Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2015 | 13:00

GK: Aðalfundur Keilis 10. des n.k.

Aðalfundur Golfklúbbsins Keilis 2015 verður haldinn fimmtudaginn 10. desember nk. í Golfskála Keilis Fundurinn hefst stundvíslega kl. 19:30 Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar 3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis 4. Lagabreytingar – stjórnarkjör (tillögur liggja frammi á skrifstofu viku fyrir fund) 5. Stjórnarkosning 6. Kosning endurskoðanda 7. Kosning fulltrúa og varafulltrúa í samtök, sem Keilir er aðili að 8. Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2016 9. Önnur mál Stjórn Golfklúbbsins Keilis


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2015 | 12:00

LEK: Aðalfundur fór fram í gær – LEKarar verðlaunaðir

Aðalfundur Landssamtaka Eldri Kylfinga, LEK, var haldinn í gær sunnudaginn 6. desember 2015 kl 16:00 í Golfskálanum í Grafarholti. Veitt voru verðlaun fyrir besta árangur Öldungamótaraðar LEK, með forgjöf, fyrir árið 2015. Einnig voru landsliðin fyrir árið 2016 kynnt. Það er uppskera sumarsins í mótum LEK sem segir til um hverjir fara og má sjá árangur keppenda á LEK heimasíðunni undir stigatöflur eða með því að SMELLA HÉR:     


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2015 | 10:00

PGA: Bubba landaði sigri á Bahamas

Bubba Watson stóð engum að óvörum uppi sem sigurvegari á Hero World Challenge móti Tiger Woods. Hann lék samtals á 25 undir pari, 263 höggum (67 67 63 66). Í 2. sæti varð Patrick Reed 3 höggum á eftir Bubba eða á samtals 22 undir pari. Í 3. sæti var Rickie Fowler á samtals 21 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Hero World Challenge SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Hero World Challenge SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2015 | 09:00

Evróputúrinn: Marc Leishman sigraði á Nedbank Golf Challenge

Það var Ástralinn Marc Leishman, sem stóð uppi sem sigurvegari á Nedbank Golf Challenge. Leishman lék á samtals 19 undir pari, 269 höggum (68 68 66 67). Í 2. sæti heilum 6 höggum á eftir varð Henrik Stenson á 13 undir pari og í 3. sæti varð Englendingurinn Chris Wood á 9 undir pari, samtals. Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR  Sjá má hápunkta 4. dags á Nedbank Golf Challenge með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2015 | 08:00

GKG: Guðmundur Oddson lætur af störfum – sæmdur gullmerki GSÍ

Guðmundur Oddsson, formaður GKG til 10 ára ákvað að gefa ekki aftur kost á sér í embætti á aðalfundi GKG sem haldinn var miðvikudaginn 2. desember í Smáranum. Guðmundur getur verið stoltur af framgangi klúbbsins þann tíma sem hann hefur verið formaður. Gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað. Völlurinn hefur tekið stórtækum breytingum og Guðmundur vann þrekvirki við að ganga frá samningum og fjármögnun Íþróttamiðstöðvar GKG. Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ notaði tækifærið og heiðraði Guðmund með gullmerki GSÍ.


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2015 | 07:00

GR: Björn endurkjörinn formaður

Björn Víglundsson var endurkjörinn formaður Golfklúbbs Reykjavíkur á aðalfundi klúbbsins sem fram fór í golfskálanum í Grafarholti fimmtudaginn 3. desember. Björn er að hefja sitt annað ár sem formaður golfklúbbsins. Nýkjörinn formaður vill koma á framfæri þökkum til félagsmanna fyrir það traust sem honum var sýnt með endurkjöri. Aðrir stjórnarmenn gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og er stjórn félagsins þannig skipuð: Björn Víglundsson formaður, Ragnar Baldursson varaformaður. Aðrir stjórnarmenn eru Anna Björk Birgisdóttir, Elín Sveinsdóttir, Guðni Hafsteinsson, Guðný Helga Guðmundsdóttir, Gunnar Már Sigurfinnsson, Jón B. Stefánsson, Margeir Vilhjálmsson og Ólafur William Hand. Hagnaður á starfsárinu var 5,3 millj. kr. en til samanburðar var hagnaður árið á undan 37,7 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2015 | 16:00

