Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2016 | 21:15
GR: Púttmótaröð GR kvenna hefst 19. janúar n.k. !!! – Allar að mæta!!!

Hér koma skilaboð frá kvennanefnd GR: „Kæru GR konur, gleðilegt nýtt ár. Nú er starfið okkar að hefjast að nýju og að venju byrjum við á púttinu. Púttmótaröð GR kvenna hefur göngu sína á Korpunni næsta þriðjudag, 19.janúar. Sem fyrr samanstendur mótaröðin af átta púttkvöldum þar sem spilaðir eru tveir 18 holu hringir og telur sá betri hvert kvöld. Fjórir bestu hringirnir af öllum telja til Púttmeistara GR kvenna 2016 sem verður krýndur á veglegu skemmtikvöldi um miðjan mars. Mótsgjaldið er kr 4000 fyrir öll 8 kvöldin sem greiðist þegar mætt er á fyrsta kvöldið. Við erum ekki með posa svo vinsamlega takið með ykkur aur. Húsið opnar kl.17.30 og Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2016 | 21:00
GKG: Íþróttakarl- og kona Kópavogs kjörin – kylfingar fengu viðurkenningar

Þann 11. janúar s.l. fór fram íþróttahátíð Kópavogs í Smáranum. Fanndís Friðriksdóttir knattspyrnukona úr Breiðabliki og Jón Margeir Sverrisson sundmaður úr Ösp/Fjölni voru kjörin íþróttakona og íþróttakarl Kópavogs fyrir árið 2015. Birgir Leifur, sem var íþróttakarl Kópavogs 2014, var tilnefndur fyrir besta íþróttakarl Kópavogs 2015 og fékk viðurkenningu í flokki 17 ára og eldri. Sigurður Arnar Garðarsson, 13 ára, og Hulda Clara Gestsdóttir, 14 ára, fengu viðurkenningar fyrir 13-16 ára. Golf 1 óskar kylfingum GKG innilega til hamingju með viðurkenningarnar! Sjá má nánar frá verðlaunaafhendingunni með því að SMELLA HÉR: Texti: Úlfar Jónsson
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2016 | 20:30
Ian Poulter henti „40 ára afmælisgjöf“ frá Darren Clarke frá sér – reiður

Ryder Cup stjarnan Ian Poulter varð 40 ára nú um daginn ef það skyldi nú hafa farið framhjá einhverjum lesenda Golf 1 – Hann var afmæliskylfingur þann dag ásamt Andreu Ásgrímsdóttur, klúbbmeistara kvenna í GO 4. árið í röð, en þau bæði eiga sama afmælisdag. Sjá með því að SMELLA HÉR: Poulter er s.s. allir vita mikill Arsenal aðdáandi. Svo fær hann mjúkan pakka frá Clarke – sem voru fyrstu vonbrigðin … en síðan versnaði nú heldur betur í stöðunni þegar upp úr pakkaræksninu kom Tottenham-bolur. Poulter henti honum frá sér reiður og ekki heyrist betur en hann segi: „F… off!!!“ í leiðinni. Sjá má myndskeið af atvikinu með því Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2016 | 20:00
Morgan Pressel safnaði $1 milljón á móti sínu til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini

LPGA kylfingurinn Morgan Pressel hóaði í nokkrar vinkonur sínar af LPGA túrnum, sem þannig vill til að eru bestu og meðal bestu kvenkylfingar heims. Þetta voru þær Natalie Gulbis, Brittany Lincicome, Lexi Thompson, Cristie Kerr, Sandra Gal, Paula Creamer og Lydia Ko. Þær komu saman á móti og söfnuðust $ 1 milljón dollara til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini, en móðir Pressel lést einmitt úr þeim sjúkdómi. Pressel var vakandi til kl. 3:30 fyrir mót sitt Morgan & Friends Tournament. Ákefðin að gera betur á hverju ári er sú sama hvort heldur í golfinu eða í styrktarverkefnum hennar en hún hefir ávallt verið ákafur stuðningsmaður rannsókna á brjóstakrabbameini. Styrkur frá ónafngreindum stuðningsaðila þann Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Frímann Þórunnarson – 13. janúar 2016

Það er Guðjón Frímann Þórunnarson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Jóhann er fæddur 13. janúar 1981 og því 35 ára í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Guðjón Frímann Þórunnarson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mark O´Meara 13. janúar 1957 (59 ára); Birgir Albertsson Sanders, GS, 13. janúar 1967 GS (49 ára); Siggi óli (48 ára); Baldur Ólafsson, 13. janúar 1969 (47 ára); Jóhann P. Kristbjörnsson, 13. janúar 1969 (47 ára); Gyða Björk Ágústsdóttir, 13. janúar 1978 (38 ára); Rachel Bell, 13. janúar 1982 (34 ára) ….. og ….. Gunnar Gunnarsson Golf 1 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2016 | 07:00
Fyrrum eiginkona Daly handtekin

