Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2016 | 09:00
Phil Mickelson ergilegur yfir veðmálasögu Ruffles

Golf 1 birti s.s. margir golffréttamiðlar frétt þess efnis að 17 ára ástralskur menntaskólastrákur Ryan Ruffles hefði unnið 5000 dollara í golfveðmáli gegn engum öðrum en sjálfum Phil Mickelson. Rifja má upp fréttina með því að SMELLA HÉR: Phil hefir brugðist ergilega við þessari frétt, sem í raun birtist fyrst í viðtali Sydney Herald við Ruffles og fór síðan eins og eldur í sinu um allt. Phil hafði eftirfarandi að segja um veðmálið: „Hann er ungur,” sagði Mickelson , „og hann á eftir að læra ýmislegt.“ „Eitt er það að maður talar ekki um ákveðna hluti. Maður ræðir ekki í smáatriðum hvað er verið að spila um. Og maður slær Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2016 | 07:00
Fyrsti bíll Lydíu Ko er Lexus

Nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko, undirritaði styrktar- og auglýsingasamning við Lexus bílaframleiðandann nú nýlega og …. er þegar búin að fá fyrsta bílinn sinn. Það kemur í kjölfar þess að Ko er nýbúin að fá bílpróf í Bandaríkjunum. Á Twitter tvítaði Ko ánægð: „My first car!!!!!! So excited to receive this amazing 2016 Lexus RC F Sports Coupe! A big thank you to my new sponsor.“ (Lausleg þýðing: „Fyrsti bíllinn minn!!!!!! Svo spennt að fá þennan ótrúlega 2016 RC F Sports Coupe! Kærar þakkir til nýja styrktaraðilans míns.“)
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Mike Hill ————- 27. janúar 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Mike Hill. Mike er fædur 27. janúar 1939 í Jackson, Michigan og á því 77 ára afmæli í dag. Hann var í Arizona State University og gerðist atvinnumaður árið 1967. Hann átti ágætis feril á PGA Tour, þar sem hann vann þrívegis. Stærsti árangur á lífsferli hans í golfinu kom þó eftir 50 ára aldrinum þegar hann sigraði 18 sinnum á the Senior PGA Tour (nú Champions Tour) og var m.a. á toppi peningalista Seniors Tour 1991. Mike er bróðir þekktari Hill-bróðursins, Dave Hill (f. 20. maí 1937-d. 27. september 2011). Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mike Hill, 27. janúar 1939, 77 ára Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2016 | 14:45
Golfvellir í Þýskalandi: Ostsee Golf Resort Wittenbeck – (3/18)

Við höldum okkur enn í Norður-Þýskalandi við kynningu á flottustu golfvöllum Þýskalands og förum í landið Mecklenburg Vorpommern, sem er aðeins austar en Sylt, þar sem fyrstu tveir golfvellirnir, sem kynntir hafa verið hér á Golf 1 voru. Wittenbeck býður upp á tvo golfvelli par-72 keppnisvöllinn Eikhof (fyrst tekinn í notkun 2007) og 9 holu völl Höstingen. Báðir eru vellirnir í gullfallegu létt hæðóttu landslagi með mikið af plöntum, runnum og trjám en fyrst og fremst ógrynni af sandglompum, sem eru helstu hindranir á völlunum. Víða á völlunum finnast litlir gervifossar, sem byggðir hafa verið inn í landslagið. Sérstaklega fallegt er að standa á teig á par-4 10. holunni horfa Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2016 | 14:00
NÝTT!!! Nýju strákarnir á PGA Tour 2016

Nú fara engin úrtökumót fram til þess að komast inn á PGA Tour heldur eru í raun aðeins þeir sem hafa spilarétt á Web.com mótaröðinni 2. deild PGA, sem öðlast rétt til að spila á PGA Tour. Á keppnistímabilinu 2015-2016 voru 50 kylfingar sem hlutu kortin sín. Þeir sem efstir eru á peningalista Web.com og þeir sem staðið hafa sig best í 4 móta mótaröð, sem markar lok keppnistímabilsins á Web.com Tour þ.e. Web.com Finals, færast upp í 1. deild þ.e. sjálfa PGA Tour. Í fyrrahaust voru 50 „nýir“ kylfingar sem komust þannig á PGA Tour – nýir er haft innan gæsalappa, því oft eru þetta gamlar kempur að endurnýja Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2016 | 13:50
GB: Kristvin ráðinn íþróttastjóri

