Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2015 | 07:30

Mercedes Benz keppni Kaymer og Rosberg

Tvöfaldi risamóts sigurvegarinn þýski Martin Kaymer keppti við landa sinn Nico Rosberg, í ýmsum þrautum á golfvellinum. Alls voru þrautirnar 5 og var þeirri síðustu póstað í gær, en þá var staðan jöfn eftir að Kaymer hafði sigrað í púttkeppni milli þeirra beggja. Sjá má púttkeppnina milli þeirra með því að SMELLA HÉR, en þar sýnir Kaymer snilli sína í púttum svo ekki verður um villst. Hins vegar sigraði Rosberg keppnina milli þeirra á svindli s.s. sjá má í meðfylgjandi myndskeiði SMELLIÐ HÉR: en þar voru þeir látnir keppa um að  fjarstýra míníútgáfum af Mercedes bílum.  Skemmtileg grínkeppni engu að síður hjá einum helsta styrktaraðila Kaymer, Mercedes Benz!


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2015 | 07:00

LET: Spiranac nær ekki niðurskurði

Einn þátttakandi á Omega Dubai Ladies Masters, bandaríski kylfingurinn Paige Spiranac, hefir hlotið meiri athygli en nokkur í mótinu og gert væntanlega í raun það sem skipuleggjendur mótsins vonuðust, þegar þeir buðu henni þátttöku, að vekja athygli á því. Spiranac er 22 ára nýútskrifuð frá San Diego úr bandaríska háskólagolfinu og er þekktust fyrir að eiga 500.000 fylgjendur á Instagram, þar sem hún póstar reglulega kynþokkafullum myndum af sér. Það eru fleiri fylgjendur en þekktir LPGA kylfingar s.s. Natalie Gulbis, Lydia Ko, Lexi Thompson og Michelle Wie eiga samanlagt á Instagram. Fannst mörgum sem Spiranac hefði bara verið boðið til að vekja athygli á mótinu, sem svo sannarlega hefur tekist, vegna Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2015 | 17:25

Henrik Stenson tvítar fyndna mynd af sér e. uppskurð

Svo virðist sem hver stórkylfingurinn á fætur öðrum sé að leggjast undir hnífinn. Nú var það Henrik Stenson sem gekkst undir aðgerð á hægra hné. Eftir aðgerðina tvítaði hann eftirfarandi skilaboð: Operation is done and rehab starts tomorrow. Thanks for all you get well wishes! H [Lausleg þýðing: Uppskurðurinn er að baki og endurhæfing byrjar á morgun. Takk fyrir allar batakveðjurnar! H]


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Lárus Garðar Long – 10. desember 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Lárus Garðar Long, GV. Hann er fæddur 10. desember 1999 og er því 16 ára í dag. Hann vann m.a. flokk 14 ára og yngri stráka á Áskorendamótaröð Íslandsbanka í Setberginu 15. júní 2013. Síðan sigraði Lárus Garðar í drengjaflokki á 3. móti Áskorendamótaraðar Íslandsbanka 21. júní 2014, sem fram fór hjá Golfklúbbnum Mostra í Stykkishólmi. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Don Bies, f. 10. desember 1937 (78 ára) Sjá má afmælisgrein Golf 1 um Bies með því að SMELLA HÉR ;  Sæmundur Pálsson, 10. desember 1947 (66 ára); Guðrún Garðars, GR; 10. desember 1954 (59 ára); Snorri Bergþórsson , 10. desember 1972 (43 ára); Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2015 | 14:00

Rory gekkst undir laseraugnskurðaðgerð

Nr. 3 á heimslistanum, Rory McIlroy,  gekkst undir laseraugnskurðaðgerð í þessari viku. Á facebook síðu sína skrifaði Rory: „Þetta er mannlega versíonin af hinum ógnvænlega K-9 cone … en nota þetta (þ.e. augngrímuna) aðeins þegar ég sef! Laseraugnaðgerðin gekk vel.“ Kannski Rory sé með þessari aðgerð að bæta úr slakri frammistöðu á púttvellinum á s.l. tímabili. Augnskurðlæknirinn hlýtur líka að hafa verið taugaóstyrkur.  Hann var virkilega með framtíð golfsins undir hnífnum. En Guði sé lof virðist þessi aðgerð bara hafa tekið og áætlað að Rory nái sér fljótt aftur.  


