Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2015 | 08:00
Ólafía á 69 höggum – Valdís á 72 e. 2. dag í Marokkó!

Þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL keppa á lokaúrtökumótinu til þess að komast inn á LET, Evrópumótaröð kvenna. Aðeins 1 íslenskur kvenkylfingur hefir leikið á mótaröðinni en það er Ólöf María Jónsdóttir. Á lokaúrtökumótinu er keppt um 30 efstu sætin sem tryggja þátttöku- og keppnisrétt á LET. Lokaúrtökumótið fer fram á tveimur glæsilegum golfvöllum í Marrakech í Marokkó: Amelkis og Samanah. Leiknir eru 5 hringir og skorið niður eftir 4. hring en aðeins helmingur keppenda 60 kvenkylfingar fá að keppa um efstu 30 sætin. Eftir 2. keppnisdag hefur Ólafía Þórunn spilað á samtals 1 undir pari, 143 höggum (74 69) og er sem stendur T-37, þ.e. jöfn Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2015 | 17:00
Golfkennslumyndskeið sem mest var horft á á GC.com á árinu 2015

Golf Channel (GC.com) hefir tekið saman lista yfir þau golfkennslumyndskeið sem voru vinsælust árið 2015. Vinsælustu golfkennslumyndskeiðin á GC.com 2015 má sjá með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2015 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Sævar Pétursson – 19. desember 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Sævar Pétursson. Hann er fæddur 19. desember 1974 og á því 41 árs afmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Sævars til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Saevar Petursson (41 árs afmæli – Innilega til hamingju!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Arnheiður Ásgrímsdóttir, 19. desember 1956 (59 ára); Rick Pearson, 19. desember 1958 (57 ára); Chris Greatrex, 19. desember 1963 (52 ára); Lorie Kane, 19. desember 1964 (51 árs); Sigfús Örn Óttarsson, 19. desember 1967 (48 ára)Wendy Miles, 19. desember 1970 (45 ára); Davíð Már, 19. desember 1980 (35 ára) …. og ….. Gaflarinn Hellisgerði (65 ára) Golf 1 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2015 | 14:00
Ian Poulter svarar Rio Ferdinand eftir að hann tvítaði skrítið komment til Rory

Ian Poulter er ekki ánægður með Rio Ferdinand eftir að fyrrum Manchester United varnarmaðurinn notaði nafn hans í skrítnu tvíti til Rory McIlroy. Ferdinand var að hrósa nýja UFC fjaðurvigtarmeistaranum Conor McGregor fyrir blaðamannafund sem hann hélt fyrir slag sinn þ.e. UFC 194 við Jose Aldo. Rio var með vídeo af Íranum og fékk þessi viðbrögð frá Rory McIlroy: „Imagine a golf press conference like this“ (Lausleg þýðing: Ímyndaðu þér golfblaðamannafund eins og þennan.“ Ferdinand svaraði Rory – sem er búin að vera aðdáandi United allt sitt líf – að hann gæti verið með svona blaðamannafund líka og notað Ian Poulter sem andstæðing sinn. Poulter var ekkert allt of hress með þetta og tvítaði: Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2015 | 08:00
Paul Lawrie hlýtur PGA Recognition Award

Paul Lawrie hlaut the PGA Recognition Award á árlegri styrktarsamkomu í Grosvenor House Hotel, í London. Verðlaunin hlýtur hann fyrir frábæran golfferil sinn þar sem hann vann m.a. Opna breska og einnig fyrir störf sín eftir að golfferlinum lauk en hann hefir gefið svo mikið tilbaka til golfsins m.a. með stofnun sjóðs sem styrkir unga og upprennandi kylfinga. Eins kemur Lawrie almennt mikið að uppbyggingu barna-og unglingastarfs golfsins. „Mér er heiður að hljóta PGA’s Recognition Award og ég er stoltur af því að vera félagi (í PGA)“ sagði Lawrie, en þeir sem hlotið hafa verðlaunin á undan honum eru m.a. Seve Ballesteros, Colin Montgomerie og núverandi fyrirliði Ryder Cup liðs Evrópu, Darren Clarke.“ „Ég hóf feril Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 18. 2015 | 20:15
Rory hrósar „róandi nærveru“ heitkonu sinnar Ericu Stoll

