Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2016 | 17:00

Meginmarkmið Spieth 2016: Að vinna Ryder bikarinn

Nokkrar umræður hafa skapast meðal bandarískra kylfinga hvort þeir mundu frekar vilja vinna Ryder bikarinn eða risamót. Jordan Spieth er einn þeirra kylfinga sem hefur tjáð sig um málið. Hann er einn þeirra sem vill sjá lið Bandaríkjanna vinna Ryder bikarinn og vill auðvitað vera í liðinu; hann á svo sem öruggt sæti þar sem hann er nr. 1 á heimslistanum. Aðrir sem hafa tjáð sig um máli eru m.a. Justin Thomas sem líka þráir að vera í Ryder liðinu og taka bikarinn heim til Bandaríkjanna. Umfjöllun um þetta efni má m.a. sjá á www. golf.com eða með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2016 | 16:45

Evróputúrinn: Stuttbuxur leyfðar á æfingahringjum

Að kylfingar séu í stuttbuxum á PGA Tour mótaröðinni bandarísku er stranglega bannað. Kaddýum er hins vegar leyft að vera í stuttbuxum þökk sé reglubreytingu sem átti sér stað 1999.   Sú breyting kom nú ekki til að góðu heldur var það svo að Garland Dempsey, sem var kaddý John Maginnes, fékk hjartaáfall á Western Open 1999. Það er beinlínis heilsuspillandi að vera of mikið klæddur þegar veðrið er þannig að manni finnst maður ekki geta náð andanum eða vill rífa sig úr hverri spjör og vera í ískaldri sundlaug. Evrópumótaröðin er þar aðeins frjálslyndari en nú er búið að leyfa kylfingum þeirrar mótaraðar að vera í stuttbuxum… a.m.k. á æfingahringjum. Stuttbuxur er Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2016 | 15:15

Þórður Rafn T-22 komst gegnum niðurskurð

Íslandsmeistarinn í höggleik, Þórður Rafn Gissurarson, átti 2. hring á parinu í dag, 72 högg og það skilaði honum því að hann er T-22 þ.e. jafn öðrum í 22. sæti á Red Sea Egyptian Classic mótinu í Egyptalandi. Hann komst því í gegnum niðurskurð en 40 efstu náðu niðurskurði; þurftu að vera á 7 yfir pari eða betur. Þórður Rafn var á samtals 5 yfir pari (77 72) og spilar því lokahringinn á morgun, en mótið stendur 19.-21. janúar 2016. Í efsta sæti e. 2. dag er David Law frá Skotlandi; búinn að spila á samtals 3 undir pari (70 71). Sjá má stöðuna á Red Sea Egyptian Classic mótinu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2016 | 15:00

5 hljóta styrki úr Forskoti

Nýverið var úthlutað úr Forskoti afrekssjóði kylfinga og fá fimm atvinnukylfingar styrk úr sjóðnum að þessu sinni. Kylfingarnir eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR), Valdís Þóra Jónsdóttir (GL), Birgir Leifur Hafþórsson (GKG), Þórður Rafn Gissurarson (GR) og Axel Bóasson úr (GK). Þetta er í fimmta sinn sem íslenskir kylfingar fá úthlutað úr Forskoti afrekssjóði sem var stofnaður árið 2012. Nú fær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hæsta styrkinn enda í fyrsta sinn sem sjóðurinn er að styrkja kylfing, sem er með keppnisrétt í efstu deild atvinnumennsku í golfi. Vörður tryggingar bætist við öflugan hóp fyrirtækja sem standa að afrekssjóði kylfinga Í ár leggur eitt öflugt fyrirtæki til viðbótar lóð á vogarskálarnar. Vörður tryggingar Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2016 | 17:10

7 kostir golfleiks fyrir heilsuna

Edwin Roald skrifaði ágæta grein um sjö kosti golfleiksins fyrir heilsuna. Greinina má lesa með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2016 | 17:00

