Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2016 | 08:00

Evróputúrinn: Justin Walters efstur e. 1. dag Joburg Open

Annað mótið á Evróputúrnum á þessu ári, 2016, er einnig haldið í Suður-Afríku en það er Joburg Open. Leikið er venju samkvæmt á tveimur völlum: Austur- og Vesturvelli. Eftir 1. dag er það heimamaðurinn, Justin Walters, sem vermir efsta sætið. Walters lék á 7 undir pari, 65 höggum. Walters á aðeins 1 högg á hóp 6 kylfinga sem allir deila 2. sætinu en það eru: Anthony Wall og David Howell frá Englandi, Michael Jonzon og Johan Carlsson frá Svíþjóð, Mark Williams frá Zimbabwe og heimamaðurinn og Íslandsvinurinn Haydn Porteous. Þeir léku allir á 66 höggum. Sjá má stöðuna á Joburg Open með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2016 | 07:00

Hugarþjálfun – upptaka frá fyrirlestri Helga Jónasar fyrir afrekshópa GSÍ

Helgi Jónas Guðfinnsson hélt fyrirlestur um hugarþjálfun fyrir afrekshópa GSÍ, foreldra, þjálfara og iðkendur hjá klúbbum. Fyrirlesturinn fór fram þriðjudaginn 12. janúar 2016 og var hann vel sóttur. Á bilinu 80-90 manns mættu á fundinn og er hægt að horfa á fyrirlesturinn í myndbandinu hér fyrir neðan. SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2016 | 15:30

Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2016

Það er Gunnar Smári Þorsteinsson , GR, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hann fæddist 14. janúar 1996 og er því 20 ára stórafmæli í dag! Komast má á facebook síðu Gunnars Smára til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér fyrir neðan Gunnar Smári Þorsteinsson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: John Paul Cain, 14. janúar 1936 (80 ára stórafmæli!!!); CL “Gibby” Gilbert Jr., 14. janúar 1941 (75 ára); Graham Vivian Marsh 14. janúar 1944 (72 ára); ; Tom Sieckmann, 14. janúar 1955 (61 árs); Hrönn Harðardóttir, 14. janúar 1960 (56 ára); Marie Fourquier, (frönsk á LET) 14. janúar 1991 (25 ára); Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2016 | 15:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Samantha Richdale (9/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 8 stúlkur verið kynntar, 7 sem urðu T-43 í lokaúrtökumótinu og voru neðstar af þeim sem hlutu þátttökurétt á LPGA; en væntanlega hamingjusamar með að hljóta spilarétt og síðan Caroline Westrup, sem Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2016 | 09:42

GK: Þorrablót Keilis 22. janúar n.k.

Þorrablót Keilis verður haldið föstudaginn 22. janúar n.k. (bóndadaginn) í Golfskála Keilis Húsið verður opnað kl. 19:30. Að venju verður boðið upp á hákarl og ískalt brennivín í startið. Borðhald hefst kl. 20:00 Matseðill kvöldsins: Þorramatur Blótstjórar eru þeir Hallgrímur Ólafsson leikari, kylfingur, gítaristi og píanósnillingur og Rúnar Freyr Gíslason leikari, kylfingur, dansari, söngvari og eiginlega allt…. Keilisfélagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti Í fyrra var uppselt, aðeins verða seldir 65 miðar Miðaverð er kr. 5.000 Skráning á pga@keilir.is eða í síma 5653360


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2016 | 09:00

Fallegar myndir e. Indíönu Auði í GHD

Það kannast allir kylfingar Norðanlands við hana Indíönu Auði Ólafsdóttur, í Golfklúbbnum Hamar á Dalvík (GHD). Hún er frábær kylfingur og góður spilafélagi. En það vita e.t.v. færri að henni er ákaflega margt annað til lista lagt. Líkt og Ólafíu Þórunni.  Þær báðar búa til myndir. Og hér í meðfylgjandi mynd má sjá gullfallegu fyrstu myndina sem Inda teiknaði í ár 2016. Fleiri svona fallegar Hjartarmyndir eru í bígerð hjá Indíönu og segir hún 2 þegar vera á teikniborðinu hjá sér. Hafa má samband við Indíönu á facebook síðu hennar með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2016 | 08:50