Rory McIlroy hefir hrósað róandi nærveru (ens.: the calming presence) heitkonu sinnar Ericu Stoll. Sumir fréttamiðlar eru einfaldlega á eftir með fréttirnar eða virðast ekki meðtaka að Rory ER trúlofaður Ericu Stoll og það hafa verið tekin viðtöl við hann þess efnis. Reyndar talaði hann í fyrsta skiptið um það í löngu viðtali nú nýlega og játti því að Erica hefði tekið bónorði sem hann bar upp í París fyrr í mánuðnum (4. desember 2015). Öfugt við fyrri heitkonu sína Caroline Wozniacki, hefir Erica aldrei sóst eftir kastljósi fjölmiðla. „Erica hefir mikið verið með mér í mótum en við höfum bara haldið þessu á lágu nótunum,“ sagði Rory. „Hún er Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 18. 2015 | 19:45
Spiranac hætt við að hætta

Paige Spiranac hlaut slæma útreið á Omega Dubai Ladies Masters. Henni var boðið þangað af styrktaraðilum en hún á 500.000 fylgjendur á Instagram, sem er meira en flestir kvenatvinnukylfingar. Var vonin að hún myndi vekja athygli a´mótinu sem henni tókst og vel það! Margir töldu að hún væri bara þar vegna útlitsins og verðskuldaði ekki að keppa meðal einhverra bestu kvenkylfinga heims. Spiranac reyndi sitt besta en komst ekki í gegnum niðurskurð og varð í 101. sæti af 107 í keppninni. Hún var niðurbrotin að leikslokum og sagðist ætla að taka sér hlé frá því að pósta myndum af sér á Instagram og þegar hún var hvað lægst niðri sagðist Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 18. 2015 | 19:30
Juli Inkster verður fyrirliði liðs Bandaríkjanna í Solheim Cup 2017

Nú fyrir skemmstu var tilkynnt að Juli Inkster verði að nýju fyrirliði Solheim Cup liðs Bandaríkjanna. Næst verða hún og lið hennar á heimavelli í Des Moines (Iowa) Golf and Country Club 2017. Juli var fyrirliði liðs Bandaríkjanna í sögulegum sigri í St. Leon Rot klúbbnum í Þýskalandi nú fyrr í haust s.s. mörgum er í fersku minni. Þetta er í 4. sinn sem fyrirliði í Solheim Cup fær að gegna hlutverkinu tvívegis en hinn tilvikin eru eftirfarandi: Patty Sheehan var fyrirliði 2002 og aftur 2003. Judy Rankin (1996-98) og Kathy Whitworth (1990-92). Juli Inkster hefndi ófaranna í Colorado 2013 þegar Bandaríkjastúlkurnar töpuðu á heimavelli í verstu útreið sem bandarískt lið í Solheim Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 18. 2015 | 19:00
Fín byrjun hjá Valdísi í Marokkó

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir GL hófu í morgun keppni í úrtökumóti á lokastigi fyrir keppnisrétti á evrópsku mótaröð kvenna sem fram fer í Marókkó. Valdís Þóra byrjar vel og er í 25. – 34. sæti eftir fyrsta keppnisdag. Hún lék fyrsta hringinn á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari og er í góðri stöðu. Valdís var í fuglastuði í dag og fékk alls sjö fugla en fimm skolla. Hún var jafnframt nálægt því að fara holu í höggi á 13. holu Amelkis vallarins. Valdís er þremur höggum á eftir efstu kylfingum en besta skor dagsins var 67 högg eða fimm högg undir par. Staðan í Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 18. 2015 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Shin Ae Ahn —— 18. desember 2015

Afmæliskyfingur dagsins er Shin Ae Ahn frá Suður-Kóreu. Shin fæddist 18. desember 1990 og er því 25 ára í dag. Hún vakti verðskuldaða athygli á Evían Masters mótinu, í Évian-Les-Bains, í Frakklandi, 2011. Þessi geðþekka, unga stúlka frá Suður-Kóreu deildi efsta sætinu þar með sér reyndari og þekktari kvenkylfingum, flesta dagana, sem mótið fór fram (m.a. Karen Stupples og Mariu Hjorth) og gekk mun betur en heimsþekktum kvenkylfingum, (s.s. Paulu Creamer, Cristie Kerr og Yani Tseng.) Shin Ae Ahn spilaði fyrsta tímabilið sitt á KLPGA árið 2009 og átti mjög gott ár sem nýliði. Hún var 4 sinnum meðal 10 efstu og var í 21. sæti á peningalistanum í Suður-Kóreu. Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

