Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2016 | 10:30

Paul Azinger kemur í stað Greg Norman sem golffréttaskýrandi FOX Sports

FOX Sports er búið að ráða nýjan golffréttaskýranda – Paul Azinger. Paul Azinger – er 12-faldur sigurvegari á PGA Tour, en hann sigraði m.a. árið 1993 á PGA Championship risamótinu og var fyrirliði sigurliðs Bandaríkjanna í Rydernum 2008. Hann tekur við stöðu Greg Norman, skv. heimildarmönnum Golfweek, en reyndar var Golf Digest fyrst með þessa frétt. Norman og FOX slitu samningum sameiginlega, þann 15. janúar eftir aðeins 1 ár Norman í starfinu. Azinger hefir m.a. starfað með Nick Faldo á ABC Sports á árunum 2004-2006 og var nýlega hluti ESPN sem voru með lýsingar á eftirfarandi risamótum: The Masters, Opna bandaríska og Opna breska . Á fyrsta ári sínu hjá FOX mun Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2016 | 09:25

Lee Westwood selur $ 11 milljóna hús sitt í Flórída

Síðastliðið haust lýsti Lee Westwood því yfir að hann ætlaði að flytja tilbaka til Bretlands og myndi ekki keppa lengur á PGA Tour. Þetta kom í kjölfar skilnaðar hans við eiginkonu sína til margra ára, en hún flutti aftur „heim“ til Englands og tók börnin með sér.  Westwood hins vegar yngdi upp. „Ég hef alltaf sagt að ég væri með forgangsröðun og að golfið væri ekki það mikilvægasta, en augljóslega eru það krakkarnir mínir nú,“ sagði Westwood í viðtali við The Telegraph. „Ég flyst aftur til Englands, ég er búinn að gefa frá mér PGA Tour aðild mína og af persónulegum ástæðum mun ég nú aðallega spila á Evróutúrnum, þannig að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2016 | 09:00

Belgískur kylfingur sakar PGA Tour um að „photoshop-a“ mynd af sér

Belgíski kylfingurinn Thomas Pieters, 23 ára, er kominn á topp-60 á heimslistann eftir að hafa orðið  í 2. sæti á Abu Dhabi HSBC Golf Championship, móti Evróputúrsins, sl. helgi. Ef svo heldur sem horfir gæti Pieters áunnið sér sæti á The Masters og farið að spila reglulega á PGA Tour mótum, sem vonandi er því hér er mikill hæfileikakylfingur á ferð. En Pieters hefir nú vakið athygli á sér með því að „saka“ bandaríska PGA Tour um að „betrumbæta“ ljósmynd af sér. Þannig skrifaði hann á fésbókarsíðu sína: „Guess the PGA Tour doesn’t like my curly hair, so they gave me a photoshop haircut…“ (Lausleg þýðing:  Get mér þess til Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2016 | 08:45

EPD: Fylgist með Þórði Rafni á lokahringnum á Ain Sokhna mótinu í Egyptalandi HÉR!

Íslandsmeistarinn í höggleik, Þórður Rafn Gissurarson, GR, tekur þátt í Red Sea Ain Sokhna Classic 2016 mótinu, sem fram fer í Ain Sokhna í Egyptalandi, en mótið er hluti þýsku EPD mótaraðarinnar. Mótið stendur 25.-27. janúar 2016 og lýkur í dag. Þórður Rafn er búinn að spila báða hringina á 1 yfir pari, 73 höggum og flaug í gegnum niðurskurð.  Á fyrri hringnum fékk hann 2 fugla, 1 skolla og 1 skramba og á seinni hringnum í gær var Þórður Rafn með 3 fugla, 2 skolla og 1 skramba. Sem stendur er hann T-21 og eftir 6 holu leik er hann búinn að fá 1 fugl og 2 skolla er Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2016 | 20:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bjarni Benediktsson – 26. janúar 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Bjarni Benediktsson,  fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann fæddist 26. janúar 1970 og er því 46 ára í dag. Komast má á facebook síðu Bjarna hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Bjarni Benediktsson (46 ára) – Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Sir Henry Thomas Cotton, 26. janúar 1907-22. desember 1987 (hefði orðið 109 ára í dag); Una Sveinsdóttir (56 ára); Vilhjálmur Einar Einarsson (39 ára);  Paul Sheehan, 26. janúar 1977 (38 ára); Karine Icher, 26. janúar 1979 (37 ára); Guido Van Der Valk, 26. janúar 1980 (36 ára); Simth Lee (32 ára) Golf Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2016 | 18:00

Tiger og Amanda – eitthvað milli þeirra?

