Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2015 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Kinga Korpak ——- 9. desember 2015

Afmæliskylfingur dagsins er og Kinga Korpak. Kinga er fædd 9. desember 2003 og á því 12 ára afmæli í dag. Hún er þrátt fyrir ungan aldur einn af afrekskylfingum GS og hefir spilað og staðið sig framúrskarandi vel á Íslandsbankamótaröðinni s.l. sumar. Þannig var Kinga oft á sigurpalli þó hún hafi, eins og svo oft áður, verið að spila við sér miklu eldri stelpur. Árið 2014 varð Kinga þannig Íslandsmeistari í holukeppni í sínum aldursflokki 14 ára og yngri stelpna. Hún sigraði einnig á 1. og 2. mótinu á Íslandsbankamótaröðinni það ár (2014) og tók m.a. í fyrsta sinn þátt í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ. Nú í ár , 2015, sigraði Kinga Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2015 | 08:00
LPGA: Simin Feng sigraði á lokaúrtökumótinu

Það voru 20 stúlkur sem hlutu fullan þátttökurétt á LPGA eftir að hafa tekið þátt í hinu árlega lokaúrtökumóti LPGA þ.e. Q-school, á LPGA International, í Flórída. Efstu 20 hlutu fullan þátttökurétt, en stúlkurnar í 21. sæti og þær sem voru jafnar í 45. sætinu eða alls 29 stúlkur í ár hlutu takmarkaðan þáttttökurétt. Samtals voru þær sem hlutu einhvern spilarétt á LPGA 49, í ár. Sú sem varð í efsta sæti Q-school er kínverska stúlkan Simin Feng. Hún sigraði með yfirburðum átti 7 högg á næstu keppendur, þær Grace Na og Sukapan Budsabakorn, sem er afar glæsilegt. Hér má sjá hverjar 49 hlutu kortin sín á LPGA og verður Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2015 | 20:00
Tiger: „Er langt frá því hættur“

Tiger Woods staðhæfir að golfferill hans sé ekki liðinn undir lok, þó að hann viðurkenni að erfitt sé að vera þolinmóður, þegar engin tímasetning er komin á hvenær hann snúi aftur í keppnisgolf. Nr. 411 á heimslistanum (Já Tiger er nr. 411 – þótt ótrúlegt sé!!!) upplýsti í síðustu viku að hann myndi hugsanlega hætta, þar sem hann vissi ekki einu sinni hvenær hann gæti hafið endurhæfingu vegna bakuppskurðarins – Allt tekur sinn tíma að jafna sig. Tiger segir að það hafi tekið hann tíma að venjast því að geta ekki verið að æfa. Hann megi aðeins ganga um og hann hefir ekki sveiflað kylfu í yfir 2 mánuði, en Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2015 | 16:55
DJ og Paulina dást að hvort öðru á félagsmiðlum

Dustin Johnson (DJ) og Paulina Gretzky hafa verið par í 3 ár og eiga barn saman. Rómantíkin er enn allsráðandi í sambandinu og ástarloginn og löngunin eftir hvort öðru langt frá því slokknuð. Þau dást t.a.m. reglulega að hvort öðru á félagsmiðlunum og elska tvíræðni. Paulina póstar gjarnan ögrandi myndum af sér. Flestum kærustum myndi nú ekkert finnast það neitt yfirmáta sniðugt. En DJ elskar það. Sem dæmi þess mætti nefna myndina sem Paulina birti í gær og athugasemd DJ við myndina: Sjá myndina með því að SMELLA HÉR: Athugasemd DJ: Ég elska þennan afturenda!!!
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2015 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Ragnar Guðmundsson – 8. desember 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Ragnar Guðmundsson. Ragnar er fæddur 8. desember 1940 og á því 75 ára merkisafmæli í dag. Ragnar er í Golfklúbbi Vestmannaeyja. Ragnar hefur verið afar sigursæll á LEK mótum undanfarin ár. Innilega til hamingju með 75 ára merkisafmælið Ragnar!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Laurie Auchterlonie, f. 8. desember 1868 – d. 20. janúar 1948; Útúrdúr Bókabúð 8. desember 1907 (108 ára); Edward Harvie Ward Jr., (f. 8. desember 1925 – d.4. september 2004 – Einn af söguhetjum „The Match“); Ágústa Sveinsdóttir, GK, 8. desember 1954 (61 árs); Ólafía Hreiðarsdóttir, GK, 8. desember 1968 (47 ára); Brandt Snedeker, 8. desember 1980 (35 ára); Jóhann Örn Bjarkason, 8. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2015 | 12:30
Hvað var í sigurpokum helgarinnar?

