Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2016 | 22:30

Fannar Ingi sigraði á sterku unglingamóti í Bandaríkjunum

Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis sigraði á sterku unglingamóti sem fram fór á Palm Springs golfvallasvæðinu í Bandaríkjunum, dagana 2.-3. janúar 2016,  The Junior Honda Classic. Fannar, sem er 17 ára gamall, lék hringina tvo á 147 höggum eða +3 (72-75) og sigraði hann með minnsta mun. Alls tóku 40 keppendur þátt í þessu móti sem fram fór á hinum glæsilega PGA National sem hannaður var af Tom og George Fazio. Árið 1990 endurhannaði Jack Nicklaus völlinn sem er notaður á PGA mótaröðinni þegar Honda meistaramótið fer þar fram. Til þess að sjá lokastöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR:  Glæsileg byrjun á árinu 2016 hjá Fannari Inga og óskar Golf 1 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2016 | 22:15

PGA: Rory og Rosey taka ekki þátt í TOC

Keppni hefst aftur á PGA Tour næsta fimmtudag á Hawaii, þegar keppt er í Hyundai Tournament of Champions (skammst. TOC). Eina leiðin til þess að öðlast þátttökurétt í mótinu er að hafa unnið í einu móta PGA Tour árið áður. Sá sem á titil að verja á TOC er Patrick Reed, sem nú er nr. 10 á heimslistanum, en hann snýr aftur á Plantation völlinn á Kapalua golfstaðnum. Rory, Justin Rose (stundum nefndur Rosey), Jim Furyk og Shane Lowry, sem allir hafa þátttökurétt hafa tilkynnt að þeir muni ekki taka þátt í mótinu. Rory sigraði á WGC-Cadillac Match Play og Wells Fargo Championship, meðan Justin Rose sigraði í New Orleans, Furyk vann á RBC Heritage Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2016 | 22:00

Afmæliskylfingar dagsins: Ragnar Þór Ragnarsson og Guðmundur E. Hallsteinsson – 3. janúar 2016

Afmæliskylfingar dagsins eru Ragnar Þór Ragnarsson og Guðmundur E. Hallsteinsson. Ragnar Þór er fæddur 3. janúar 1971 og á því 45 ára afmæli í dag!!! Ragnar Þór er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Komast má á facebook síðu Ragnars Þórs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Ragnar Þór Ragnarsson (45 ára – Innilega til hamingju með afmæið!!!) Guðmundur Hallsteinsson er fæddur 3. janúar 1956 og á því 60 ára merkisafmæli í dag.  Hann er í Golfklúbbi Öndverðarness (GÖ). Sjá má eldra viðtal Guðmundar við Golf 1 með því að SMELLA HÉR:   Komast má á facebook síðu Guðmundar til þess að óska honum til Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2016 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Céline Herbin (6/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Verða þær allar kynntar og byrjað á þeim 7 sem voru svo heppnar að hljóta einhvern þátttökurétt á þessari sterkustu kvengolfmótaröð í heiminum þ.e. þeim Paz Echeverria frá Chile; Hönnuh Collier frá Bandaríkjunum; Jean Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2016 | 13:00

Heimslistinn: Rickie Fowler varði áramótunum með DJ og Paulinu Gretzky

Bandaríski kylfingurinn Rickie Fowler varði áramótunum með vinum sínum, hjónaleysunum Dustin Johnson og Paulinu Gretzky á Hawaii. Paulina er býsna öfundsverð að hafa varið áramótunum með 2 af vinsælustu kylfingum heims! Rickie Fowler á að baki frábært golfár, þar sem hann vann þrívegis. Tveir af þessum sigrum voru á PGA Tour á THE PLAYERS og Deutschebank Championship og síðan sigraði hann líka á Opna skoska á Evróputúrnum. Fowler hefir náð að festa sig í sessi sem einn af bestu bandarísku kylfingunum á síðasta ári og situr nú í 6. sæti heimslistans á eftir þeim (1) Jordan Spieth, (2) Jason Day, (3) Rory McIlroy, (4) Bubba Watson, og (5) Henrik Stenson. DJ er Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2016 | 12:00