Afmæliskylfingur dagsins: Elías Björgvin Sigurðsson – 19. janúar 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Elías Björgvin Sigurðsson. Elías fæddist 19. janúar 1997 og á því 19 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Komast má á facebook síðu Elíasar Björgvins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Elías Björgvin Sigurðsson (19 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mary Mills 19. janúar 1940 (76 ára); Adele Peterson, 19. janúar 1963 (53 ára); Angels Love Nails , 19. janúar 1972 (44 ára); Doug Norman LaBelle II, 19. janúar 1975 (41 árs); Brian Harman, 19. janúar 1987 (29 ára) ….. og ….. Brynhildur Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2016 | 11:30

EPD: Þórður Rafn á 5 yfir pari e. 1. dag í Egyptalandi

Íslandsmeistarinn í höggleik, Þórður Rafn Gissurarson,  átti 1. hring upp á 5 yfir pari, 77 högg á Red Sea Egyptian Classic mótinu í Egyptalandi í morgun. Þetta var ansi skrautlegur hringur hjá Þórði Rafni; hann fékk 2 fugla, 5 skolla og 1 skramba. Mótið er ekki búið, en ljóst að Þórður Rafn verður að eiga frábæran hring á mótinu á morgun til þess að fá að spila lokahringinn. Vonandi að allt gangi Þórði Rafni í hag!!! Sjá má stöðuna á Red Sea Egyptian Classic mótinu með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2016 | 11:15

Spieth kaupir hús Mahan á $ 7 milljónir – Sjáið myndir!

Áætlað er að nr. 1 á heimslistanum, Jordan Spieth, hafi unnið sér inn $53 milljónir á s.l. ári, 2015. Hann er nú byrjaður að eyða hluta af fé sínu; en hann fjárfesti m.a. í fallegu húsi félaga síns á PGA Tour, Hunter Mahan. Fyrir litlar $ 7 milljónir … sem gera u.þ.b. 910 milljónir íslenskra króna – næstum fyrir milljarð íslenskra króna. Húsið er staðsett í heimaríki Spieth, Texas, nánar tiltekið í Dallas og þar er s.s. allir vita allt stærra. E.t.v. muna einhverjir eftir frétt þess efnis að Spieth hafi flutt í nýtt hús í desember 2014 SMELLIÐ HÉR:   en nú hefir hann ákveðið að stækka enn við sig Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2016 | 11:00

Höndin á Jamie Donaldson illa farin eftir vélsagarslys

Kylfingurinn góði Jamie Donaldson frá Wales lenti í slæmu slysi í frítíma sínum milli keppnistímabila. Honum var búið að ganga svo vel í desember s.l. sigraði m.a. á Thaílandi og tryggði sér þ.á.m. keppnisrétt á Opna breska og Masters. Donaldson var m.a. hetja Ryder bikars liðs Evrópu en hann tryggði Evrópu vinningsstigið gegn liði Bandaríkjanna í Ryder keppninni á Gleneagles 2014. Jamie Donaldson tvítaði eftirfarandi: „So folks in my time off decided to have a fight with a chainsaw and lost! Oops!! C u in Dubai“ (Lausleg þýðing: Jæja gott fólk í frítíma mína ákvað ég að fara í slag við vélsög og tapaði! Úps! Sjáumst í Dubai“). Eins og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2016 | 10:00

GM: Kvennapúttmóti frestað um viku

Vegna landsleiks Íslands og Króatíu hefur Kvennanefnd GM ákveðið að fresta Kvennapúttinu sem fara átti fram í kvöld um viku. Fyrsta púttkvöldið verður því þriðjudagskvöldið 26. janúar milli klukkan 19:30 og 21:30. Kvennapúttið fer fram á þriðjudagskvöldum milli klukkan 19:30 og 21:30 og fer fyrsta púttkvöldið fram þriðjudaginn 26. janúar Alls verða 10 púttkvöld í vetur, 9 púttmót og 1 kvöld þar sem golfkennari kemur og fer yfir grunnatriðin í púttunum. Mótsgjald fyrir alla púttmótaröðina (9 skipti) er 2.500 kr og innifalið í mótsgjaldi er kaffi og bakkelsi að loknu móti. Að lokum gilda 4 bestu mótin af 9 í heildarkeppninni. Hvetjum allar áhugasamar GM konur að vera með frá Lesa meira