Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2016 | 07:00

PGA: Jason Dufner leiðir f. lokahringinn í La Quinta – Hápunktar 3. dags

Jason Dufner leiðir í La Quinta þar sem CareerBuilders Challengs in partnership with the Clinton Foundation mótið fer fram. Dufner er búinn að vera í forystu alla 3 mótsdaganna, ýmist ásamt öðrum kylfingum eða einn. Hann hefir leikið á samtals 23 undir pari, 193 höggum (64 65 64). Spurning hvort hann haldi þetta út á lokahringnum í kvöld? Til þess að sjá stöðuna á CareerBuilders Challenge in pwt Clinton Foundation SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 3. keppnisdags SMELLIÐ HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2016 | 20:00

Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———- 23. janúar 2016

Afmæliskylfingur dagsins í dag er taíwanski kylfingurinn og 5-faldur sigurvegari risamóta, Yani Tseng (á kínversku: 曾雅妮). Yani fæddist 23. janúar 1989 í Gueishan, Taoyuan í Taíwan og er því 27 ára í dag. Golf 1 hefir áður kynnt afmæliskylfinginn Yani, sem sjá má með því að smella hér: YANI TSENG Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Valgeir Guðjónsson, 23. janúar 1952  (64 ára); Soffía Margrét Hafþórsdóttir, 23. janúar 1972 (44 ára); Golf 1 óskar afmæliskylfingum dagsins innilega til hamingju með daginn! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2016 | 16:00

Evróputúrinn: 3. hring frestað vegna myrkurs – Thongchai Jaidee efstur af þeim sem lokið hafa leik

Það er Thaílendingurinn Thongchai Jaidee, sem er efstur af þeim sem lokið hafa við 3 hringi eftir 3. dag Abu Dhabi HSBC Golf Championship. Jaidee er búinn að spila á 8 undir pari 208 höggum (71 70 67). Auðvitað er fullt af kylfingum á betra skori en Jaidee, málið er bara að þeir eiga eftir að ljúka leik, en leik var frestað vegna mykurs og hefjast leikar ekki aftur fyrr en kl. 07:40. Bryson DeChambeau er T-15 en hann á eftir 9 óspilaðar holur af 3. hring og er aðeins 1 höggi á eftir Jaidee Til þes að sjá stöðuna eftir 3. dag Abu Dhabi HSBC Golf Championship SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2016 | 12:00

Golfvellir í Þýskalandi: Golfclub Morsum – Sylt (1/18)

Nyrsta odd Þýskalands má finna á eyjunni Sylt og nefnist hann Ellenbogen eða olnboginn. Í austari hluta eyjunnar er golfklúbburinn Morsum. Hann var stofnaður 1966 og völlurinn þá aðeins 9 holu, en 43 árum síðar eða 2009 var hann stækkaður í 18 holu glæsivöll. 1966 skrifaði þýski golfvallararkítektinn Dr. Bernhard von Limburger í tímarit sitt „Golf „: „Um árabil hafa þýskir kylfingar óskað eftir golfvelli á Sylt og það kæmi mér ekki óvart ef hér yrði einn daginn slegið met í golfvallrgjöldum. Þá væri kominn tími að hugsa um næstu 9 holurnar.“ Það þótti þegar árið 1966 hafa tekist vel til með völlinn, sem jafnframt er krefjandi. Golfleikurinn á Sylt er Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2016 | 11:25

NÝTT!!! Greinaröð um 18 bestu golfvelli Þýskalands

Þegar Íslendingar ferðast til að spila golf erlendis verða oftar en ekki golfvellir fyrir valinu sem eru í suðlægari löndum s.s. á Spáni eða Flórída. Nokkuð er þó um hópa meðal kylfinga sem tekið hafa ástfóstri við önnur hefðbundin „golflönd“ s.s. Skotland og þekktir ýmsir „strákahópar“ sem spila „regligiously“ þar …. enda er vagga golfíþróttarinnar einmitt í Skotlandi. Svo eru þeir sem elska skandinavíska velli s.s. í Danmörku eða Svíþjóð; Noregur og Finnland verða þar oft útundan þó vissulega séu frábærir golfvellir þar líka og svo er alveg tilvalið að skella sér til Þórshafnar í Færeyjum og spila „Golfvöllinn“ þeirra, sem hefir jafnmargar holur og Færeyjarnar eru margar! Minna er Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2016 | 06:30

