir nr. 1 á heimslistanum Jordan Spieth, Bill Haas og Jimmy Walker, sem deila forystunni eftir 2. dag á Hero World Challenge, sem fram fer í Albany á Bahamas. Þremenningarnir hafa allir leikið á 11 undir pari, hver. Bubba Watson, Patrick Reed og Chris Kirk deila síðan 4. sætinu aðeins 1 höggi á eftir. Og allt er þegar þrennt er. Sjöunda sætinu deila nefnilega líka 3 aðrir kylfingar: Matt Kuchar, Paul Casey og Zach Johnson, allir á samtals 8 undir pari, hver. Sjá má hápunkta 2. dags á Hero World Challenge með því að SMELLA HÉR: Sjá má stöðuna eftir 2. dag Hero World Challenge með því að SMELLA Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2015 | 12:00
Evróputúrinn: Stenson enn efstur í hálfleik á Nedbank Golf Challenge

Sænski kylfingurinn Henrik Stenson heldur forystu sinni á Nedbank Golf Challenge mótinu, sem fram fer í Sun City í S-Afríku. Stenson er búinn að spila fyrstu 2 hringina í mótinu á samtals 11 undir pari, 133 höggum (66 67). Í 2. sæti fast á hæla Stenson er heimamaðurinn Jaco Van Zyl á samtals 10 undir pari. Til þess að sjá hápunkta 2. dags Nedbank Golf Challenge SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Nedbank Golf Challenge SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2015 | 10:00
Rory trúlofaður Ericu Stoll

Fyrrum heimsins besti, Rory McIlroy, (sem nú er nr. 3 á heimslistanum) er trúlofaður bandarískri kærustu sinni til eins árs, Ericu Stoll. Fréttir þess efnis hafa birtst á mörgum golffréttamiðlum, en hlýtur nú nokkra staðfestu í frétt BBC þess efnis. Sjá með því að SMELLA HÉR: Nýlega sást til Rory og Ericu í Windsor Park, þar sem þau studdu norður-írskt fótboltalið. Talið er að Erica og Rory hafi trúlofast í Eiffel turninum í París. Rory sleit trúlofun við kærustu sína Caroline Wozniacki s.s. frægt er orðið með stuttu símtali, árið 2014. Vonandi að sambandið við Ericu endist lengur!
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2015 | 07:00
GÖ: 37% aukning á spiluðum hringum – veltuaukning um 35% – rekstrarhagnaður um 4 millj.!!! … kom fram á aðalfundi

Aðalfundur GÖ var haldinn miðvikudaginn 2. desember s.l. Fram kom í skýrslu stjórnar að spilaðir voru 37% fleiri hringir á Öndverðarnesvelli en árið áður. 511 félagar eru í GÖ og fjölgaði þeim um 3% milli ára. Eftir að golfsumrinu lauk hafa verið miklar framkvæmdir í gangi. Unnið er að breytingum á 1. og 11.braut og lýkur þeim snemma í vor. Á fundinum var kynnt nýtt vallarmat sem unnið var af vallarmatsnefnd GSÍ í haust. Leikforgjöf breytist mismunandi eftir teigum en hún hækkar að jafnaði um 2-3 frá því sem var síðasta sumar. Rekstur klúbbsins gekk vel á árinu. Velta klúbbsins jókst um 35% milli ára og var liðlega 41 milljón Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2015 | 18:30
Afmæliskylfingur dagsins: Haukur Örn Birgisson – 3. desember 2015

Það er forseti GSÍ, Haukur Örn Birgisson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Haukur Örn er fæddur 3. desember 1979 og því 36 ára í dag. Hann er með 3,9 í forgjöf og félagi í Golfklúbbnum Oddi og aukaaðild í Golfklúbbi Flúða. Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Hauk Örn með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Hörður Vilhjálmur Sigmarsson, 3. desember 1953, GK (62 ára ); Skarphéðinn Skarphéðinsson (61 árs); Ólöf Nordal, 3. desember 1966 (49 ára); David Diaz, 3. desember 1967 (48 ára); Ágúst Ársælsson, 3. desember 1974, GK (41 árs); Victor Jean Hugo, 3. desember 1975 (40 ára); Angelo Que, 3. desember Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2015 | 17:34
Bað Rory, Ericu í París?

Fyrir 7 klst síðan póstaði Rory McIlory, heimsins besti kylfingur mynd af Eiffelturninum í París. Við myndina stóð Je suis Paris (eða Ég er París) Aðeins nokkrum örfáum mínútum síðar birtist blaðagreinar á golffréttamiðlum þar sem menn eru að velta því fyrir sér hvort Rory hafi beðið kærustu sinnar Ericu Stoll í París? Sjá má eina slíka grein frá Irish Golf Desk með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2015 | 17:15
Spieth með ás á Hero World Challenge – Myndskeið

Jordan Spieth fékk ás á Hero World Challenge. Ásinn, sem er sá 3. á ferli Spieth kom á par-3 2. holunni á Hero World Challenge, en brautin er 172 yarda löng. Sjá má myndskeið af ási Spieth með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2015 | 17:00
Evróputúrinn: Stenson og Van Zyl efstir e. 1. dag á Nedbank mótinu

Það eru þeir Henrik Stenson og heimamaðurinn Jaco Van Zyl, sem eru efstir og jafnir eftir 1. dag Nedbank Golf Challenge. Þeir léku báðir á 6 undir pari, 66 höggum. Í 3. sæti er enski kylfingurinn Danny Wilson, en hann einn lék á 67 höggum. Mótið fer fram í Sun City, Suður-Afríku. Til þess að sjá hápunkta 1 .dags á Nedbank Golf Challenge SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Nedbank Golf Challenge SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2015 | 16:00
Afmæliskylfingar dagsins: Bjarki og Emil Þór – 2. desember 2015

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Bjarki Pétursson GB og Emil Þór Ragnarsson, GKG. Báðir eru þeir fæddir sama dag og sama ár og greinilegt að þetta er afmælisdagur frábærra kylfinga. Báðir eru þeir Bjarki og Emil Þór í bandaríska háskólagolfinu, Bjarki spilar fyrir Ohio State og Emil Þór Nicholls State. Emil Þór hefir á undanförnum árum spilað á Eimskipsmótaröðinni með góðum árangri. Hann er m.a. klúbbmeistari Golfklúbbs Úthliðar 2013 og klúbbmeistari Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar 2014. Komast má á facebook síðu Emils til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Emil Þór Ragnarsson (21 árs – Innilega til hamingju elsku Emil Þór með afmælið!!!) Bjarki er afrekskylfingur Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

