Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2016 | 06:45

Viðtal DV við Ólafíu Þórunni

Hún Ásta Sigrún Magnúsdóttir hjá DV tók ansi hreint flott viðtal við Ólafíu Þórunni „okkar“ Kristinsdóttur. Er þetta enn eitt viðtalið við Ólafíu Þórunni, en hún hefir verið mjög umsetin af fjölmiðlamönnum frá því að hún komst inn á Evrópumótaröð kvenna (Ladies European Tour, skammst. LET) , 2. íslenskra kvenna í golfsögunni nú s.l. desember. Sjá má viðtal DV með því að SMELLA HÉR: Þess mætti geta að Ólafía Þórunn er ekki á landinu, en hún er farin aftur til Thomasar og æfinga til Þýskalands, þar sem hún mun vera þar til hún flýgur til Nýja-Sjálands til þess að taka þátt í 1. móti LET. Það mót er afar sterkt Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2016 | 22:00

Steven Gerrard neitað um félagsaðild i Hillside golfklúbbnum í Southport, Merseyside

Fyrrum fyrirliða enska landsliðsins í fótbolta, og Liverpool-leikmanninum Steven Gerrard hefir verið neitað um félagsaðild í Hillside golfklúbbnum í Southport, Merseyside. Einn hringur í golfklúbbnum kostar um 150 pund eða u.þ.b.(28.000 íslenskar krónur á núverandi gengi). Golfklúbburinn er mjög virtur og vandur að virðingu sinni. Nýir félagar eru aðeins teknir inn fái þeir meðmæli tveggja sem þegar eru félagar í klúbbnum og Gerrard fékk meðmæli sem ekki voru af verri endanum; þ.e. meðmæli sjónvarpsmannsins og Liverpoolarans Alan Hansen og fyrrum leikmanni og stjóra Liverpool, goðsögninni Kenny Dalglish, sem aldrei hafði mælt með neinum inn í klúbbnum og er sagður ævareiður. En allt kom fyrir ekki – þrátt fyrir fín meðmæli vildi Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Árni Þór Freysteins- son og Ellý Erlingsdóttir – 15. janúar 2016

Það eru Árni Þór Freysteinsson og  Ellý Erlingsdóttir, sem er afmæliskylfingar dagsins. Árni Þór er fæddur 15. janúar 1966 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Hann er Akureyringur sem býr í Hafnarfirði og er snjall kylfingur. Árni Þór er í Golfklúbbi Setbergs og er í sambandi með Sigriði Hyldahl Björnsdóttur. Árni Þór vann m.a.  á fyrsta vetrarmóti GSG 2015 – Sjá frétt Golf 1 þess efnis með því að SMELLA HÉR:  Komast má á facebook síðu stórafmæliskylfingsins til þess að óska Árna Þór til hamingju með afmælið hér að neðan: Árni Þór Freysteinsson (Innilega til hamingju með merkisafmælið!) Ellý fæddist 15. janúar 1962. Ellý er í Golfklúbbnum Keili og þar Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2016 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Karlin Beck (10/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 9 stúlkur verið kynntar, 7 sem urðu T-43 í lokaúrtökumótinu og voru neðstar af þeim sem hlutu þátttökurétt á LPGA; en væntanlega hamingjusamar með að hljóta spilarétt og síðan Caroline Westrup og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2016 | 13:00

EvrAsíubikarinn: Evrópa 4,5 – Asía 1,5 e. 1. dag

Í dag hófst í Glenmarie Golf & Country Club, í Kuala Lumpur í Malasíu,  EvrAsíubikarinn, sem er svipaður og Ryder Cup nema það er Lið Evrópu sem á í höggi við Lið Asíu. Mótið stendur dagana 15.-17. janúar 2016 og lýkur með tvímenningsleikjum sunnudagsins, sem verður spennandi að fylgjast með. Fyrirliðar eru Darren Clarke fyrir Evrópu og Indverjinn Jeev Milkha Singh stjórnar liði Asíu. Sjá má stöðuna eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR:  Komast má inn á facebook síðu EvrAsíu bikarsins með því að SMELLA HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2016 | 12:30

