Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ómar Bogason – 30. janúar 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Ómar Bogason. Ómar er fæddur 30. júní 1960 og á því 56 ára afmæli í dag. Ómar er í Golfklúbbi Seyðisfjarðar og snjall kylfingur Ómar Bogason (56 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: William Park Sr., f. 30. júní 1833-d. 25. júlí 1903; Harriot Sumner Curtis, f. 30. júní 1881 – 25. október 1974; Ómar Bogason, GSF, 30. júní 1960 (56 ára); Margrét Geirsdóttir, GR, 30. júní 1965 (51 árs);  Veronica Felibert frá Venezuela, 30. júní 1985 (31 árs) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum sem öðrum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!!! Ef þið viljið Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2016 | 09:55

LPGA: Hull, Khang og Nomura leiða á Bahamas e. 2. dag

Mót vikunnar á LPGA er Pure Silk Bahamas  LPGA Classic mótið, sem jafnframt er 1. mót 2016 keppnistímabilsins. Í hálfleik er staðan þannig að enski Solheim Cup kylfingurinn Charley Hull er efst ásamt þeim Megan Khang og Haru Nomura. Allar hafa þær spilað á samtals 8 undir pari, 138 höggum; Khang (70 68); Nomura og Hull (68 70). Til þess að sjá stöðuna á Pure Silk Bahamas LPGA Classic mótinu SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta á 2. keppnisdegi Pure Silk Bahamas LPGA Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2016 | 09:45

Evróputúrinn: Fylgist með lokahring Qatar Masters!

Skotinn Paul Lawrie er búinn að leiða mestallt mótið, lauk 3. keppnisdegi á toppnum á 13 undir pari, 203 höggum (67 66 70). Lawrie átti glæsilegan skollalausan hring, þar sem hann spilaði jafnt og öruggt golf var á 2 undir og fékk 2 fugla. Nú er lokahringurinn hins vegar hafinn og bæði danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen og Branden Grace frá Suður-Afríku sækja að Lawrie. Byrjunin hjá Lawrie er arfaslæm en hann er á fyrstu 5 holum lokahringsins búinn að fá 2 skolla, þ.e. tapa tveimur höggum; bætti það aðeins með því að fá fugl og Olesen búið að takast að jafna við hann og þeir sitja nú á toppnum eftir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2016 | 09:30

PGA: KJ Choi og Gary Woodland efstir í hálfleik Farmers – hápunktar 2. dags

Forystumenn Farmers Insurance Open eftir 2. keppnisdag eru tveir: Gary Woodland og gamla brýnið KJ Choi. Báðir hafa þeir leikið á 9 undir pari, 135 höggum (68 67). Í 3. sæti er DJ þ.e. Dustin Johnson á samtals 8 undir pari, 136 höggum (70 66). Til þess að sjá stöðuna á Farmers Insurance Open  SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Farmers Insurance Open SMELLIÐ HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2016 | 22:00

Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Erlingur Snær Loftsson. Erlingur Snær fæddist 29. janúar 1991 og á því 25 ára afmæli í dag!!! Erlingur er í Golfklúbbinum á Hellu (GHR) og er með 6,6 í forgjöf. Hann er fyrrum golffréttaritari iGolf.is og er leiðbeinandi í SNAG golfi. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jack Burk Jr., 29. janúar 1923 (93 ára); Donna Caponi, 29. janúar 1945 (71 árs); Oprah Winfrey, 29. janúar 1954 (62 ára); Yoshitaka Yamamoto, 29. janúar 1951 (65 ára) ….. og ….. Habbanía Hannyrðakona (56 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2016 | 20:00

Golfvellir í Þýskalandi: Golfanlage Warnemünde – (4/18)