„Where there are sparks there´s usually fire!“  – enskt orðatiltæki.  Neisti hefur í sér að verða að báli. Nú er orðið deginum ljósara er að fyrrum meint hjákona Tiger Woods, Amanda Boyd Dufner, hefir keypt hús í Jupiter, Flórída, sem er aðeins nokkrar mílur frá höll Tiger! Amanda keypti 3-svefnherbergja hús sitt sem einnig er með 3 baðherbergi og er 3000 ferfet á $675,000 í maí 2015. „Nýja hús Amöndu er aðeins 9 mílur frá 50.000 ferfeta höll Tiger við ströndina,“ sagði heimildarmaður. Bæði hafa Amanda og Tiger borið tilbaka orðróm um að eitthvað sé milli þeirra og þau hafa ekkert sést saman nýlega en vinir beggja segja að „það sé enn Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2016 | 11:55

Hver er kylfingurinn: Bryson DeChambeau?

Það var einn kylfingur öðrum fremur sem vakti athygli á sér á Abu Dhabi HSBC Golf Championship og það var ekki Jordan Spieth. Nei, það var annar ungur 22 ára Bandaríkjamaður „sem stal show-inu“ þegar hann varð í efsta sæti á 8 undir pari, 64 höggum eftir 1. hring mótsins, sem hann lauk síðan T-54, en engu að síður hann er áhugamaður að taka þátt í fyrstu mótunum sínum með „stóru strákunum“, sem hann skaut öllum ref fyrir rass á 1. degi.  Á 1. degi lék hann 4 höggum betur en nr. 1 á heimslistanum Jordan Spieth og 2 höggum betur en fyrrum nr. 1 Rory McIlroy. Hver er kylfingurinn Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2016 | 09:00

PGA: Dufner gæti þegar verið kominn með högg ársins!

Þótt það sé aðeins janúar 2016 gæti Jason Dufner þegar hafa slegið högg ársins á móti PGA Tour í sl. viku, þ.e. CareerBuilders Challenge in partnership with the Clinton Foundation. Hann átti afleitt högg sem lenti í grjóti við par-3 17. holuna, einmitt þegar hann þurfti ekki á því að halda … eins og oft vill verða í golfinu. David Lingmerth var búinn að sækja hart að honum og þeir voru efstir og jafnir fyrir lokaholuna. Dufner varð helst að setja höggið niður en a.m.k. að ná pari, en boltinn var einfaldlega í erfiðri, ja að sumra mati ósláanlegri stöðu þarna í grjótinu. En hvað gerir töffarinn Duff? Hann ákveður að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2016 | 17:30

Sjáið hvað kona Mickelson teiknaði í SKY bílnum!

Phil Mickelson tók nú í sl. viku þátt í móti PGA Tour CareerBuilders Challenge in partnership with the Clinton Foundation. Allir vita að Jason Dufner sigraði David Lingmerth í bráðabana en Phil varð T-3 ásamt Andrew Loupe og Kevin Na. Phil er gríðarlega vinsæll og þó hann hafi ekki unnið, en 4 höggum munaði á efstu mönnum og þeim sem deildu 3. sætinu, þá biðu áhangendurnir í röðum til að fá eiginhandaráritanir. Allir sem eru í fjölmiðlum vita hversu þolinmóður Phil er við aðdáendur sína. Ein var sú sem fylgdist með eiginmanni sínum …. Amy Mickelson. Hún gerði það úr Sky Sports Cart – þar sem með tækni má teikna Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2016 | 17:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ari Gylfason —— 25. janúar 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Ari Gylfason. Ari er fæddur 25. janúar 1974 og á því 42 ára afmæli í dag. Ari býr í Sandgerði og er félagi í GSG – Hann varð m.a í 3. sæti í 1. flokki á Meistaramóti GSG, 2013 og gengur yfirleitt vel í opnum mótum. Ari er í sambúð með Maríu Guðmundu Pálsdóttur og á 3 börn. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Ari Gylfason (42 ára– Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sjøfn Har (63 ára); Þorbjörg Þorbjörnsdóttir (59 ára); Lalla Frá Akureyri (59 ára); Lesa meira