Kristvin Bjarnason, PGA golfkennari, hefur verið ráðinn íþróttastjóri Golfklúbbs Borgarness. Kristvin kemur til með að hafa umsjón með uppbyggingu á barna- og unglingastarfi GB. Kristvin verður einnig til reiðu með almenna kennslu fyrir félaga GB og annarra sem vilja nýta krafta hans á Hamarsvelli. Kristvin er 44 ára, fæddur 19. október 1971.
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2016 | 13:45
EPD: Þórður Rafn lauk leik T-20 í Egyptalandi

Þórður Rafn Gissurarson, GR, lauk leik á Ain Sokhna mótinu í Egyptalandi nú fyrir skemmstu. Hann varð T-20 lék hringina þrjá á samtals 2 yfir pari, 218 höggum (73 73 72). Sigurvegari mótsins varð Christopher Mivis frá Belgíu og athyglivert hversu margir góðir belgískir kylfingar eru að koma fram á sjónarsviðið. Mivis er fæddur 8. nóvember 1988 og er því 27 ára og á sama afmælisdag og snillingarnir Thongchai Jaidee og Franceso Molinari, svo nokkrir frábærir kylfingar sem fæddir eru þennan dag séu nefndir. Sigurskor Mivis var samtals 10 undir pari. Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2016 | 13:30
GR: Meistaramót fer fram 3.-9. júlí 2016

Meistaramót Golfklúbbs Reykjavíkur 2016 fer fram dagana 3.-9. júlí. Eins og undanfarin ár verður leikið verður á Grafarholtsvelli og á Korpúlfsstaðarvelli. Sunnudaginn 3. júlí til þriðjudagsins 5. júlí leika allir barna- og unglingaflokkar, allir öldungaflokkar, 3. flokkur karla og kvenna, 4. og 5. flokkur karla. Þessir flokkar leika 54 holur í mótinu. Miðvikudaginn 6. júlí til laugardagsins 9. júlí leika 2.flokkur karla og kvenna, 1.flokkur karla og kvenna og Meistaraflokkur karla og kvenna. Þessir flokkar leika 72 holur. Allar upplýsingar um Meistaramót GR verða að finna á heimasíðu GR, www.grgolf.is undir Meistaramót GR þegar nær dregur sumri. Kappleikjanefnd áskilur sér rétt til breytinga áður en skráning í mótið hefst. Hér Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2016 | 13:00
GKG: Staðan e. 2. púttmót barna og unglinga

Á vefsíðu GKG er eftirfarandi frétt: „Nú hafa tvö mót farið fram í púttmótaröð barna og unglinga GKG, en mótin eru leikin annan hvern laugardag. Þátttakan var mjög góð, en 38 krakkar tóku þátt. Alls verða 9 mót í vetur, og telja bestu 4 mótin í heildarkeppninni, en veitt verða einnig verðlaun fyrir bestu mætinguna. Hægt er að sjá árangur þriggja bestu í hverjum flokki hér fyrir neðan, en til að sjá úrslit allra keppenda smellið hér. Við þökkum öllum fyrir þátttökuna og minnum á næsta mót sem fer fram laugardaginn 6. febrúar í Kórnum. Hægt er að hefja leik milli 11-12:45 og er þátttaka ávallt ókeypis. 12 ára og Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2016 | 12:45
Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Heather Bowie Young (15/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 14 stúlkur verið kynntar, 7 sem urðu T-43 í lokaúrtökumótinu og voru neðstar af þeim sem hlutu þátttökurétt á LPGA; síðan Caroline Westrup og Samantha Richdale, sem deildu 41. sætinu og svo Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