PGA: Dufner leiðir í hálfleik á CareerBuilder Challenge in pwt Clinton Foundation – Hápunktar 2. dags

Erfiðisvinna og miklar æfingar Jason Dufner eru að skila honum þangað sem hann er kominn nú – í efsta sæti á PGA Tour móti í hálfleik …. í hálfleik …. aðeins hálfur sigur unninn. Hann er búinn að leiða báða fyrstu keppnisdagana – spurning hvort hann haldi það út, klári? Dufner er búinn að spila á samtals 15 undir pari, 129 höggum (64 65). Dufner átti erfitt ár í fyrra, enda ýmislegt búið að ganga á í einkalífinu, m.a. skilnaðurinn við Amöndu eiginkonu hans, sem orðuð var við að hafa átt vingott við Tiger Woods, þó það hefði síðan verið borið tilbaka, af beggja hálfu. Á hæla Dufner í CareerBuilder Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2016 | 20:45

Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG. Hann fæddist 22. janúar 1985 og á því 30 ára afmæli í dag. Alfreð Brynjar kemur úr mikilli golffjölskyldu; sonur hjónanna Kristins J. Gíslasonar, verkfræðings og Elísabetar M. Erlendsdóttur, ljósmóður. Alfreð á 4 systkini, Elínborgu, Lóu Kristínu, Kristinn Jósep og Ólafíu Þórunni, en síðastnefnda systir Alfreðs Brynjars er 3-faldur Íslandsmeistari í golfi 2011, 2013 og 2014 og spilar nú á LET, 2. íslenskra kvenkylfinga til þess að ná þeim árangri! Alfreð Brynjar bjó í Danmörku í 10 ár. Hann byrjaði 12 ára gamall í golfi, vegna þess að hann vildi spila við föður sinn, Kristinn, sem alltaf var í golfi og eins var Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2016 | 20:15

Golfleikur Varðar tilnefndur til íslensku vefverðlaunanna

Vefsíða Golfleiks Varðar og Golfsambandsins er tilnefnd til Íslensku vefverðlaunanna. Frábær þátttaka var í Golfleiknum síðasta sumar þar sem kylfingar fengu að spreyta sig í þekkingu á golfreglum. Þar stóð Steinþór Haraldsson uppi sem sigurvegari. Vörður og GSÍ munu standa að nýjum Golfleik á þessu ári og er undirbúningur þegar hafinn. Þátttakan var framar vonum í leiknum s.l. sumar. Um 10.000 skráningar voru í leikinn þar sem þátttakendur fengu að reyna á kunnáttu sína á golfreglunum. Þeir sem tóku þátt fengu viðurkenningarnar brons, silfur eða gull eftir því hversu vel þeir stóðu sig. Keppendur voru vel að sér í golfreglunum því 65% þeirra sem tóku þátt fengu gullmedalíu. Steinþór hafði Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2016 | 20:00

Evróputúrinn: Andy Sullivan efstur e. 2. dag í Abu Dhabi e. að leik var frestað vegna myrkurs

Það er enski kylfingurinn Andy Sullivan sem er efstur á Abu Dhabi HSBC Golf Championship. Hann er búinn að spila á 10 undir pari (67 67). Á hæla Sullivan er áhugamaðurinn bandaríski Bryson DeChambeau á 9 undir pari, en hann á eftir að spila 9 holur. Leik var nefnilega frestað vegna myrkurs. Til þess að sjá stöðuna í hálfleik á Abu Dhabi HSBC Golf Championship SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Abu Dhabi HSBC Golf Championship SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2016 | 12:00

Michelle Wie með 12. ásinn á ferlinum

Bandaríski kylfingurinn Michelle Wie fékk nú nýlega ás á æfingahring í The Bears Club í Flórída. Þetta gerðist á 113 yarda par-3 holu. Þetta er 12. ás Wie á ferli hennar, sem er svona u.þ.b. 12 sinnum fleiri ásar en flestir hafa hlotið á ferli sínum! Wie þurfti auðvitað að monta af ásnum og það gerði hún á Twiter þar sem hún sagðist hafa farið „Hole in Oneskie!!“ Kannski að tíminn með Tiger sé farinn að hafa sín áhrif á leik hennar – Sjá grein Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR: