Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2016 | 07:30

Evróputúrinn: Töfrahögg Lowry valið högg ársins!

Það var töfra-fleygjárnshögg Shane Lowry, á WGC Bridgestone Invitational, sem valið var högg ársins 2015 á Evrópumótaröðinni. Sjá má höggið góða með því að SMELLA HÉR:  Það voru áhangendur My European Tour sem völdu höggið á netinu í sl. mánuði og næstum 1/4 allra atkvæða féll höggi Lowry í vil, en höggið góða var slegið í Firestone Country Club. Lowry sem keppti m.a. móti nr. 3 á heimslistanum Rory McIlroy í mótinu sem og Miguel Ángel Jiménez og Patrick Reed stóð uppi sem sigurvegari í lokinn. „Það er gríðarlegur heiður að bera sigur af hólmi í valinu á höggi ársins á Evrópumótaröðinni,“ sagði Lowry við fréttamenn. „Þakkir til allra sem greiddu atkvæði. Ég Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2016 | 07:00

Vinsælustu erlendu, almennu og íslensku golf- fréttir á Golf 1 árið 2015 (1/15)

Ef teknar eru 150 vinsælustu greinarnar, þ.e. 5,5% af þeim sem mest voru lesnar af  þeim 2700, sem skrifaðar voru á Golf 1, árið 2015 þá kemur í ljós að skiptingin er að um 70 íslenskar greinar er að ræða, 61 útlend og 19 greinar um hlutlaus efni, þ.e. bæði íslenskt eða erlent, þar sem fjallað er um golf almennt. Í dag verður gerð grein fyrir þessum 150 greinum og verður fyrst kynnt sextíuogein erlend frétt, sem var vinsælust á Golf 1, árið 2015. Síðan verða 19 vinsælustu greinarnar um golf almennt kynntar og endað á 70 vinsælustu íslensku golfgreinunum. Byrjað verður á 51.-61. vinsælustu erlendu greinunum og endað á þeim Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2016 | 22:00

73 ára kona fékk 2 ása á sama hring með dræver!!!

Fasteignasalinn Margery Hadar, 73 ára, frá New York fékk 2 ása á sama golfhring, s.l. sunnudag 3. janúar 2016, á Granada golfvellinum í Coral Gables, Flórída, sem er öllum Miami kylfingum að góðu kunnur. Og þetta verður bara enn betra. Hadar byrjaði í golfi fyrir 3 árum. Hadar náði að setja draumahöggin sín niður með drævernum sínum, þ.á.m eitt af 112 yarda (102 metra) færi. Auðvitað munu ýmsir öfundsmenn segja að þetta sé ekki að marka þar sem Hadar fékk ásana sína á par-3 velli, en það skyggir sko alls ekki á gleði Hadar. Geri bara aðrir betur! Sumir fá ekki ás allan sinn golfferil. Talið er að líkurnar á að lágforgjafarkylfingur fái Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2016 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Chie Arimura (7/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Verða þær allar kynntar og byrjað á þeim 7 sem voru svo heppnar að hljóta einhvern þátttökurétt á þessari sterkustu kvengolfmótaröð í heiminum þ.e. þeim Paz Echeverria frá Chile; Hönnuh Collier frá Bandaríkjunum; Jean Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2016 | 17:45

Afmæliskylfingur dagsins: Helga Kristín Einarsdóttir – 4. janúar 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Helga Kristín Einarsdóttir. Helga Kristín er fædd 4. janúar 1996 og á því 20 ára stórafmæli í dag!!! Hún er s.s. flestir vita í Nesklúbbnum og hefir m.a. orðið klúbbmeistari kvenna í NK 3 ár í röð 2013-2015. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Helga Kristin Einarsdóttir (20 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gestur Pálsson, 4. janúar 1965 (51 árs); David Toms, 4. janúar 1967 (49 ára); Thor Aspelund, 4. janúar 1968 (47 ára); Þórður Emil Ólafsson, GL, 4. janúar 1974 (42 ára);  Róbert Óskar Sigurvaldason, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2016 | 13:00

