Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Martin Kaymer —— 28. desember 2015

Það er nr. 27 á heimslistanum, þýski PGA risamótstitilshafinn Martin Kaymer, sem er afmæliskylfingur dagsins. Kaymer fæddist 28. desember 1984 í Düsseldorf í Þýskalandi og á því 31 árs afmæli í dag! Hmm… árið í ár hefir ekki verið Kaymer nógu gott – hann hefir m.a. hrunið niður heimslistann var í 12. sæti fyrir ári síðan sem sé fall um 15 sæti og vonandi að 2016 reynist Kaymer betur.  Hins vegar mætti nefna að í árslok 2013 var Kaymer í 39. sæti heimslistans þannig að oddatöluárin virðast reynast honum illa. Martin Kaymer átti hins vegar glæsiár, árið 2014 og margt sem gerðist það ár í lífi hans. Eftirminnilegur er stórglæsilegur Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2015 | 14:00

Hvernig Rory vinnur sér inn og ver milljónum sínum – Myndskeið

Þeir hjá Business Insider hafa tekið saman myndskeið um hvernig nr. 3 á heimslistanum, Rory McIlroy, vinnur sér inn og ver síðan milljónum sínum. Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2015 | 13:00

Lydia Ko skemmti sér á Psy tónleikum í Kóreu

Lydia Ko er besti kylfingur heims, en hún er jafnframt bara táningur ennþá og stundum lætur hún eftir sér að partýast eins og einn slíkur. Hin 18 ára Ko fór á tónleika með Psy í Kóreu, sem heimsfrægur varð 2012 fyrir smellinn sinn Gangnam Style. Rifja má Gangnam Style upp fyrir þá sem ekki muna með því að SMELLA HÉR: Á Instagram sagði Ko að hún hefði „sungið, öskrað, dansað og hoppað úr sér líftóruna,“ á konsertnum, sem var í 2 1/1 tíma en síðan bætti Psy við 1 1/2 tíma, þar sem allir skemmtu sér svo vel!!! Jamms, stundum þarf bara að slappa af frá golfinu; hvort heldur er Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2015 | 12:00

LET: Aditi Ashok sigraði á lokaúrtökumótinu – Kynning á nýju stúlkunum á LET 2016!

Líkt og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „nýju“ stúlkurnar á LET. Í ár verða það sko sérstök gleðiskrif því meðal þeirra 31, sem hlutu fullan þátttökurétt á næststerkustu kvenmótaröð heims er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR. Það voru aðeins 30 efstu og þær sem jafnar voru í 30. sæti sem hlutu fullan keppnisrétt á Ladies European Tour eða Evrópumótaröð kvenna eins og hún nefnist á okkar ilhýra. Alls voru 31 sem hlutu fullan keppnisrétt og þurfti að vera á samtals heildarskori upp á 3 undir pari eða betur til þess að komast í gegn.  Ólafía Þórunn var á 4 undir pari og því ekki meðal þeirra 4 sem deildu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2015 | 07:00

GSS: Íþróttamaður Skagafjarðar 2015 útnefndur

Í gær, 27. desember 2015, var íþróttamaður Skagafjarðar útnefndur í hófi á vegum UMSS í húsi frítímans á Sauðárkróki. Tilnefningar voru frá öllum aðildarfélögum UMSS og einnig fengu ungir og efnilegir íþróttamenn viðurkenningar. Frá Golfklúbbi Sauðárkróks fengu Telma Ösp Einarsdóttir og Hákon Ingi Rafnsson viðurkenningar í flokki ungra og efnilegra íþróttamanna. Arnar Geir Hjartarson var tilnefndur í kjöri íþróttamanns Skagafjarðar fyrir árið 2015. Þá fékk karlasveit Golfklúbbsins viðurkenningu í flokknum lið ársins og Jón Þorsteinn Hjartarson PGA golfkennari fékk viðurkenningu í flokknum þjálfari ársins. Íþróttamaður Skagafjarðar árið 2015 var kjörin Þóranna Sigurjónsdóttir frjálsíþróttkona úr Tindastóli. Gofl 1 óskar þeim sem viðurkenningar hlutu í Golfklúbbi Sauðárkróks, sem og Íþróttamanni Skagafjarðar hjartanlega til Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2015 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Árni Páll Hansson – 27. desember 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Árni Páll Hansson. Árni Páll er fæddur 27. desember 1968 og á því 47 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Árni Páll Hansson, GR (47 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sherri Steinhauer, 27. desember 1962 (53 ára); Matthew Zions, 27. desember 1978 (37 ára); Helena Callahan, 27. desember 1986 (29 ára) ….. og ….. Júlíana Kristný Sigurðardóttir (17 ára) Unnar Geir Einarsson (21 árs) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2015 | 13:45

