Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Daníel Chopra – 23. desember 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Daníel Chopra. Daniel Samir Chopra fæddist 23. desember 1973 í Stokkhólmi og á því 42 ára afmæli í dag!!! Hann á sænska móður og indverskan föður og fluttist 7 ára til Indlands, þar sem hann ólst upp hjá föðurforeldrum sínum. 14 ára sigraði hann All-India Junior Golf Championship. Árið 1992 gerðist Chopra atvinnumaður í golfi. Á árunum 1996 til 2002 spilaði hann á Evróputúrnum og náði stundum ekki að endurnýja kortið sitt, en árið 2004 komst hann á PGA Tour. Árið 2007 vann hann fyrsta mót sitt á PGA Tour þ.e Ginn sur Mer Classic í Tesoro. Eftir tvö önnur PGA Tour mót náði hann að sigra Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2015 | 12:45

Sjáið glæsilegt chipp Obama – Myndskeið

Barack Obama, Bandaríkjaforseti er nú kominn í frí á Hawaii og er tekinn til við uppáhaldsiðju sína … að spila golf. Hann setti niður glæsichipp af 40 feta (u.þ.b. 14 metra færi).  Mjög svalt. Það hlýtur að vera meiriháttar að vera Obama, bæði er hann valdamesti maður heims … og spilar þ.a.l. golf á öllum flottustu völlunum. Hér má sjá þetta glæsichipp Obama SMELLIÐ HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2015 | 19:55

Ólafía Þórunn: „Þetta var rosalegt …“

Ólafía Þórunn skrifaði á facebook síðu sína: „Þetta var ROSALEGT!!! Takk kærlega allir sem eru búnir að vera að senda mér skilaboð, ég kemst hreinlega ekki yfir allt þetta! Ég átti frábæran dag út á golfvelli í dag, 18 hittar flatir takk fyrir kærlega og alltaf hársbreidd frá í púttunum. Ég er ótrúlega ánægð og trúi eiginlega ekki að ég sé komin á Evrópumótaröðina í golfi 2016!!! Endaði Q-school í 25.sæti, -4 samtals og lokahringur 69. Það eru margir frábærir aðilar sem hafa hjálpað mér að komast hingað. Fyrst og fremst vil ég þakka Jon Zadek fyrir að vera á pokanum og hjálpa mér með master game plan. Svo auðvitað Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2015 | 18:00

Ólafía Þórunn komst á Evrópumótaröðina 2. íslenskra kvenkylfinga!!!! Lék lokahringinn á glæsilegum 69 höggum!!!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, tryggði sér keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna, Ladies European Tour (skammst.: LET). Hún er 2. íslenski kvenkylfingurinn, sem hefir afrekað það, eftir 5 erfiða hringi á lokaúrtökumóti í Marokkó. Þar var spilað á tveimur keppnisvöllum: Samanah vellinum og Amelkis vellinum. Ólafía Þórunn lék samtals á 4 undir pari, 356 höggum (74 69 73 71 69). Sjá má lokastöðuna á lokaúrtökumóti LET í Marokkó með því að SMELLA HÉR:  Lokahringurinn var leikinn á Samanah vellinum og þar náði Ólafía Þórunn öðru glæsiskori sínu í mótinu og lægsta hring í mótinu 3 undir pari, 69 höggum, en hún fékk 4 fugla og 1 skolla og hafnaði jöfn öðrum í 25. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Aðalsteinsdóttir – 22. desember 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Kristín Aðalsteinsdóttir. Kristín er fædd 22. desember 1972. Kristín er í Golfklúbbi Setbergs. Kristín hefir spilað víða erlendis m.a. á Spáni og í Golfclub Ozo í Lettlandi. Með fullu starfi hjá Hópbílum þjálfar Kristín 5. flokk stelpna í handbolta hjá ÍR. Kristín er gift Val Benedikt Jónatanssyni og eiga þau 2 börn: Hrafnhildi Völu, 12 ára og Gísla Hrafn, sem varð 9 ára fyrir 3 dögum síðan (Til hamingju Gísli Hrafn!!!) Komast má á facebook síðu Kristínar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Kristín Aðalsteinsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Charles Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2015 | 12:00