Styrkið Ólafíu Þórunni með kaupum á DREAM!!!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, var til umfjöllunar í íþróttaþættinum í kvöldfréttum Stöðvar 2 um síðustu helgi. Hjörtur Hjartarson íþróttafréttamaður ræddi þar við Ólafíu sem nýverið tryggði sér keppnisrétt á mótaröð þeirra bestu í Evrópu. Innslagið er áhugavert og má sjá í heild sinni með því að SMELLA HÉR:  Þar kom m.a. fram að Ólafía Þórunn hefur hannað mynd sem hún notar sjálf til þess að halda sér við efnið í sínu fagi. Ólafía Þórunn segir sjálf að myndin eigi að veita innblástur og hvatningu til árangurs og jákvæðara lífs. Margir hafa keypt myndina af Ólafíu Þórunni til þess að styðja við bakið á henni fjárhagslega í atvinnumennskunni. Mikill Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2016 | 08:45

Nýr Ryder Cup golfvöllur opnar á Belfry

The Belfry Hotel & Resort hefir opnað míní-golfvöll sem byggir á sögu Ryder Cup og sögufrægum holum í þessu vinsæla móti milli golfliða heimsálfanna Evrópu og Bandaríkja N-Ameríku. GB ferðir bjóða nú upp á ferðir á Belfry og er um að gera að prófa þennan skemmtilega nýja völl – alltaf gaman í mínígolfi líka og layoutið á þessum velli sérlega skemmtilegt.  Sjáið auglýsingu GB ferða á Golf 1 að ofan til hægri. Á mínígolfvellinum eru 12 holur og 9 þeirra eru frægar úr Ryder bikars sögunni – svo eru hinar 3 hugsaðar sem bónúsholur til þess að upplifunin verði enn skemmtilegri. Á vellinum er m.a. eftirlíking áhættu-verðlauna 10. holunnar á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2016 | 06:43

Sonur Paulinu Gretzky og DJ í pössun hjá afa og ömmu og hvað gera þau? ….

Wayne Gretzky þykir einn albesti hokkíleikmaður sem uppi hefur verið. Dustin Johnson (DJ) er nr. 8 á heimslistanum yfir bestu kylfinga heims nú í vikunni. DJ er tengdasonur Wayne Gretzky og því þegar hafnar nokkrar vangaveltur um það hvora íþróttina Tatum, lítill sonur DJ og dóttur Wayne, Paulinu muni snúa sér að. Hokkí-ið hefir sem stendur er vinninginn því meðan snáðinn var í pössun hjá afa og ömmu fékk hann fyrstu kennslustundina í hokkí.  Það gæti samt breyst …. og drengurinn snúið sér að golfinu þ.e. ef DJ tæki sig nú til og kenndi honum! Sjá má myndskeið af Tatum Gretzky Johnson í pössun hjá afa og ömmu með því að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2016 | 22:00

Spieth skrifar undir samning við Coca-Cola

Jordan Spieth varð nr. 1 á heimslistanum árið 2015 eftir að hafa unnið 5 mót á PGA mótaröðinni og þ.á.m. 2 risamót þ.e. Masters og Opna bandaríska. Hann hefir nú skrifað undir styrktarsamning til fjölda ára við Coca-Cola. Hinn 22 ára Spieth mun því koma fram í sjónvarpsauglýsingum á félagsmiðlunum og í öðrum auglýsingum fyrir drykkinn vinsæla. „Coca-Cola hefir alltaf tengst stórmótum og sumum af bestu íþróttamönnum heims þannig að þetta er ótrúlega svalt tækifæri fyrir mig,“ sagði í fréttatilkynningu frá Spieth. „Sem fulltrúi vörumerkisins hlakka ég til að afla golfíþróttinni aukins fylgis og fá áhangendur til liðs á nýja vegu.“ Spieth er líka nýbúinn að vinna fyrsta mót ársins Lesa meira