Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2016 | 09:00
PGA: Úff, lítið undan! Scott Brown með versta skorið á Farmers – fór úr 1. sæti í T-49!!!

Scott Brown er e.t.v ekki þekktasti kylfingurinn á PGA Tour. Fyrir þá sem ekki þekkja hann var Golf 1 með kynningu á honum, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Hann var í forystu á móti s.l. viku á PGA Tour, þ.e. Farmers Insurance Open, fyrir lokahringinn … ásamt KJ Choi. Brown lék fyrstu 3 hringina á ágætis skori (66 71 70) … en svo kom lokahringurinn og þá var bara spurning um það hvort Brown myndi takast að breaka 90 eins og hverjum öðrum meðalskussa, en ekki háklassakylfingi á PGA Tour!!! Á fuglalausum hring sínum fékk Brown 11 skolla og 2 skramba, lék hringinn á 15 yfir pari, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2016 | 08:00
GO: Fundargerð aðalfundar

Aðalfundur GO fyrir starfsárið 2015 fór fram í desember síðastliðnum. Nú er fundargerð aðalfundarins aðgengileg og má lesa hana með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Til þess að sjá fundargerð aðalfundar Golfklúbbsins Odds SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2016 | 07:00
PGA: Snedeker sigraði í Torrey Pines!

Það var Brandt Snedeker sem stóð uppi sem sigurvegari í Farmers Insurance Open mótinu, sem venju samkvæmt fór fram í Torrey Pines í La Jolla, Kaliforníu. Snedeker lék á samtals 6 undir pari, 282 höggum (73 70 70 69) og kláraði á sunnudeginum í brjáluðu veðri eins og sjá má hér að neðan, hvassviðri og rigningu meðan að meirihluti kylfinga lauk leik á mánudeginum 1. febrúar 2016, þ.e. í gær. Þótti með ólíkindum að Snedeker tækist að vera undir 70 í vonda veðrinu …. og síðan sigra í mótinu, þegar aðrir kláruðu í mun skaplegra veðri. Til þess að sjá hápunkta lokahringsins í Torrey Pines SMELLIÐ HÉR: Til þess að Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2016 | 18:00
Hvað var í sigurpoka Grace í Qatar?

Branden Grace frá Suður-Afríku tókst fyrstum kylfinga að verja titil sinn á Qatar Masters, s.l. sunnudag, 31. janúar 2016. Hvaða verkfæri skyldu nú hafa verið í sigurpoka hans? Þau eru eftirfarandi: Dræver: Callaway, Big Bertha Alpha 815 DD – 8.5° Brautartré: Callaway, Big Bertha V Series Rescue kylfa: Callaway, Apex UT – 18° 4-9 járn: Callaway, X Forged 13 Pitcharinn: Callaway, X Forged 13 Sandwedge-inn: Callaway, Mack Daddy 2 – 56° Lobbarinn: Callaway, Mack Daddy 2 – 60° Aukafleygjárn: Callaway, Mack Daddy 2 – 52° Pútter: Odyssey, Versa WBW V-Line Bolti: Callaway, SR3 S Skór: FootJoy Eins og sést að ofan er Grace Callaway-maður út í gegn! … aðeins skóbúnaðurinn Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2016 | 17:00
Nýju strákarnir á PGA Tour 2016: Brian Davis (3/50)

