Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2016 | 09:55

Evróputúrinn: Bryson DeChambeau leiðir í Abu Dhabi snemma 1. dags

Þrátt fyrir stjörnuprýdda sveit kylfinga sem þátt taka í Abu Dhabi HSBC Golf Championship, þar sem m.a. nr. 1 á heimslistanum Jordan Spieth tekur þátt, þá er það 22 ára ungur, fremur óþekktur kylfingur, Bryson DeChambeau, sem tekið hefir forystuna. Nr. 1 og nr. 3 á heimslistanum eru komnir í hús þ.e. Jordan Spieth (á 4 undir pari 68 höggum) og Rory McIlroy (á 6 undir pari 66 höggum) …. en samt á DeChambeau 2 högg á Rory; hann er efstur á 8 undir pari, 64 höggum! Sjá má stöðuna á Abu Dhabi HSBC Golf Championship með því að SMELLA HÉR:  Þó margir eigi eftir að ljúka keppni þá er Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2016 | 08:00

Evróputúrinn: Fylgist með Abu Dhabi HSBC Golf Championship hér!

Nú er mót vikunnar á Evróputúrnum, Abu Dhabi HSBC Golf Championship hafið og taka allir sterkustu kylfingar heims þátt í því m.a. nr. 1 á heimslistanum Jordan Spieth. Spilað er á golfvelli Abu Dhabi GC og stendur mótið 21. -24. janúar 2016. Fylgjast má með gengi heimsins bestu í Abu Dhabi á skortöflu með því að SMELLA HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2016 | 07:00

Fyrrum kaddý Tiger svarar fyrir sig

Steve Williams, fyrrum kylfusveinn Tiger Woods, Greg Norman og Adam Scott hefir svarað fyrir sig, eftir að nú nýlega birtust í fjölmiðlum sögur þess efnis að hann hafi veittst að einum atvinnukylfingi, Kevin Na og verið með ónotalegheit við hann í orði og starfsmaður PGA Tour gat rétt stoppað að upp úr syði milli Na og Williams eftir Players mótið 2012. Sjá má frétt Golf 1 þess efnis með því að SMELLA HÉR:  Williams komst einnig í fréttirnar fyrir að hafa sagt í bók sinni að sér hefði liðið eins og þræl Tigers. Varðandi nýjustu söguna svaraði Williams fyrir sig í  New Zealand Herald en þar sagði hann: “It’s a Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2016 | 05:55

Fowler og Spieth vinna McIlroy og Stenson í „hraðgolfi“ á „golfhjólabrettum“ í Abu Dhabi – Myndskeið

Fyrir stórmót eins og Abu Dhabi HSBC Championship sem hefst í dag í Abu Dhabi í Sameinuðu furstadæmunum er venja að efna til allskyns uppákoma til þess að auglýsa mótið. Eitt af því sem gert var nú í ár var smákeppni milli „liðs Bandaríkjanna“ sem samanstóð af Rickie Fowler og Jordan Spieth og „liðs Evrópu“ þ.e. Rory McIlroy og Henrik Stenson. Þetta var hreint skemmtigolfmót, einskonar hraðgolfmót þar sem keppendur ferðuðust milli teiga á „golfhjólabrettum.“ Til að gera langa sögu stutta sigraði lið Bandaríkjanna. Sjá má mótið á myndskeiði sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2016 | 22:00

Hinn 16 ára Chaplet með í Masters

Hinn 16 ára Paul Chaplet lauk keppni á 2 undir pari, 70 höggum og sigraði á Latin American Amateur, en við það fékk Chaplet sem er frá Costa Rica þátttökurétt á Masters risamótinu, aðeins 6 árum eftir að hann snerti kylfu í fyrsta sinn. Ekki allir sem aðeins eru búnir að spila í 6 ár, sem fá þátttökurétt á Masters. Chaplet hóf lokahringinn 4 höggum á eftir forystunni en náði að saxa á forystumanninn Gaston Bertinotti, sem átti afleitan hring upp á 77 högg. Chaplet var á 33 höggum fyrri 9 á Teeth of the Dog golfvellinum í heimalandi sínu, en var síðan svo óheppinn að fá skolla á 16. holuna Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2016 | 20:45

Wayne Gretzky lofar Spieth

Hokkígoðsögnin og tengdapabbi DJ,  Wayne Gretzky spilaði á s.l. ári hring með tengdasyni sínum DJ (þ.e. Dustin Johnson) og nr. 1 á heimslistanum í golfi þ.e. Jordan Spieth. Og The Great One eins og Gretzky er kallaður var ákaflega hrifinn af Spieth og heillaður af framkomu hans. Í viðtali við golf.com (sjá viðtalið með því að SMELLA HÉR:) sagði Gretzky eftir að hafa spilað við DJ og Spieth að sá sem hann gæti borið Spieth við væri Roger Federer (í tennisnum). „Ég er ekki það góður í golfi að ég geti séð mun á kylfingum sem eru með 2 eða 3 í forgjöf. En ég veit hvað skilur að 10 bestu kylfinga Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2016 | 20:36

Afmæliskylfingur dagsins: Silja Rún Gunnlaugsdóttir – 20. janúar 2016

Það er Silja Rún Gunnlaugsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Silja Rún er fædd 20. janúar 1974 og á því 42 ára afmæli í dag!!! Silja Rún er Hafnfirðingur, systir Bjarna Þórs og Kristínar Fjólu og svilkona Rannveigar Sig. Hún er gift Friðrik Sturlusyni og eiga þau 2 syni. Komast má á facebooksíðu Silju Rún til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Silja Rún Gunnlaugsdóttir (42 ára) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Þórhallur Sigurðsson (69 ára);  Guðrún Ásbjörg Stefánsdóttir (68 ára); Tom Carter, 20. janúar 1968 (48 ára); Peter Hedblom, 20. janúar 1970 (46 ára); Fredrik Anderson Hed, 20. janúar 1972 (43 árs); Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2016 | 20:25

Frábært jafnvægi í golfbrelluhöggi

Nú eru flestir bestu karlkylfingar Evrópu komnir til Abu Dhabi en þar hefst á morgun Abu Dhabi Golf Championship. Flestir hafa verið duglegir að æfa á æfingasvæðinu. Einn kylfingurinn á Evróputúrnum, Chris Wood náði frábæru brelluhöggi manns að nafni Kevin Carpenter, sem var að leika sér á æfingasvæðinu. Það sem er svo frábært við höggið er jafnvægið sem Carpenter hefir, en hann stendur á stærðarinnar æfingagúmmíbolta með tvær kylfur í hendi, framkvæmir svo höggið án þess að missa jafnvægið og detta af boltanum. Flestir ættu nóg með að halda sér á boltanum og halda jafnvægi! Wood tók höggið upp á farsíma sínn og má sjá það með því að SMELLA Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2016 | 20:15

LPGA: Lydia Ko tekur ekki þátt í 1. mótinu 2016

Lydia Ko mun ekki taka þátt í 1. mótinu á mótaskrá LPGA Tour á þessu ári. Það er mót á Bahamas, en hún mun þess í stað hefja keppni í ár í Flórída. Nr. 1 á heimslistanum mun síðan snúa heim til Nýja-Sjálands, þar sem hún keppir ásamt Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur í New Zealand Open. Í vikunni þar á eftir keppir Ko í Australian Open, en óvíst er enn hvort Ólafía kemst inn í það mót. Þjálfari Ko er David Leadbetter og hann sagði að þessi breyting á dagskrá Ko sé hvorki vegna sjúkdóms né meiðsla.  


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2016 | 20:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Ani Gulugian (11/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 9 stúlkur verið kynntar, 7 sem urðu T-43 í lokaúrtökumótinu og voru neðstar af þeim sem hlutu þátttökurétt á LPGA; en væntanlega hamingjusamar með að hljóta spilarétt og síðan Caroline Westrup og Lesa meira