Afmælisbarn dagsins: St. Nikulás —————— 6. desember 2015

Í dag er haldið upp á St. Nikulásar-daginn víðs vegar í ríkjum kaþólskra, en St. Nikulás frá Myra er dýrlingur hjá kaþólskum. Dagurinn í dag er dánardægur St. Nikulás en hann dó árið 323, og gjöfuls anda hans minnst. Nikulás eftir Lipensky (t.v.), rússneskur ikoni frá árinu 1294. Á ofangreindri mynd sést hvernig íkonin hefur þróast í Santa Claus eða St. Nikulás. Margar sögur eru til um kraftaverk St. Nikulás. Ein sagan gengur út á að hann hafi safnað saman öllum verðmætum í strandbæ einum í Tyrklandi og fengið þau sjóræningjum, sem höfðu hneppt börn bæjarins í gíslingu. Sagan á að sýna að börnin eru dýrmætari en allar mannana eigur. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2015 | 11:45

Asíutúrinn: Garcia sigraði á Ho Tram mótinu

Það var spænski kylfingurinn Sergio Garcia sem stóð uppi sem sigurvegari á Ho Tram mótinu sem var mót vikunnar á Asíutúrnum. Þetta er 23. sigur á ferli Garcia og sá fyrsti síðan í janúar 2014. Eins vann hann sér inn tékka upp á US$270,000. (eða litlar 30 milljónir íslenskra króna). „Þetta var undarlegur dagur. Mér fannst ég hafa svo mikla stjórn á fyrri 9. En síðan átti ég slæmt teighögg á 10. en mér tókst samt að ná leik mínum saman aftur og átti nokkur færi sem ég nýtti ekki. Ég átti afleitt högg á 17. t.a.m.“ sagði Garcia m.a. kampakátur eftir sigurinn. Frábær dagur hjá honum. Sjá má lokastöðuna Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2015 | 11:00

GOS: Af aðalfundi 2. des s.l. – Stjórnin kjörin áfram – Breytingar á félagsgjöldum

Aðalfundur GOS fór fram í Golfskálanum miðvikudaginn 2. desember 2015. Stjórn GOS var kosin áfram með dynjandi lófaklappi en hana skipa: Ástfríður M Sigurðardóttir formaður, Svanur Geir Bjarnason ritari, Helena Guðmundsdóttir gjaldkeri, Halldór Morthens meðstjórnandi, Axel Óli Ægisson meðstjórnandi. Varamenn: Bergur Sverrisson og Páll Sveinsson nýr inn. Hagnaður var á rekstri GOS á síðasta starfsári uppá kr. 7,013,440.- fyrir afskriftir og vaxtagjöld. Tekjur klúbbsins á þessu ári voru kr. 57,862,630,- en tekjur klúbbsins hafa hækkað gríðarlega síðustu ár og má til samanburðar nefna að árið 2011 voru tekjur klúbbsins kr. 25,508,829,-. Rekstrargjöld með afskriftum og vaxtagjöldum voru kr. 56,979,312,- Hagnaður var þegar búið að er taka alla liði inn 951,287,- Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2015 | 08:00

Japanska sveitin sigraði á The Queens

Það voru gestgjafarnir japönsku sem höfðu forystu frá upphafi til enda þessa nýja móts  The Queens presented by Kowa. The Queens er algerlega nýtt af nálinni en á því keppa sveitir 4 stærstu kvenmótaraða heims; LET, ALPGA, KLPGA og JLPGA. Leikið var í Miyoshi Country Club, í Aichi, Japan og fyrir lokahringinn átti japanska sveitin 8 stig á þá kóreönsku. Leikið er með holukeppnisformi og er keppnin svipuð Solheim Cup. Lokaúrslit urðu eftirfarandi: 1 JLPGA 2 KLPGA 3 LET 4 ALPGA „Mér er létt og ég er ánægð á sama tíma. Við unnum vel saman sem liðsheild og liðsandinn var lykillinn að góðu gengi á mikilvægum augnablikum,“ sagði fyrirliði japanska liðsins Lesa meira