Fimm sem töpuðu stórt e. að hafa verið í forystu f. lokahring 2015

Það að sigra ekki í móti eftir að hafa verið í forystu fyrir lokahringinn í 3-4 daga móti er ekkert nýtt eða óþekkt í golfi. Það voru þó fimm kylfingar/lið kylfinga, sem töpuðu sérlega stórum mótum eða klaufalega eftir að hafa haft afgerandi forystu fyrir lokahringi á árinu 2015. Hér verða þessi atvik rifjuð upp: 1 Par sem Dustin Johnson (oft nefndur DJ) fékk á lokaholu Opna bandaríska þar sem hann ÞRÍPÚTTAÐI varð til þess að hann varð af sigri á fyrsta risamóti sínu. 2  Martin Kaymer var með 6 högga forystu fyrir lokahring Abu Dhabi HSBC Golf Championship og fáum grunaði annað en að auðveldur sigur væri í nánd fyrir þennan Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2015 | 10:00

Sjáið Oliver Wilson setja niður fleygjárnshögg m/ 1 hendi – Myndskeið

Oliver Wilson setti niður fleygjárnshögg með 1 hendi. Sjá má myndskeið af því með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2015 | 09:45

GK: Skötuveisla á morgun!

Hin árlega skötuveisla verður haldin í golfskála Keilis á Þorláksmessu, 23. desember 2015, til styrktar unglinga- og afreksstarfi. Boðið verður upp á hádegismat í tveimur hópum kl.11:30 og kl.12:30. Vinsamlegast takið fram við bókun hvora tímasetninguna er óskað eftir. Á boðstólnum er kæst skata fyrir byrjendur og lengra komna, saltfiskur og allt sem þarf til að koma þér í jólaskapið. Frítt kaffi en aðrir drykkir seldir á staðnum. Húsið er opið öllum meðan húsrúm leyfir. Miðaverð 3.200 kr. Vinsamlegast bókið tíma í síma Hraunkots 565 33 61 eða á hraunkot@keilir.is Gleðileg Jól unglinga- og afreksstarf Keilis.


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2015 | 22:45

GP: Bára M. Pálsdóttir fallin frá

Bára Margrét Pálsdóttir, kylfingur frá Patreksfirði er fallin frá.  Bára var fædd 4. febrúar 1953. Bára Margrét var góður kylfingur. Hún varð t.a.m. í 2. sæti í Vestfjarðamótinu 2004. Hún var í sveit GP sem keppti í sveitakeppnum GSÍ.  Bára varð T-2 í Sjávarútvegsmótaröðinni 2009. Bára Margrét sigraði í Íslandssögumótinu s.l. sumar s.s. Golf 1 greindi frá og sjá má með því að SMELLA HÉR:  Eiginmaður Báru var Ólafur Magnússon, sem lést 2008 en hann var einnig mikill kylfingur, en þau hjón hófu golfleik 1996. Banamein Báru Margrétar var lungnakrabbamein. Hún vakti m.a. athygli á seinagangi í heilbrigðiskerfinu og aðstöðumun þeirra sem búa á landsbyggðinni þegar kemur að aðgangi að heilbrigðiskerfinu. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2015 | 22:00

Asíutúrinn: Tabuena sigraði

Það var heimamaðurinn Miguel Tabuena sem sigraði á Opna filipseyska, sem var mót s.l. viku á Asíutúrnum og lauk nú um helgina. Vegna fellibyls var mótið stytt í 3 hringi. Tabuena lék á samtals 14 undir pari, 202 höggum (67 69 66). Scott Barr frá Ástralíu var í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir. Til þess að sjá lokastöðuna á Opna filipseyska SMELLIÐ HÉR: