Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2016 | 12:00
Snedeker hlýtur sneypulega móttöku í klúbbhúsi TPC Scottsdale

Brandt Snedeker sem sigraði svo glæsilega á Farmers Insurance Open mótinu sl. helgi á PGA Tour hlaut heldur sneypulega mótttöku í klúbbhúsi TPC Scottsdale. Þar hangir nefnilega uppi mynd sem sýnir bakhluta Snedeker, þar sem hann er að horfa inn í kaktusaþykkni, þar sem bolti hans er í vonlausri legu undir kaktusnum. (Sjá meðfylgjandi mynd). Snedeker tvítaði eftirfarandi í gær (3/2) um mótttökurnar í klúbbhúsinu: „Not the most welcoming picture when I walk into the clubhouse this week.“ (Lausleg þýðing: „Þetta eru ekki sú mynd sem býður mann mest velkominn þegar ég geng inn í klúbbhúsið í þessari viku.“) En svona er það. Sumum finnst ekkert skemmtilegra en að sjá Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2016 | 10:45
Lexi púttar með augun lokuð

Lexi Thompson var mjög heit á fyrsta hring Coates Golf Championship í gær, miðvikudaginn 3. febrúar 2016. – hún púttaði með augun lokuð. Grínlaust. Lexi púttaði með augun lokuð og lauk 1. hring sínum í mótinu á 3 undir pari 69 höggum. Af hverju? „Mér líður eins og ég sé að brenna gat á golfboltanum með augunum stundum,“ sagði Lexi. Lexi sagðist jafnframt ekki hafa haft mikla tilfinningu fyrir pútternum sínum síðasta keppnistímabil þannig að hún fór að pútta með augun lokuð á æfingaflötinni á síðasta móti síðasta keppnistímabils, þ.e. CME Group Tour Championship. „Það hjálpaði púttstrokunni minni,“ sagði Lexi ánægð þannig að hún hélt bara áfram að pútta með augun lokuð. Lexi Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2016 | 08:00
Golfútbúnaður: Bentley hefur framleiðslu á golfkylfum

Ef það olli hvassviðri að Parsons Xtreme Golf fór fram á $5,000 fyrir sett af golfkylfum, þá ætti að golfsamfélagið að búa sig undir tsunami. Eina risaflóðbylgju sem á uppruna sinn utan hefðbundins golfiðnaðar. Það eru Bentley Motors, sem betur eru þekkt fyrir glæsilega og rándýra bíla sína, sem eru að færa sig inn á golfmarkaðinn. Könnun Bentley leiddi í ljós að 80% viðskiptavina þeirra elska golf og spila. En í stað þess að halda sig við það sem fyrirtækið þekkir best (það ætti e.t.v. að byrja á að framleiða golfbíla!) þá ætla þeir hjá Bentley að skella sér út í framleiðslu á golfkylfum. Og líkt og bílar þeirra, þá Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2016 | 07:30
Endurmenntunarnámskeið golfdómara

Nýjar golfreglur tóku gildi nú um áramótin og í tilefni af því stendur dómaranefnd GSÍ fyrir tveimur endurmenntunarnámskeiðum fyrir golfdómara: Mánudaginn 8. febrúar kl. 19:30 Laugardaginn 13. febrúar kl. 9:00 Námskeiðin verða haldin í fundarsölum ÍSÍ í Laugardal. Sama efni verður á báðum námskeiðunum og nægir að mæta á annað þeirra. Bein útsending verður á YouTube fyrir þá golfdómara sem ekki geta mætt í Laugardalinn, nánari upplýsingar um útsendinguna má nálgast hjá domaranefnd@golf.is Athugið að til að viðhalda dómararéttindum sínum þurfa golfdómarar að mæta á endurmenntunarnámskeið þegar golfreglur breytast. Texti: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2016 | 07:15
Af hverju ekki að ganga í landsbyggðarklúbb?

Golfklúbbur Hellu, GHR, býður nýja félaga velkomna á árinu 2016. GHR hefur fjórum sinnum haldið Íslandsmótið í golfi á Strandarvelli sem er í rúmlega klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík. Af vellinum er góð fjallsýn og ber þar helst að nefna eldfjöllin Heklu, Tindfjallajökul, Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul. Komast má á heimasíðu GHR með því að SMELLA HÉR: GHR er með ýmsa valkosti hvað félagsaðildina varðar og 15 ára yngri greiða engin gjöld í klúbbinn. Á heimasíðu GHR er bent á að engir biðlistar séu til staðar og allir sem óski eftir því komist að. Árgjöld GHR fyrir árið 2016 eru eftirfarandi: 0 -15 ára (fæð.ár. 2001-2016) Frítt 16-19 ára (fæð.ár. 1997-2000) 32,000 kr. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2016 | 07:00
GR: Inga Jóna efst e. 3. púttmót GR-kvenna – Steinunn Sæmunds á besta skori í 3. mótinu

Á heimasíðu Golfklúbbs Reykjavíkur má lesa eftirfarandi frétt: „Það var hópur GR kvenna sem mættu kátar til leiks á þriðja púttkvöldi vetrarins á Korpunni í gær, miðvikudaginn 3. febrúar 2016. Langar brautir og aðrar styttri með ótreiknanlegum brotum gerðu mörgum okkar skráveifu á meðan aðrar rúlluðu upp góðu skori. Steinunn Sæmunds fór völlinn á fæstum höggum eða 27 og raðaði sér með því á meðal þeirra efstu en breyting varð á toppsætum eftir kvöldið í kvöld. Á toppnum eftir þrjá hringi er Inga Jóna Stefánsdóttir með samanlagt 87 högg og á eftir henni koma þær Auðbjörg Erlingsdóttir og Steinunn Sæmunds. Mjög mjótt er á munum þeirra sem á eftir koma Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2016 | 22:30
SNAG: Golfæfingin þyrla – Myndskeið

Ingibjög Guðmundsdóttir eigandi SNAG á Íslandi skrifaði eftirfarandi á facebook síðu sína: „Á meðan sumir bíða eftir að fá SNAG kennslubókina til sín þá er hér myndband sem ég laumaðist til að taka um daginn. Þessi fyrsta æfing í Smell-æfingum heitir Þyrla og stuðlar að því að slakað sé á í höndum og úlnliðum.“ Á myndskeiðinu sést Magnús Birgisson, golfkennari, sýna golfæfinguna þyrlu. Golfæfinguna má sjá með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2016 | 20:45
Golfvellir í Þýskalandi: Gut Kaden – Alveslohe (5/18)

Nú er komið að því að kynna 5. golfvöllinn í Þýskalandi hér á Golf 1. Í dag er það Gut Kaden – Alveslohe, nálægt Hamborg og við höldum okkur enn í Norðvestur-Þýskalandi og það besta: stuttnefnið á Gut Kaden er GK! Líkt og heima á Íslandi er GK (þ.e. Gut Kaden) með einn albesta golfvöll í Þýskalandi. Það er einkum 9-C holan á þessu glæsilega golfsvæði, sem verður eftirminnileg, einkum vegna fallegrar eyjaflatar. Gut Kaden býður upp á 27 holu völl og eru hlutarnir þrír 9 holu og merktir A, B og C og í raun hægt að velja um 3 mismunandi 18 holu velli að spila á. Sjá með Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2016 | 19:50
Afmæliskylfingur dagsins: Retief Goosen —— 3. febrúar 2016

Afmæliskylfingur dagsins er suður-afríski kylfingurinn Retief Goosen. Goosen er fæddur 3. febrúar 1969 í Pietersburg (nú Polokwane) í Suður-Afríku og er því 47 ára í dag!!! Hann var á topp 10 á heimslistanum í alls 250 vikur á árunum 2001-2007. Helstu afrek hans eru tveir sigrar á Opna bandaríska (2001 og 2004) og eins var hann á toppi peningalista Evrópumótaraðarinnar 2001 og 2002. Pabbi Retief, Theo Goosen, kenndi honum golf á unga aldri, en annars hlaut Retief fremur strangt uppeldi, þar sem pabbi hans lagði mikla pressu á hann. Á afmælisdegi þessa uppáhaldskylfings margra er ekki ætlunin að gera grein fyrir öllum afrekum Retief á golfsviðinu, heldur einungis að rifja Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2016 | 19:45
GKG: Vantar laghenta til vinnu við nýja íþróttamiðstöð GKG – laun: þátttaka í golfhermamóti

Á vefsíðu GKG má lesa eftirfarandi frétt: „Nú kemur að þeirri stund kæru félagsmenn að við fáum neðri hæð Íþróttamiðstöðvar GKG afhenta. Þá bíður okkar að setja upp og smíða búr fyrir golhermana og ganga frá ýmsum þáttum varðandi rafmagnið. Okkur vantar laghenta einstaklinga sem geta: Smíðað (undir leiðsögn yfirsmiðs) Málað (undir leiðsögn) Dregið í og tengt ýmis tæki og tól (undir leiðsögn yfirrafvirkja) Unnið létt múrverk (flotun) og flísalagt Við bjóðum þeim sem gefa kost á sér upp á ýmis sjálfboðaliðafríðindi sem felast meðal annars í: Fyrir fjögurra tíma vinnu – Fyrsta golfmót GKG í golfhermum (verður haldið í apríl, fyrstu verðlaun 25 þús króna inneign hjá WOW air Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

