Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2016 | 13:00

Hvað var í sigurpoka Spieth á TOC?

Eftirfarandi var í sigurpoka Jordan Spieth á 1. móti PGA Tour 2016, Hyundai Tournament of Champions: Dræver: Titleist 915D2 (Aldila Rogue Black 60X skaft), 9.5° 3-tré: Titleist 915F (Graphite Design Tour AD-DI 7X skaft), 15° Utility járn: Titleist 712U (Graphite Design Tour AD-DI 105X skaft), 21° Járn: Titleist 714 AP2 (4-9; True Temper Project X 6.0 sköft) Fleygjárn: Titleist Vokey Design SM6 (46-08F°, 52-08F,° 56-10S°, and 60-04L°; True Temper Project X 6.0 sköft) Pútter: Scotty Cameron 009 prototype Bolti: Titleist Pro V1X.


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2016 | 11:45

Aza gifti sig um jólin

Ein fegursti kvenkylfingurinn á LPGA, Azahara Muñoz, frá Spáni gifti sig fyrir jólin 2015. Sá heppni heitir Tim Vickers. Á félagsmiðlunum mátti lesa eftirfarandi frá Aza á Instagram: „Best day of my life!! I married the guy of my dreams! @timothyjamesv he is extremely handsome but I was blown away!😍😍 Everything was so perfect and I had an amazing time!!💃🏼💃🏼🍻🍻 thanks to my mom and dad for everything they have always done for me, and for making this day the most beautiful day I could have ever dreamt of!😍😍 I’m such a lucky daughter!😉 and to everyone that shared this day w us. Thanks so much for coming!!! I had Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2016 | 11:00

PGA: Sjáið frábæran „næstum því ás“ hjá Bubba á TOC! – Myndskeið

Á lokahring Hyundai Tournament of Champions sáust margir snilldartaktar. M.a. drævaði sleggjan Bubba Watson bolta sínum á par-4 10. braut Plantation vallarins þannig að hann fékk næstum því ás. Tja, ás? Þetta hefði líka verið albatross hefði hann farið ofan í. Brautin er 357 yarda þ.e. 326 metra og gefur auga leið að það að ná svona nálægt holu er ekki á valdi nema þeirra allra högglengstu s.s. Bubba. Sjá má „næstum því ás“ Bubba á 4. hring TOC 2016 með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2016 | 09:45

Hver er kylfingurinn: Brandon Stone?

Fremur óþekkt nafn í golfheiminum, Brandon Stone, sigraði á einu elsta og virtasta golfmóti heims, sem fram fór um helgina BMW SA Open. Hver er kylfingurinn gætu sumir spurt sig? Brandon Stone er fæddur 20. apríl 1993 í Rustenburg í Suður-Afríku og á því sama afmælisdag og Beta Bretlandsdrotning. Stone er því aðeins 22 ára, eins og svo margir golfsnillingar í dag (nægir að nefna Jordan Spieth). Stone vann mörg áhugamannamot í Suður-Afríku og spilaði í liði Suður-Afríku í Eisenhower Trophy 2012. Stone var líka 1 ár í bandaríska háskólagolfinu en þar spilaði hann með skólaliði University of Texas, og vann þrívegis einstaklingstitla áður en hann gerðist atvinnumaður 2013. Stone hefir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2016 | 09:00

PGA: Hápunktar 4. hrings TOC – Myndskeið

Jordan Spieth sigraði á Hyundai Tournament of Champions (TOC) s.s. flestir golfáhugamenn vita. Hann lék á glæsiheildarskori 30 undir pari og átti 8 högg á næsta mann. En það voru fleiri með glæsitakta á lokahringnum. T.a.m. Ryder bikars fyrirliðinn Davis Love III og Jason Day. Sjá má hápunkta lokahringsins á TOC með því að SMELLA HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2016 | 05:00