Fjórði golfvöllurinn af þeim 18 sem kynntir verða hér á Golf 1 af 747 golfvöllum Þýskalands er Golfanlage Warnemünde, í Rostock, í Þýskalandi. Enn erum við í Norður-Þýskalandi og færum okkur aðeins austar á bóginn. Golfanlage Warnemünde var árið 2012 kjörinn besti golfáfangastaður Þýskalands.   Hann býður upp á 27 holu völl þar sem velja má um mismunandi samsetningu 9 holu brautanna, sem eru eftirfarandi: Yachthafenresidenz Hohe Düne Course : (Holur 1-9 & Holur 10-18) Hotel Neptun Course: (Holur 10-18 & Holur 19-27) Grand Hotel Heiligendamm Course: (Holur 19-27 & Holur 1-9) Ekki ósvipað og á Costa Ballena, en margir íslenskir kylfingar sem kannast við þann góða golfstað. Auk þess Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2016 | 17:35

Tiger og Rory tía e.t.v. upp saman á Opna írska í vor!

Tiger Woods hefir verið boðið að taka þátt í Dubai Duty Free Irish Open sem fram fer í K Club á Írlandi 19.-22. maí n.k. Ef hann verður búinn að ná sér ætlar Tiger að keppa og fær hann þá að tía upp við hlið Rory McIlroy á Palmer vellinum í hinni gullfallegu County Kildare. Til þess að halda upp á 10 ára afmæli Ryder Cup á staðnum þá bauð Evróputúrnum 2006 liðum Evrópu og Bandaríkjunum 2006 að taka þátt, sem og fyrirliðum liðanna þeim Ian Woosnam og Tom Lehman. Rory verður gestgjafi og það virkar eflaust sem segull á marga bestu kylfinga heims. Það sem er líka gott við tímasetningu mótsins er að hún Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2016 | 17:15

LPGA: 7 deila efsta sætinu e. 1. dag á Baham- as – Wie stungin af bíflugu – Inbee hætti keppni

Michelle Wie var stungin af býflugu í gær á fyrsta móti ársins á LPGA, Pure Silk-Bahamas LPGA Classic. Sú sem er í 2. sæti á heimslistanum Inbee Park dró sig úr mótinu eftir 2. versta hring á ferli sínum, en Inbee þjáðist af bakmeiðslum allan hringinn, eins og þið vitið hver… Inbee var á 80 snjókerlingahöggum! Hún er þegar búin að tilkynna að hún taki ekki þátt í Coates Golf Championship í næstu viku í Flórída. Býflugan stakk Wie í höndina á 16. holu, sem var 7. holan hennar í Ocean Club; hún fékk 3 skolla á seinni 9 en kláraði samt hringinn á 3 yfir pari, 76 högg og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2016 | 17:00

PGA: Scott Brown og Andrew Loupe efstir á Farmers – Hápunktar 1. dags

Í gær hófst Farmers Insurance Open á Torrey Pines í La Jolla. Eftir 1. keppnisdag eru tveir kylfingar efstir og jafnir; þeir Scott Brown og Andrew Loupe; báðir frá Bandaríkjunum. Þeir léku báðir á 6 undir pari, 66 höggum. Þriðja sætinu deila 5 kylfingar: Billy Horschel, Rob Oppenheim (sem rétt slapp inn á PGA Tour og var kynntur í gær, í nýrri greinaröð hér á Golf 1), Patton Kizzire (sem varð efstur af nýju strákunum á PGA Tour); Tom Hoge og Harold Varner III. Þeir voru allir höggi á eftir forystumönnunum tveimur; þ.e. léku á 5 undir pari, 67 höggum. Til þess að sjá stöðuna á Farmers Insurance Open SMELLIÐ Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2016 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Su Oh (16/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 14 stúlkur verið kynntar, 7 sem urðu T-43 í lokaúrtökumótinu og voru neðstar af þeim sem hlutu þátttökurétt á LPGA; síðan Caroline Westrup og Samantha Richdale, sem deildu 41. sætinu og svo Lesa meira