Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2015 | 20:00

Golfgrín á laugardegi

Teymi fornleifafræðinga hafði verið í leiðangri djúpt í Amazon frumskóginum svo mánuðum skipti og höfðu þeir þurft að brjóta sér leið í gegnum þykkan undirgróðurinn til þess að komast að rannsóknarviðfangsefninu Týndu Borginni. Þeir urðu því ekkert smá hissa þegar þeir fundu í miðjum frumskóginum bylgjandi fallegar grasbrautir sem enduðu í kringlóttri flöt með flagstöng.  Hver braut var mislöng þar stystu e.t.v. 50-100 m en þær lengstu allt upp í 500 m.  Í kringlóttri flötinni þar sem flaggtangirnar voru var fullkomin kringlótt hola. Þetta hlaut að vera …. frumstæður golfvöllur. Tilgátur þeirra styrktust þegar þeir fundu helli þar rétt hjá með hellamyndum af frumbyggjum sem sveifluðu einhverju sem líktist frumstæðum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2015 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Sveinsson – 12. desember 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Benedikt Sveinsson. Benedikt er fæddur 12. desember 1994 og á því 21 árs afmæli í dag. Benedikt er afrekskylfingur í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og núverandi klúbbmeistari Keilis, sem fór m.a. holu í höggi í meistaramótinu!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Benedikt Sveinsson (21 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Shirley Englehorn, 12. desember 1940 (75 ára); Philip Parkin, 12. desember 1961 (54 ára); Deane Pappas, 12. desember 1967 (48 ára); Ryuichi Oda, 12. desember 1976 (39 ára); Joanne Clingan, 12. desember 1978 (37 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2015 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Paz Echeverria (1/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015 og lauk því fyrir tæpri viku. Mótið fór venju skv. fram LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu  í 45. sæti eða jafnar í því sæti hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan.  Verða þær allar kynntar og byrjað á þeim 7 sem voru svo heppnar að hljóta einhvern þátttökurétt á þessari sterkustu kvengolfmótaröð í heiminum þ.e. þeim Paz Echeverria frá Chile; Hönnuh Collier Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2015 | 12:00

Hversu miklu varði Rory í trúlofunarhring sinnar heittelskuðu?

Rory McIlroy er einn af ríkustu íþróttamönnum heims og svo virðist að hann hafi látið trúlofunarhringinn tala þegar kom að því hversu mikið honum þætti til sinnar heitelskuðu og nýtrúlofuðu Ericu Stoll koma.   Golf 1 var fyrsti golffréttamiðillinn hér á landi sem greindi frá trúlofun þeirra Rory og Ericu. Sjá með því að SMELLA HÉR:  og með því að SMELLA HÉR:  Nú hafa Rory og Erica staðfest gleðifréttirnar í sl. viku þegar fréttamenn sáu demantahlunk á hendi Ericu. Hringurinn er metinn á  €600,000 (u.þ.b. 85 milljónir íslenskra króna) – sem er tvöfalt hærri fjárhæð en Rory varði á sínum tíma í trúlofunarhring sem hann gaf Caroline Wozniacki. Caroline fékk 4 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2015 | 10:00

Asíutúrinn: Sordet efstur – Donaldson í 2. sæti e. 3. dag Thai Golf Championship

Sordet? Það nafn hringir væntanlega engum bjöllum eða er bara fjarlægur bjölluómur í hugum flestra golfaðdáenda. En það er franski kylfingurinn Clement Sordet sem er að lifa æskudraum sinn um að landa efsta sætinu í stóru golfmóti. Sordet er nú efstur í Thai Golf Championship, móti vikunnar á Asíumótaröðinni framar þekktari köppum á borð við Jamie Donaldson frá Wales, sem er í 2. sæti; Lee Westwood, sem er í 3. sæti; An frá Kóreu sem er í 4. sæti og Kaymer og Sergio Garcia sem deila 5. sætinu. Sordet er búinn að spila á samtals 16 undir pari, 200 höggum (71 66 63) og á 2 högg á næsta mann Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2015 | 09:00