PGA: Vijay Singh meðal 5 forystumanna á Sony Open – Hápunktar 1. dags

Það eru hvorki fleiri né færri en 5 kylfingar sem leiða eftir 1. dag Sony Open á Hawaii. Þetta eru þeir Vijay Singh frá Fidji-eyjum og 4 Bandaríkjamenn, þ.e. þeir: Rickie Barnes, Morgan Hoffman, Kevin Kisner og Brandt Snedeker. Óvanalegt orðið, en gaman að sjá Singh meðal efstu manna á móti sem ekki er öldungamót; en Vijay er orðinn 52 ára og verður 53 ára, 22. febrúar n.k. og hefir því keppnisrétt á Champions Tour þ.e. Öldungamótaröð PGA Tour. Singh er að spila við sig meira en tvöfalt yngri kylfinga og er samt bestur, sem sýnir enn og aftur hversu frábær íþrótt golfið er! Sjá má stöðuna á Sony Open Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2016 | 11:30

Golfútbúnaður: Ný Manchester United golf lína frá TaylorMade-Adidas

Það er eflaust mörgum sem farið er að hlakka til „leik ársins“ í Enska boltanum milli MU og Liverpool, sem fram fer nú á sunnudaginn, 17. janúar 2016. Í tilefni þess er e.t.v. rétt að birta þessa frétt, en TaylorMade-Adidas er nýlega búið að setja á markaðinn nýja MU golflínu – sem er bara býsna töff. Það er lógó MU sem sjá má á ýmsum golfvörum frá TaylorMade-Adidas s.s. golfhönskum, boltum, flatargöflum, golfsokkum og svo því sem er einna vinsælast en það eru street-golfskórnir með MU merkinu. Sjá mynd hér að neðan:   


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2016 | 11:15

PGA Tour leikmaður segir sjokkerandi sögu um fyrrum kaddý Tiger

Fyrrum kaddý Tiger Woods, Steve Williams, hefir oft og mörgum sinnum verið ásakaður um að fara yfir markið. Hann þurfti að t.d. þola mikla gagnrýni frá mörgum á síðasta ári þegar hann bar sjálfan sig saman við „þræl“ og sagðist hafa verið þræll Tiger E.t.v. þarf hann að verja hendur sínar aftur eftir þessa sögu, sem höfð er eftir PGA Tour leikmanni, um samskipti Williams við bandaríska kylfinginn Kevin Na. Na hefir átt í andlegum erfiðleikum á golfvellinum, sem m.a. golffréttamaðurinn Alan Shipnuck hjá SI (Sports Illustrated) segir vel frá í viðtali sínu við Na. Hápunktinum náðu erfiðleikar Na á Players Championship árið 2012 þegar Na var svo taugaóstyrkur að hann Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2016 | 10:00

Golfútbúnaður: FJ golfskórinn framleiðsluferlið – Myndskeið

FootJoy hefir sett á markað nýja FreeStyle golfskóinn sinn og fær innblástur að hönnuninni frá froskum. Framleiðendur FJ hafa sent frá sér fréttatilkynningu sem fylgdi svalt myndskeið hvernig skórinn er búinn til allt frá því hann er á teikniborðinu og þangað til framleiðsla á honum hefst. Sjá má myndskeið um framleiðslu á FJ skónum með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2016 | 09:00

GSÍ: Umsóknarfrestur um stöðu framkvæmdastjóra rennur út í kvöld

Golfsamband Íslands (GSÍ) óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra en umsóknarfrestur rennur út í dag, föstudaginn 15. janúar 2016. Framkvæmdastjóri Golfsambandsins ber ábyrgð á daglegum rekstri og sér til þess að þjónusta sambandsins sé veitt í samræmi við stefnu GSÍ. Framkvæmdastjóri undirbýr og situr stjórnarfundi og hefur yfirumsjón með áætlanagerð og tekjuöflun. Golfsamband Íslands er íþróttasamband rúmlega 60 golfkúbba með tæplega 17.000 félagsmenn. Golfsambandið hefur vaxið hratt undanfarin ár og er næststærsta sérsamband innan Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Hlutverk þess er að vera leiðandi og sameinandi afl innan golfhreyfingarinnar, auka útbreiðslu, efla samskipti og styðja við barna-, unglinga- og afreksstarf á Íslandi. Helstu verkefni: Daglegur rekstur sambandsins í umboði stjórnar Ábyrgð Lesa meira