Spieth samanborinn við Tiger

Sigur Jordan Spieth á Tournament of Champions var 7. PGA Tour sigur hans á ferli hans – en aðeins Spieth og Tiger hafa sigrað í jafnmörgum mótum AÐEINS 22 ára gamlir, frá því að farið var að halda tölfræðilegum upplýsingum mjög nákvæmlega til haga árið 1970. En þetta þarf að setja í nánari samhengi. Sjöundi sigur Spieth kom í 77. móti hans sem atvinnumanns. Tiger vann 7. titil sinn í 38. mótinu sínu, sem hann tók þátt í og hann (Tiger) var búinn að vinna 18 mót þegar hann spilaði í 77. móti sínu.   Þannig að það hallar aðeins á Spieth þar! En hvernig sem öllu er snúið þá Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2016 | 04:00

PGA: Spieth sigraði á TOC

Það var nr. 1 á heimslistanum, Jordan Spieth, sem bar höfuð og herðar yfir keppinauta sína og sigraði á fyrsta móti ársins 2016 á PGA Tour, móti meistaranna eða Hyundai Tournament of Champions eins og mótið heitir á ensku og er oft skammstafað TOC. Yfirburðir Spieth voru miklir; hann var á samtals skori upp á 30 undir pari!!!! þ.e. 262 höggum (66 64 65 67). Spieth átti heil 8 högg á þann sem næstur kom, en það var Patrick Reed, en hann lék á samtals 22 undir pari, 270 höggum (65 69 67 69). Þriðja sætinu deildu síðan Brooks Koepka og Brandt Snedeker á samtals 21 undir pari, hvor og einn Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2016 | 22:00

Kínverjar í London

Yfirvöld í London hafa á undanförnum árum verið að smjaðra fyrir kínverskum fjárfestum, svo þeir fjárfesti nú í golfvöllum á Englandi. Og það hefir gengið eftir. T.a.m. eru Kínverjar eigendur að Wentworth vellinum í Surrey og félagsgjöld eru orðin svo há í klúbbnum að venjulegir félagsmenn hafa einfaldlega ekki ráð á að vera í klúbbnum. Honum hefir verið breytt og stendur enn til að breyta honum í leikvöll hinna últra-ríku, sem hefir að sjálfsögðu valdið deilum. Svo mjög að utanríkisráðherra Breta Philip Hammond, en Surrey er kjördæmi hans, hefir skipt sér af málinu svo og sendiráð Kínverja í London. Það sem um ræðir og verið er að rífast um er krafa Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2016 | 21:25

Stenson stefnir hátt 2016

Síðasta ár var mikið óheppnisár fyrir sænska kylfinginn Henrik Stenson. Sex sinnum varð hann í 2. sæti í mótum og endaði keppnistímabilið sigurlaus. Þetta batt enda á 3 ára tímabil þar sem hann vann a.m.k. í 1 móti, ár hvert. „Allt í allt er ég ánægður með hvernig ég spilaði jafnvel þó ég hafi verið pirraður að hafa ekki lokið mótum með sigrum“ „Ég varð í 2. sæti 6 sinnum árið 2015 sem sýnir bara hversu oft ég var að spila um sigurinn, þannig að ég hlýt að hafa verið að gera eitthvað rétt.“ „Á síðasta ári atti ég kappi gegn frábæru golfi spiluðu af frábærum kylfingum eins og  [Jordan] Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2016 | 20:00

Luke Donald hætti næstum því í golfi

Það kemur fyrir okkur öll að við fáum einfaldlega nóg af því sem við erum að gera. Okkur finnst við t.d. ekki fá umbun fyrir verkin sem við innum af hendi, okkur ekki veitt það brautargengi sem skyldi, við ekki fá hrós eða þá viðurkenningu sem við eigum skilið. Í golfinu er hægt að æfa á sig gat en það skilar álíka tómleika úti á velli – það kannast flestir kylfingar við að fara í gegnum slíkt svartnætti dapurs gengis.  Eða okkur finnst við vera að spila ágætlega, en það dugar samt ekki til – við hjökkum í sama farinu og þrátt fyrir að leggja okkur alla fram verða engar Lesa meira