GK: Arnar endurkjörinn formaður

Fjörutíu félagar mættu á aðalfund Keilis sem haldinn var í golfskálanum 10. desember s.l., en Jón Albert Marinósson stýrði fundinum af mikilli röggsemi. Helstu rekstrarniðurstöður voru að hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 21.3 m.kr og hagnaður ársins nam 7 m.kr. Félögum fjölgaði svo á milli ára um 59, aðallega í hópi yngstu iðkenda. Hér má sjá ársskýrsluna og reikninga með því að SMELLA HÉR: Stjórn Keilis var eftirfarandi kjörin fyrir árið 2016: Formaður: Arnar Atlason Fyrir í aðalstjórn: Guðmundur Óskarsson og Ellý Erlingsdóttir Aðalstjórn til tveggja ára: Davíð Arnar Þórsson, Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir og Daði Janusson Aðalstjórn til eins árs: Sveinn Sigurbergsson


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2015 | 08:30

PGA: Berger og Hoffman efstir e. 2. dag á Franklin Templeton Shootout

Það eru þeir Daniel Berger og Charley Hoffman sem leiða á Franklin Templeton Shootout e. 2. keppnisdag. Berger og Hoffman eru samtals búnir að spila á 20 undir pari. Þeir hafa 1 höggs forystu á annars vegar þá Jason Dufner og Brandt Snedeker og hins vegar Harris English og Matt Kuchar, en þeir hafa spilað á samtals 19 undir pari. Í 4. sæti eru síðan Hunter Mahan og Billy Horschel. Til þess að sjá stöðuna á Frankin Templeton Shootout SMELLIÐ HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2015 | 08:00

GB: Anton Elí hlaut háttvísibikar

Aðalfundur Golfklúbbs Borgarness var haldinn að Hótel Hamri miðvikudaginn 9. desember. Stjórn GB var kjörin þannig að hana skipa Ingvi Árnason, formaður, Björgvin Óskar Bjarnason, Margrét K Guðnadóttir, Guðmundur Daníelsson og Jón Haraldsson. Formaður fór yfir skýrslu stjórnar og starf klúbbsins, gjaldkeri fór yfir reikninga GB fyrir liðið rekstrarárið. Rekstur GB gekk mjög vel rekstrarárið 2015 og var veltan 45.7 mkr. samanborið við tæpar 41.0 mkr. árið 2014 . Rekstrargjöld voru rúmar 27.5 mkr. samanborið við rúmar 40.7 mkr. árið 2014. Rekstrarhagnaður klúbbsins var því 18.2 mkr. fyrir fjármagnsliði og afskriftir. Inn í rekstrartekjur má þó reikna fyrirfram greiddar tekjur (styrk+leigu) næsta árs að upphæð 7.4 mkr. Allur hagnaður ársins Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2015 | 18:00

Afmæliskylfingar dagsins: Ólafur Már og Húbert – 11. desember 2015

Afmæliskylfingar dagsins eru Ólafur Már Sigurðsson og Húbert Ágústsson. Ólafur Már er fæddur 11. desember 1978 og er því 37 ára í dag. Hann varð m.a. klúbbmeistari Golfklúbbs Reykjavíkur 2013. Húbert er fæddur 11. desember 1973 og á því 42 ára  afmæli. Hann er í Golfklúbbi Vatnsleysustrandar. Komast má á facebook síðu Húberts hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið: Húbert Ágústsson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Bradley Dub Bryant, 11. desember 1954 (61 árs); David Iwasaki-Smith, 11. desember 1959 (56 ára); Jean-Louis Lamarre, 11. desember 1959 (56 ára); Danny Mijovic, 11. desember 1960 (55 ára); Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2015 | 17:00

Minnisstæð högg 2015 með öllum kylfum í pokanum

Golffréttapenninn Doug Ferguson hjá Morning Call skrifar flotta grein sem ber titilinn „Memorable shots with every club in the bag.“ Hér fer grein hans í lauslegri íslenskri þýðingu, en þeir sem vilja fremur lesa greinina á ensku SMELLIÐ HÉR:  Jordan Spieth sló með 3-tré af 281 yarda færi. Zach Johnson átti pútt, sem fór 30 fet. Bæði höggin lönduðu risatitlum. Hver kylfa í pokanum á sögu að segja á árinu 2015, en það ár var ár stórra sigra á PGA Tour, bylmingshögga og brjálæðiskasta sem golfið laðar fram í jafnvel færustu kylfingu.  Þannig að hér verður litið um öxl á sumt af efntirminnilegustu höggunum, þar sem við sögu koma allar Lesa meira