Afmæliskylfingar dagsins: Marólína og Björgvin – 2. janúar 2016

Afmæliskylfingar 2. janúar 2016 hér á Golf 1 eru hjónin Marólína Erlendsdóttir og Björgvin Björgvinsson. Þau eru bæði fædd 2. janúar 1954 og áttu því 62 árs afmæli í gær!!! Þau hjón eru bæði í Golfklúbbi Reykjavíkur og í einu orði YNDISLEG; góðir kylfingar og spilafélagar. Komast má á facebook síðu Marólínu og Björgvins til þess að óska þeim Björgvini til hamingju með daginn þeirra hér að neðan: Marólína Erlendsdóttir, GR og Björgvin Björgvinsson, GR. f. 2. janúar 1954 (62 ára – Innilega til hamingju með daginn ykkar kæru hjón!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Stefán Hrafn Jónsson, 2. janúar 1968 (48 ára);  Börkur Gunnarsson, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2016 | 09:00

Afmæli: Golfklúbburinn Oddur og Golfklúbbur Hornafjarðar – 1. janúar 2016

Afmæli Nýársdags í golfinu í ár á Golf 1 áttu Golfklúbburinn Oddur og Golfklúbbur Hornafjarðar . Komast má á facebook síðu golfklúbbanna sem áttu afmæli í Nýársdag hér að neðan: Golfklúbburinn Oddur 25 ára afmæli facebooksíðu GO – Stofndagur GO er í raun 14. júní 1993! Golfklúbbur Hornafjarðar · 45 ára (GHH var stofnaður Nýársdag 1971). Frægir kylfingar sem áttu afmæli í gær, Nýársdag eru: Mike Sullivan, 1. janúar 1955 (61 árs); Gestur Már Sigurðsson, GK, 1. janúar 1964 (52 ára);  Guðrún Ólöf Þorbergsdóttir, 1. janúar 1964 (52 ára);  Paul Lawrie, 1. janúar 1969 (47 ára), Eysteinn Magnús Guðmundsson 1. janúar 1972 (44 ára);  Baldvin Njálsson, 1. janúar 1988 (28 áraGuðmundur Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2016 | 07:00

Nýjar reglur um bann við löngum pútterum hafa tekið gildi

Einar Örn á RÚV skrifar skemmtilega um reglurnar um bann við löngu pútterunum, sem tók gildi nú um áramótin 2015-2016. Sjá má greinina með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2016 | 08:30

2016 – Ár Ólafíu Þórunnar

Það er óhætt að segja að árið 2016 verður ár Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, GR,  sem ávann sér keppnisrétt á LET, næststerkustu kvenmótaröð í golfi í heiminum. Að öðrum ólöstuðum þá er afrek hennar er að mati Golf 1 stærsta afrek íslensks íþróttamanns á síðasta ári og með ólíkindum að Ólafía Þórunn hafi ekki hlotið titilinn Íþróttamaður ársins 2015! Golfklúbbur Reykjavíkur, Golfsamband Íslands og Forskot afrekssjóður heiðruðu Ólafíu með mótttöku í Laugardalshöll þriðjudaginn 29. desember s.l. Keppnistímabilið hjá Ólafíu Þórunn hefst síðan í febrúar n.k.. Hún mun hefja ferilinn á LET Evrópumótaröðinni á móti sem fram fer á Nýja-Sjálandi og í kjölfarið taka við tvö mót sem fram fara í Ástralíu. Keppnisdagatal Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 31. 2015 | 18:00

Gleðilegt nýtt ár 2016!

Golf 1 óskar lesendum sínum svo og öllum kylfingum og landsmönnum nær og fjær gleðilegs nýs árs 2016, með mörgum gleðistundum í golfi á komandi ári. Golf 1 hefir nú verið starfandi í rúman 51 mánuð, þ.e. 4 ár , 3 mánuði og 6 daga og hafa á þeim tíma birtst um 14000 greinar, en þar af voru um 2700 skrifaðar á s.l. ári, 2015 sem þýðir u.þ.b. 7 greinar um golf að meðaltali á hverjum einasta degi 2015 og 9 greinar að meðaltali hvern einasta dag yfir 4 ára tímabil; sem er mesta fréttamagn á vefsíðu um golf á Íslandi. Kylfingar innanlands, sem og vaxandi fjöldi erlendra kylfinga hafa tekið þessum Lesa meira