Day tilbúinn að mæta Spieth á TOC til að kljást um 1. sæti heimslistans

Það verður ekki auðvelt fyrir Jason Day að snúa aftur í keppnisgolfið á Hawaii í þessari viku en hann er ekki aðeins búinn að vera í jólafríi heldur einnig í 3 mánaða löngu fríi frá keppnisgolfi allt frá því hann sigraði á Tour Championship í september s.l. Hann hefir verið í fríi vegna fæðingar dóttur sinnar Lucy en hann vildi vera hjá fjölskyldunni fram að fæðingu (í nóvember) og síðan vera til staðar fyrstu dagana í lífi dóttur sinnar. En svo er ekkert nema harkan sex þegar hann mætir Jordan Spieth en þar mun Day gera atlögu að 1. sæti heimslistans, en Day er sem stendur í 2. sætinu og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2016 | 11:45

Poulter sýnir nýja Ferrari 458 Speciale Aperta bílinn sinn

Enski kylfingurinn Ian Poulter, sem orðinn er 39 ára hefir enn ótrúlegan áhuga á bílum og ekki hvaða bílum sem er heldur Ferrari. Og hann á líka orðið býsna gott safn Ferrari bíla, s.s. sjá má af mynd hér að neðan: Og nú hefir enn einn Ferrari bifreiðin bættst í safnið – meðan að aðrir eiga í vandræðum að borga reikninga s.l. jóla – þá er Poulter að bæta 6. Ferrari bifreið sinni við í safnið.  Bíllinn kostar lítil 200.000 pund en þá upphæð má margfalda með 200 til þess að fá verðið í ísl. krónum eða 40.000.000 Sá Ferrari ber nafnið Ferrari 458 Speciale Aperta og má sjá Poulter monta Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2016 | 10:00

Vinsælasta golffréttaefni á Golf 1 árið 2015 (3/3)

Hér fara loks þær greinar sem urðu í 19.-27. sæti að vinsældum af 2700 skrifuðum greinum á Golf 1 árið 2015:  19 Henrik Stenson reiður út í starfsmenn á Arnold Palmer Inv. 20 GA: Jónas með milljóna högg!!! 21 Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst í 1. sæti e. 1. hring með glæsihring upp á 63 högg í Flórída!!! 22 Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór og Emil hefja leik á Atchafalaya mótinu í dag 23 Elín Nordegren einhleyp á ný 24 Vel heppnaður golfskóli á Costa Ballena að baki! 25 Bandaríska háskólagolfið: Sunna T-5 e. 1. hring í Kiawah Island – Berglind á +6 26 PGA:  Versta högg á ferli Tiger? 27 Sjáið Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2016 | 09:30

Vinsælasta golffréttaefni Golf 1 á árinu 2015 (2/3)

Hér fara næstu 9 linkar inn á 10.-18. vinsælustu greinar á Golf 1 árið 2015: 10 Fyndið myndskeið 11 Glæsilegur árangur í Skotlandi 12 Hugarfarið breyttist þegar Íslandsmeistarinn Signý Arnórsdóttir eignaðist soninn Styrmi viðtal úr 5. tbl. Golf á Íslandi 2015 13 The Masters 2015: Hver er Annie Verret? 14 Glæsilegur árangur 11 ára stráks – Böðvars B. Pálssonar á 1. maí mótinu á Hellu! 15 GL: Skemmtileg auglýsing fyrir Garðavöll 16 33% sögðust hafa átt mök á golfvelli 17 Bandaríska háskólagolfið: Hrafn í 1. sæti á North Greenville Inv.!!! 18 Raunveruleg ástæða sambandsslita Woods og Vonn: Framhjáhald!


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2016 | 09:00

Vinsælasta golffréttaefni Golf 1 á árinu 2015 (1/3)

Það voru um 2700 greinar skrifaðar á árinu 2015 á Golf 1. Það gerir að meðaltali u.þ.b. 7 skrifaðar greinar um golf hvern einasta dag ársins. Þegar litið er á topp 1 % skrifaðra greina þ.e. 27 mest lesnu greinar á Golf 1 árið 2015 kemur m.a. eftirfarandi í ljós: * Tvær mest lesnu greinarnar á Golf 1 eru um kvenkylfinga. * Toppgreinarnar eru um skólasysturnar og fyrrum liðsfélaga úr Wake Forest golfliðinu Cheyenne Woods og Ólafíu Þórunni, en Woods er frænka Tiger s.s. allir vita og spilar á LPGA og Ólafía Þórunn spilar á LET. * Meirihluti lesenda Golf 1 eru karlmenn eða 60%, sem sýnir að þeir sýna kvennagolfi ekki Lesa meira