Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2015 | 18:45
Lee Westwood nr. 50 á heimslistanum – Rétt kemst inn á Masters

Skv. síðasta heimslista ársins, sem enn á eftir að birta eru 15 leikmenn sem komast á Masters risamótið á grundvelli listans, en þ.á.m. er Lee Westwood, sem rétt sleppur inn; en hann verður í 50. sætinu! Westwood var T-2 í Thailand Golf Championship og var búinn að sópast af topp-50 en starfsmenn heimslistans segja að hann muni verða í 50. sæti á lokalista ársins. Þar með sparkar hann út Chris Kirk en hann hefir þegar áunnið sér rétt til að spila í mótinu vegna sigurs síns á Colonial. Þeir sem boðið er í Masters mótið komast þar inn á grundvelli ýmissa skilyrða m.a. þess að hafa veirð í topp-50 á heimslistanum. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2015 | 18:12
Sjáið Poulter lenda á tré á skíðum! Myndskeið

Að vera góður í golfi þýðir ekki endilega að viðkomandi sé góður á skíðum. Þetta tvennt fer ekki endilega saman! Það sést glögglega þegar Twittersíða Ian Poulter er skoðuð. Þar hefir hann póstað myndskeiði þar sem hann rennur sér á skíðum og beint inn í tré! Skrambans! Hér má sjá myndskeiðið af skíðaóhappi Poulter SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2015 | 18:00
GS: Skötuveisla á Þorláksmessu

Á Þorláksmessu verður haldin skötuveisla hjá Golfklúbbi Suðurlands (GS). Sjá má nánari upplýsingar um skötuveisluna með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2015 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Thorbjørn Olesen – 21. desember 2015

Afmæliskylfingur dagsins er danski kylfingurinn Thorbjørn Olesen. Thorbjørn er fæddur í Furesø, Danmörku 21. desember 1989 og á hann því 26 ára afmæli í dag. Hann gerðist atvinnumaður, 2008, aðeins 18 ára. Hann varð í 4. sæti strax á 1. keppnistímabili sínu á Nordea mótaröðinni, 2009, þar sem hann vann 3 mót og fékk þar með kortið sitt á Áskorendamótaröð Evrópu 2010. Það sumar, í júlí 2010, vann hann fyrsta mót sitt á Áskorendamótaröðinni, The Princess, sem haldið var í Svíþjóð. Hann varð nr. 3 á stigalista Áskorendamótaraðarinnar og hlaut þar með kortið sitt á Evrópumótaröðinni, 2011. Í desember 2010 varð Olesen í 2. sæti á Alfred Dunhill Championship, fyrsta Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2015 | 14:30
Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Jean Reynolds (3/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Verða þær allar kynntar og byrjað á þeim 7 sem voru svo heppnar að hljóta einhvern þátttökurétt á þessari sterkustu kvengolfmótaröð í heiminum þ.e. þeim Paz Echeverria frá Chile; Hönnuh Collier frá Bandaríkjunum; Jean Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2015 | 12:15
Tiger verður að borga Elínu $54,5 milljónir f. 15. jan n.k.

Golfgoðsögnin Tiger Woods verður að borga sinni fyrrverandi Elinu Nordegren $54.5 milljónir fyrir 15. janúar 2016. Ef hann getur ekki komið upp með handbært fé á þeim tíma gæti hann misst heimili sitt á Jupiter Island í Flórída. Skv. skilnaðarskilmálum samþykkti Tiger að greiða Elínu $110 milljónir yfir 6 ára tímabil. Nú er tíminn hér um bil liðinn og Tiger skuldar Elínu enn $54.5 milljónir. Húsið á Jupiter Island er undir vegna þess að Elín á 1. veðrétt í húsinu. En flestir eru þó á því að Tiger geti snarað út $ 54.5 milljónir (þetta er verðlaunafé fyrir 1. sæti á PGA Tour í svona 25 mótum og Tiger hefir nú ekki verið Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2015 | 11:15
Ólafía og Valdís T-41 e. 3. dag – Valdís byrjar illa en Ólafía fikrar sig upp á við á 4. hring

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL þurfa að eiga frábæran hring í dag til þess að eiga möguleika á að vera meðal efstu 30 eftir lokahring lokaúrtökumótsins fyrir Evrópumótaröð kvenna (LET = Ladies European Tour). Eftir 3. keppnisdag deila þær 41. sætinu og verða að berjast til þess að halda sér meðal þeirra 60 sem fá að spila um 30 efstu sætin og helst bæta sig í dag! Ólafía Þórunn lék 3. hring á 1 yfir pari, 73 höggum og er því samtals á parinu eftir 3 leikna hringi (74 69 73). Valdís Þóra lék 3. hring á 2 yfir pari, 72 höggum og var því einnig Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2015 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Jennifer Song —— 20. desember 2015

Það er Jennifer Song sem er afmæliskylfingur dagins. Hún fæddist 20. desember 1989 í Ann Arbor, í Michigan og er því 26 ára í dag. Hún komst á LPGA í gegnum góðan árangur sinn á Futures Tour 2010 og var 2011 því fyrsta árið hennar á túrnum. Árið 2009 sigraði hún bæði í US Women´s Amateur Public Links og US Women´s Amateur. Hún er 4. kylfingurinn í sögunni til þess að sigra bæði mótin og aðeins önnur af 2 kylfingum til þess að sigra bæði mót sama árið. Song ólst upp í Suður-Kóreu en fluttist með foreldrum sínum til Bandaríkjanna og er í dag með tvöfaldan ríkisborgararétt. Í Kóreu var Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2015 | 12:30
Steve Williams segir bannið á löngu pútterunum muni skaða golfið

Kaddýinn frægi Steve Williams frá Nýja-Sjálandi er ákveðinn að bannið á löngu pútterunum muni aðeins skaða golfið – og það er ekki aðeins vegna þess að vinnuveitandi hans (Adam Scott) notaði slíkan. Williams segir að þeir sem munu verða fyrir mesta tjóninu vegna bannsins séu almennu klúbbkylfingarnir eða þeir sem spila sér til gamans. Bannið gegn löngum pútterum (svokölluðum Belly putters og Anchored putters á ensku) gengur í gildi 1. janúar 2016. „Þetta mun hafa áhrif á gleði fólks og kylfingar gætu endurskoðað hvort þeir vilja halda golfleiknum áfram,“ sagði Williams. „Ég þekki t.a.m. þó nokkuð af eldri kylfingum sem eru á eftirlaunum og nota langa púttera til þess að Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2015 | 09:00
Spieth heiðursfyrirliði The Cowboys

Jordan Spieth er nú kominn í jólafrí frá golfinu. Hann leit inn í AT&T Stadium í gær, laugardaginn 19. desember, til þess að horfa á Dallas Cowboys (liðið hans) spila á móti the New York Jets. The Cowboys gerðu hann að heiðursfyrirliða. Þannig að Spieth klæddi sig í búning the Cowboys og fékk að taka þátt í því þegar peningi var kastað upp fyrir leikinn um hvort liðið ætti að byrja. Á félagsmiðlunum tvítaði Golf on CBS síðan eftirfarandi skilaboðum „Spieth in the House.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