Í fyrrahaust voru 50 „strákar“ sem komust á PGA Tour þ.e. þeir 25 sem voru efstir í 2. deildinni Web.com og svo 25 aðrir sem keppa á sérstöku 4 móta úrtökumótaröð Web.com Finals alls 50. Sá sem varð í 48. sætinu og rétt slapp ínn á PGA Tour er Brian Davis. Brian Davis fæddist í London, Englandi, 2. ágúst 1974 og er því 41 árs. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1994 og komst á Evróputúrinn 1997. Honum gekk vel fyrstu 6 árin og sigraði m.a. á Peugeot Open de Espana árið 2000. Árið 2003, jafnvel þó hann hefði ekki unnið eitt mót, þá átti hann besta keppnistímabil sitt fram að því Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR. Hildur Kristín fæddist 1. febrúar 1992 og á því 24 ára afmæli í dag. Hildur Kristín byrjaði að spila golf 15 ára og er því aðeins búin að spila golf í 5 ár. Engu að síður er hún komin með 6,2 í forgjöf og spilaði m.a. á Eimskipsmótaröðinni sumarið 2011 og 2012. Hildur varð m.a. í 2. sæti á Íslandsmóti unglinga í holukeppni; hún sigraði 1. flokk á meistaramóti GR, 2009 og sigraði bæði sveitakeppni 1. deildar kvenna kvenna og stúkna 18 ára og yngri 2010. Eins var hún í sveit GR kvenna, sem urðu Íslandsmeistarar í sveitakeppni GSÍ, 2011. Hildur Kristín er Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2016 | 13:26
PGA: DaLaet skammar Pat Reed f. að draga sig úr móti

Patrick (Pat) Reed er ekki sá vinsælasti hvori meðal golfáhangenda né kylfinga á PGA Tour. M.a. vegna stæla á golfvellinum og hegðunnar sinnar bæði utan og innan vallar (sjá t.a.m. meðfylgjandi mynd þar sem hann var með stæla við áhorfendur Ryder Cup 2014). Og Reed var enn einu sinni umfjöllunarefni nú um helgina vegna þess að hann dró sig úr Farmers Insurance mótinu á Torrey Pines vegna meintra ökkla meiðsla. Það var úrhelli og menn ekki ánægðir með fækkunina sem varð í hollinu og tók einn þeirra, kanadíski kylfingurinn Graham DeLaet til við að tjá sig um það á Twitter. DaLaet skrifaði þannig eftirfarandi á Twitter: 1 „Þetta (spilið við Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2016 | 13:00
PGA: Snedeker með frábæran lokahring!

Lokahringnum á Farmers Insurance Open var frestað í gær og verður leikinn í kvöld vegna slæms veðurs. Aðeins 1 kylfingur lék í gær undir pari, en það var Brandt Snedeker. Hann átti frábæran hring upp á 69 högg, þar sem hann fékk 4 fugla og 1 skolla og er sem stendur í 2. sæti á eftir Jimmy Walker, sem enn á eftir að ljúka hring sínum. Sjá má hápunkta 4. dags (sem ekki tókst að ljúka – en úrslitin liggja ekki ljós fyrir fyrr en í kvöld) með því að SMELLA HÉR: Sjá má stöðuna á Farmers Insurance Open með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2016 | 11:00
LPGA: Hyo Joo Kim sigraði á Bahamas – Lewis, Nordqvist og SY Kim í 2. sæti! – Hápunktar 4. dags

Það var Hyo Joo Kim frá Suður-Kóreu sem sigraði á Pure Silk Bahamas LPGA Classic. Hyo Joo lék á samtals 18 undir pari, 274 höggum (70 70 68 66) og átti 2 högg á þær 3 sem næstar komu. Það voru þær Stacy Lewis, Anna Nordqvist og Sei Young Kim, sem allar voru á 16 undir pari, 276 höggum. Til þess að sjá lokastöðuna á Pure Silk Bahamas LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Pure Silk Bahamas LPGA Classic SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2016 | 09:00
Asíutúrinn: Spieth lauk leik í 2. sæti á eftir Song í Singapúr!

Nr. 1 á heimslistanum Jordan Spieth varð í 2. sæti á SMBC Singapore Open á eftir Song Young-han, frá Kóreu sem sigraði í mótinu. Song lék á samtals 12 undir pari, 272 höggum (70 63 69 70) og það var einkum glæsi- 2. hringur Song upp á 63 högg sem réði baggamuninum. Spieth lék mun jafnara golf og var með engar flugeldasýningar; var á samtals 11 undir pari 271 höggi (67 70 70 66), og munaði því aðeins 1 höggi á honum og Song. Í 3. sæti varð kínverski kylfingurinn kunni Liang Wen-chong enn öðru höggi á eftir á samtals 10 undir pari. En þó 2. sætið hafi eflaust verið vonbrigði fyrir Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