Það voru 3 stórmót um helgina 3.-6.desember 2015; Hero World Challenge á PGA Tour á Bahamas, þar sem Bubba Watson sigraði; Nedbank Challenge á Evróputúrnum þar sem Ástralinn Marc Leishman sigraði á og loks Ho Tram mótið á Asíutúrnum þar sem spænski kylfingurinn Sergio Garcia sigraði. Hér verður nú fjallað um hvað var í sigurpokunum hjá sigurvegurum hvers móts fyrir sig í ofangreindri röð þ.e. sigurvegurum á PGA Tour, Evróputúrnum og Asíutúrnum. Fyrst er nafn sigurvegarans getið,3 síðan nafnið á mótinu og mótaröðinni og síðan er verkfærum hvers sigurvegara gerð skil. Merkin sem unnu voru PING, TITLEIST og TAYLORMADE. Bubba Watson Hero World Challenge, PGA Tour Dræver: Ping G30 (9°, Grafalloy Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2015 | 12:00
Jarrod Lyle m/ 2 ása … í sama móti!!!

Ástralski kylfingurinn Jarrod Lyle átti ekki bara eitt heldur tvö draumahögg á góðgerðarmóti sem hann tók þátt í, í dag, 8. desember 2015, í Melbourne, Ástralíu. Málið var það, að í mótinu taka þátt ríkir styrktaraðilar og tilgangur að gera betur en atvinnumaðurinn (hér: Lyle). Á ensku nefnist þetta „Beat the Pro-mót.“ Veðjað er á fyrir hverja par-3 holu hvort áhugamanninum (ríka styrktaraðilanum) takist að vera nær holu en atvinnumanninum. Styrktaraðilarnir áttu ekki séns gegn Lyle; hann notaði 9-járn við fyrra draumahöggið og notaði fleygjárn 5 tímum seinna þegar hann fékk annan ásinn sinn í mótinu, í Yarra Yarra golfklúbbnum þar sem mótið fór fram. Þegar seinni ásinn kom hafði Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2015 | 10:00
Lydia Ko meðal 25 bestu íþróttakvenna heims

ESPN hefir útbúið lista yfir 25 bestu íþróttakonur heims og á honum er ungi, ný-sjálenski kylfingurinn, Lydia Ko. Sjá má lista ESPN yfir bestu íþróttakonur heims að þeirra mati með því að SMELLA HÉR: Afrek Ko á árinu eru margvísleg og hún hefir sett mörg ný met. T.a.m. var Ko yngsti kylfingurinn til að sigra í risamóti þ.e. á Evian Masters í ár; hún er yngst til að hljóta titilinn kylfingur ársins á LPGA og síðast en ekki síst þá bætti hún aldursmet Tiger um 4 ár og er sú yngsta til þess að tróna á toppi heimslista. Mörg lýsingarorð mætti nota um Ko: Er hún ótrúleg, best, goðsagnakennd, „badass“ Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2015 | 08:00
GKG: Elísabet Ágústsdóttir hlaut háttvísibikar GSÍ

Guðmundur Oddsson, fráfarandi formaður GKG, veitti Elísabetu Ágústsdóttur Háttvísibikar GSÍ, sem veittur er þeim unga kylfingi sem sýnt hefur góða frammistöðu utan vallar sem innan, og verið öðrum til fyrirmyndar hvað varðar dugnað og háttvísi. Bikarinn var veittur í fyrsta sinn í fyrra, og fékk þá Aron Snær Júlíusson þessa miklu viðurkenningu. Helstu afrek Elísabetar á árinu 2015 – Náði best öðru sæti og að auki tvisvar sinnum í þriðja sæti á Íslandsbankamótaröðinni – Sigraði í Meistaramóti GKG í 1. flokki kvenna – Lækkaði forgjöfina úr tæplega 11 niður í 5,5 – Fékk viðurkenningu fyrir mestar framfarir á árinu 2015 – Var í kvennasveit GKG sem hafnaði í 3. sæti Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2015 | 19:00
Afmæliskylfingur dagsins: Luke Donald ——— 7. desember 2015

Það er Luke Donald, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hann hefur verið í fréttum að undanförnu fyrir að standa í eilífu kíti (í gríni) við Keegan Bradley. Sjá m.a. með því að SMELLA HÉR: og e.t.v. með því að SMELLA HÉR: Luke Campbell Donald fæddist 7. desember 1977 í Hemel Hempstead, Herts í Hertfordshire og er því 38 ára í dag. Pabbi Luke var frá Stranraer í suðvesturhluta Skotlands, en hann varð bráðkvaddur fyrir ári síðan. Vegna þess að rætur Luke liggja í Stranraer hefir hann alltaf talið sig hálfskoskan. Luke á bróður Christian og saman spiluðu þeir golf í Hazlemere og Beaconsfield golfklúbbunum á yngri árum og þegar Luke fór Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