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2015 | 12:00

Spiranac neitar að hafa verið boðin þátttaka í móti vegna útlitsins eins

Paige Spiranac er nafn sem e.t.v. ekki margir kannast við. Og þó…. Daman á yfir 500.000 fylgjendur á Instagram, sem fylgjast með hverju skrefi hennar. Spiranac gerðist atvinnukylfingur í ágúst s.l. og hefir nú þegið boð um að spila á því móti Evrópumótaraðar kvenna, LET, þar sem verðlaunafé er hvað hæst, í Dubaí, sem hófst í dag. Ákvörðunin um að leyfa henni þátttöku í mótinu hefir vakið upp sterk mótmæli; fyrir það fyrsta er hún ekki með kortið eftirsótta og hefir því ekki þátttökurétt í mótum LET auk þess, sem margir vilja meina að hún hafi bara fengið þátttökuréttinn út á gott útlit. Á 1. hringnum í dag lék Spirnac Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2015 | 09:30

Rickie Fowler hrósar Tiger

Langt er síðan að við höfum séð þann brillíans sem einkenndi leik Tiger Woods hér áður fyrr og margir sem draga í efa að hann eigi eftir að ná  hann ná fyrri yfirburðum í golfinu og hann hafði. En fingraför hans eru allsstaðar í golfheiminum og við sjáum þau á hverjum degi.  Þau verða sýnileg þegar Jordan Spieth sökkvir pútti, Jason Day bombar dræv niður eftir einhverri brautinni eða þegar við sjáum brillíant járnaleik Rickie Fowler. Líkt og margir sem eru 20 og eitthvað ára gamlir þá, voru þeir heillaðir af Tiger þegar þeir voru að alast upp. Þeir horfðu á Tiger og vildu spila eins og hann og hérna eru Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2015 | 09:00

Evróputúrinn: Rory kylfingur nóvembermánaðar

Það er nr. 3 á heimslistanum Rory McIlroy sem er kylfingur nóvembermánaðar á Evróputúrnum.  Það var einkum 3. sigur hans á lokamóti Evrópumótaraðarinnar, DP World Tour Championship, Dubai, sem tryggði honum titilinn. Þetta er í 3. sinn á 4 árum sem Rory sigrar í mótinu. Honum virðist líða mjög vel í Dubaí, sérstaklega á Earth Course í Jumeirah Golf Estates, enda skráir Rory heimili sitt í Dubaí. Fyrir lokahringinn var Rory 1 höggi á eftir enska kylfingnum Andy Sullivan, sem búinn var að vera í forystu í mótinu, en átti s.s. allir eflaust muna glæsilokahring upp á 66 högg, sem enginn átti svar við. was once again in evidence as he edged a Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2015 | 08:45

GS: Zuzanna kylfingur ársins

Aðalfundur GS fór fram 8. desember 2015 og á honum var m.a. kylfingur ársins í klúbbnum heiðraður. Sá kylfingur sem þennan heiðurstitil hlýtur í ár er Zuzanna Korpak. Í frétt frá GS segir m.a.: „Hún (Zuzanna) sýndi miklar framfarir á árinu, endaði í 3. sæti stigalista GSÍ í sínum flokki og varð Íslandsmeistari í holukeppni GSÍ. Zuzanna tók þátt í landsliðsverkefnum á árinu og hefur sýnt að hún er afrekskylfingur framtíðarinnar. Zuzanna hefur sýnt fram á mikla elju og dugnað við sína golfiðkun, sýnt fádæma góðan árangur síðustu árin og er vel að þessum titli komin.“  


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2015 | 16:45

GO: Ingi Þór endurkjörinn formaður

Aðalfundur Golfklúbbsins Odds fór fram í gærkvöldi, 8. desember í golfskálanum við Urriðavöll. Ingi Þór Hermannsson var endurkjörinn formaður GO en hann tók við formennsku í klúbbnum árið 2009. Stjórn GO var endurkjörin til áframhaldandi setu á aðalfundinum. Ingi Þór þakkaði félögum traustið og sagði mjög spennandi tíma framundan í starfi Golfklúbbsins Odds. Minntist hann þar sérstaklega á að Evrópumót kvennalandsliða fer fram á Urriðavelli á næsta ári sem er mikill heiður fyrir Golfklúbbinn Odd og golfhreyfinguna á Íslandi. Það verður eitt stærsta verkefni sem Golfklúbburinn Oddur hefur tekið að sér. Þörf á stækkun golfvalla á höfuðborgarsvæðinu Jafnframt greindi Ingi Þór félagsmönnum frá framvindu mála varðandi stækkun Urriðavallar í 27 Lesa meira