Ein af eiginkonum kylfingsins John Daly, Sherrie Miller Daly, var handtekin í gær í Tennessee. Hún hefir oft komist í kast við lögin mestmegnis í tengslum við forræðisdeilu hennar og Daly, um son þeirra, sem nú er orðinn 16 ára. Fjölmiðlar vestra hafa í gegnum tíðina birt myndir af henni handtekinni (ens.: mugshot) og velt fyrir sér hver þeirra sé fallegust. Tryggingarfé nú hefir verið sett $1 milljón, en það sem Sherrie er nú gefið að sök er brot á umgengnisrétti og skilorði. Brot hennar skv. Shelby County Sheriff’s Office er aðallega það að hafa náð í son sinn í menntaskóla (Germantown High School) og hafa ekki skilað honum til John Daly, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2016 | 18:00
Afmæliskylfingur dagsins: Harold Horsefall Hilton – 12. janúar 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Harold heitni Horsefall Hilton, en hann fæddist í dag, fyrir 147 árum, 1869 og dó 5. mars 1942. Hann varð 2. áhugamaðurinn til þess að sigra Opna breska. Golf 1 var stuttu eftir að golfvefurinn fór í loftið með greinaröð um kylfinga 19. aldar. Hér má rifja upp greinina um afmæliskylfinginn: HAROLD HORSEFALL HILTON Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Patty Hayes, 12. janúar 1955 (61 árs); Craig Parry, 12. janúar 1966 (ástralski túrinn – 50 ára stórafmæli!!!); Eiríkur Svanur Sigfússon, GK, (49 ára); Sigríður Jóhannsdóttir (47 ára); Berglind Richardsdóttir (43 ára); Davíð Viðarsson (37 ára) ….. og ….. Félag Um Jákvæða Sálfræði (26 ára) Golf 1 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2016 | 10:00
Wie fær ráð hjá Woods

Tiger Woods og Michelle Wie eiga ýmislegt sameiginlegt t.a.m. voru þau ung þegar athygli heimsins beindist að golfleik þeirra; þau voru bæði í Stanford háskóla í Kaliforníu og þau eru bæði með auglýsingasamninga við Nike. Og þá er fátt eitt talið af því sem þau eiga sameiginlegt. Þau hittust nú nýverið og fékk Michelle ráð hjá Tiger varðandi chippin sín. Á Instagram skrifaði Wie: Pretty cool hearing @tigerwoods talk about his golf game at his @twfoundation clinic today. Definitely learned some stuff! Thanks for letting me hit golf balls for you #nikefam (Lausleg þýðing: Ansi svalt að hlusta á @tigerwoods tala um golfleik sinn í kennslustund hans í @twfoundation. Ég lærði svo Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2016 | 07:00
Alltaf gaman þegar boltinn fer ofan í

Það er alltaf gaman þegar púttin detta og því meir er gleðin því fjær við púttum frá holu. Hér má sjá einn kylfing sem einmitt tekst mjög langt pútt. Það er um að gera að horfa á svona myndskeið og „visualiza“ þ.e. sjá fyrir sér að púttin sérstaklega löng detti. Gott að hafa svona fyrir hugskotssjónum nú þegar allar púttmótaraðirnar fara að byrja. Myndskeiðið er tekið frá áhugaverðum vinkli og má sjá með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingar dagsins: Hrafnhildur, Kolbrún og Kristján Þór – 11. janúar 2016

Afmæliskylfingar dagsins eru Hrafnhildur Þórarinsdóttir og Kolbrún Þormóðsdóttir. Þær eru báðar í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hrafnhildur er fædd 11. janúar 1945 og á því 71 árs afmæli í dag en Kolbrún er fædd 11. janúar 1952 og á því 64 ára afmæli. Innilega til hamingju báðar tvær!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna hér að neðan til þess að óska þeim til hamingju með afmælið hér að neðan: Hrafnhildur Þórarinsdóttir Kolbrún Þormóðsdóttir Jafnframt er stigameistari GSÍ 2014 Kristján Þór Einarsson afmæliskylfingur hér á Golf 1 og eru þeir því 3 afmæliskylfingarnir í dag. Kristján Þór er fæddur 11. janúar 1988 og því 28 ára í dag. Hann er s.s. allir Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