Hugarfarið breyttist þegar Íslandsmeistarinn Signý Arnórsdóttir eignaðist soninn Styrmi – viðtal úr 5. tbl. Golf á Íslandi 2015

„Ég er með Íslandsmeistarabikarinn hérna úti í gluggakistu og horfi á hann á hverjum degi. Ég er alveg jafnánægð með titilinn í dag og ég var í júlí á Akranesi. Samt líður mér aðeins öðruvísi, þetta er raunverulegra í dag en þá, ég var ekki alveg búinn að meðtaka að ég væri Íslandmeistari skömmu eftir að mótinu lauk,“ segir Signý Arnórsdóttir í samtali við Golf á Íslandi þegar hún var innt eftir því hvort hún þurrki af Íslandsmeistarabikarnum daglega og rifji upp góðar stundir frá Garðavelli. Sigur Signýjar kom nokkuð á óvart þar sem hún eignaðist barn í upphafi ársins 2015 og hafði lítinn tíma til þess að æfa. Signý Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2015 | 12:00

Ástæðurnar f. að Juli Inkster var svo frábær fyrirliði á Solheim 2015! – Myndskeið

Juli Inkster er elskuð af liði sínu, 12 af bestu kvenkylfingum heims. En hvert skyldi vera leyndarmálið á bakvið að ná árangri sem fyrirliði kvennaliðs í golfi ?….  sem er verulega frábrugðið að vera fyrirliði karlaliðs. Að sjálfsögðu er Inkster föst fyrir, virðist sem grjótharður klumpur samsettur af keppniskapinu og egóismanum, sem keppnisfólk á æðsta stigi er oft uppfullt af. En hvað þarf meira? Það má sjá í meðfylgjandi myndskeiði um Juli Inkster SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2015 | 10:00

GK: Árgjöld 2016

Á aðalfundi Golfklúbbsins Keilis sem haldinn var 10. desember s.l. var samþykkt fjárhagsáætlun stjórnar klúbbsins. Áætlunin byggir á gjaldskrá sem jafnframt var lögð fram á fundinum. Með hliðsjón af þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum er niðurstaða stjórnar eftirfarandi. Miðað við núverandi aldurssamsetningu félagsmanna, liggur fyrir að fjölga þarf fullgreiðandi félagsmönnum og jafnframt að ná fram fjölgun meðal ungs fólks. Stjórnin samþykkir að aldurshópurinn 27-70 ára greiði fullt gjald. Aðrir aldurshópar greiði hlutfall af fullu gjaldi eins og kynnt var á aðalfundi. Í stað þess að færa aldurshópinn 67-70 ára í fullgreiðandi hópinn strax á árinu 2016 samþykkir stjórnin eftirfarandi aðlögun á næstu þremur árum: 2016 67-70 ára 80% Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2015 | 09:00

Stutta spils strategía Zach Johnson

Zach Johnson þykir einstakur snillingur í stutta spilinu. Sjá má vefsíðu Zach Johnson með því að SMELLA HÉR:  Í viðtali við Golfweek deilir Johnson strategíu sinni í stutta spilinu með okkur. Það var einmitt sú strategía sem Zach notaði þegar hann sigraði Opna breska 2015! Eins hefir Zach sigrað 12 sinnum á PGA Tour og er nú í 13. sæti heimslistans. Sjá má stutta spils strategíu Zach Johnson og nokkrar góðar æfingar fyrir stutta spilið með því að SMELLA HÉR: