Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2016 | 12:00
Valdís Þóra fór í aðgerð á þumalfingri – verður frá keppni í nokkrar vikur

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni Akranesi, verður frá keppni í nokkrar vikur vegna aðgerðar sem hún fór í snemma í gærmorgun. Valdís hefur glímt við meiðsli í þumalfingri í mörg misseri og hafa meiðslin háð henni verulega á æfingum og keppni. Eftir úrtökumótið í Marokkó fyrir LET Evrópumótaröðina í desember s.l. var tekin sú ákvörðun að ekki væri hægt að bíða lengur með aðgerðina. Valdís Þóra, sem leikur á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, LET Access, og mun hún hefja leik á þeirri mótaröð í apríl. Valdís Þóra skrifaði eftirfarandi á facebook síðu sína: „Heil og sæl! Kominn tími á smá fréttir af mér 🙂 Varúð, örlítil langloka! (English below) Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2016 | 11:00
Lee Westwood vill einbeita sér að golfi e. skilnað

Lee Westwood hefir áunnið sér orðspor sem einn af stöðugustu kylfingum á heimvísu eftir 23 ára farsælan golfferil. Hann náði hins vegar þrívegis ekki niðurskurði 2015 og var aðeins einu sinni meðal topp-10 á PGA Tour, þannig að árið í fyrra er eitt sem hann vill gleyma sem fyrst. Westy eins og hann er oft kallaður rann niður heimslistann (er nú í 52. sætinu) og þarf að hafa áhyggjur í fyrsta skipti í kvart af öld hvort hann hljóti þátttökurétt á the Masters risamótið og Opna breska. Hann hefir einfaldlega ekki verið að spila vel. Líka núna í Dubai Desert Classic en þar átti Westy 1. hring upp á 75 högg Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2016 | 08:00
PGA: LDRIC fyrsta vélmennið til að fá ás á 16. braut TPC Scottsdale!

Nú er Waste Management Phoenix Open byrjað eina ferðina enn, með sinn líflega áhorfendaskara … …. sérstaklega við par-3 16. brautina á TPC Scottsdale, þar sem mótið fer fram. Og svo eru venju skv. allskyns uppákomur. Í ár var vélmennið LDRIC látið slá golfhögg á hinni frægu par-3 16. holu og viti menn …. vélmennið fór holu í höggi. LDRIC fer í golfsögubækurnar fyrir að vera fyrsta vélmennið sem fer holu í höggi á par-3 16. braut TPC Scottsdale. Sjá má ás LDRIC á par-3 16. holu TPC Scottsdale með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2016 | 07:00
PGA: Fowler, Lowry og Matsuyama efstir e. 1. dag á TPC Scottsdale – Hápunktar

Það eru þeir Rickie Fowler, Shane Lowry og Hideki Matsuyama sem eru efstir og jafnir í 1. sætinu eftir 1. dag Waste Management Phoenix Open, sem að venju fer fram á TPC Scottsdale í Arizona. Allir hafa þeir spilað á 6 undir pari, 65 höggum. Ekki tókst að ljúka leik vegna myrkurs en í raun bara 1 kylfingur, Bryce Molder, sem blandað gæti sér meðal efstu manna eða jafnvel skákað þeim. Molder á eftir að spila 2 holur og er á 5 undir pari, 66 höggum, líkt og Íslandsvinurinn, Anirban Lahiri, frá Indlandi, en þeir tveir deila 4. sætinu sem stendur. Sjá má stöðuna á Waste Management Phoenix Open með Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2016 | 21:00
LPGA: Ko efst e. 2. dag í Ocala

Lydia Ko er efst eftir 2. dag á Coates Golf Championship, sem fram fer í Ocala, Flórída. Ko er búin að spila á samtals 7 undir pari. Hins vegar er forystukona 1. dags, Ha Na Yang, ekki einu sinni farin út, þannig að þegar 2. hringur klárast verður staðan eflaust önnur, en mótinu var frestað í dag vegna slæmskuveðurs. Yang er einnig á 7 undir pari. Sjá má stöðuna á Coates Golf Championship með því að SMELLA HÉR: Sjá á hápunkta 2. dags á Coates Golf Championship með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2016 | 20:45
Evróputúrinn: Noren efstur e. 1. dag Omega Dubai Desert Classic – Hápunktar

Það er sænski kylfingurinn Alexander Noren sem er efstur eftir 1. dag Omega Dubaí Desert Classic, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum. Noren lék 1. hring á 66 höggum, fékk 6 fugla og 12 pör. Aðeins 1 höggi á eftir eru 4 kylfingar: landi Noren Peter Hanson; Rafa Cabrera Bello frá Kanarí; Trevor Fisher og Brett Rumford. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Omega Dubaí Desert Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags Omega Dubaí Desert Classic SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2016 | 18:00
Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Demi Runas (18/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 14 stúlkur verið kynntar, 7 sem urðu T-43 í lokaúrtökumótinu og voru neðstar af þeim sem hlutu þátttökurétt á LPGA; síðan Caroline Westrup og Samantha Richdale, sem deildu 41. sætinu og svo Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Unnur Pálmarsdóttir – 4. febrúar 2016

Það er Unnur Pálmarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Unnur er fædd 4. febrúar 1966 og á því stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Unnar til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Unnur Pálmarsdóttir (50 ára merkisfmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag: Helmut Stolzenwald (f. 4. febrúar 1901 – d. 5. febrúar 1958) Hann var einn af frumkvöðlum að stofnun GHR árið 1952 og forystumaður í klúbbnum fyrstu árin. Helmút fæddist í Þýskalandi en fluttist til Íslands 1924 og settist þá að í Vestmannaeyjum. Sonur hans er Rúdolf Stolzenwald); Sigurveig Þóra Sigurðardóttir, GR, 4. febrúar 1957 (59 ára); Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2016 | 14:30
GM: Bílaþvottur GM-unglinga 6. feb n.k.

Börn og unglingar í GM ásamt foreldrum ætla að bjóða upp á bílaþvott í vélaskemmu GM á Hlíðavelli laugardaginn 6. febrúar. Þau ætla að byrja að þvo og bóna um klukkan 9:00 og verða fram eftir degi. Boðið verður upp á alþrif og bón. Verðskrá: Fólksbílar: 6.000 – 8.000 kr eftir stærð Jeppar: 8.000 – 12.000 kr eftir stærð Möguleiki er á að bæði sækja og skutla bílum heim að loknum þvotti. Allar nánari upplýsingar í síma 6909400
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2016 | 14:00
Nýju strákarnir á PGA Tour 2016: Lucas Lee (4/50)

Í fyrrahaust voru 50 „strákar“ sem komust á PGA Tour þ.e. þeir 25 sem voru efstir í 2. deildinni Web.com og svo 25 aðrir sem keppa á sérstöku 4 móta úrtökumótaröð Web.com Finals alls 50. Sá sem varð í 47. sætinu og rétt slapp ínn á PGA Tour er Lucas Lee. Lucas Lee fæddist í Sao Paulo, Brasilíu 1. ágúst 1987 og er því 28 ára. Lee á því sama afmælisdag og Nökkvi Gunnarsson í NK og fleiri flottir kylfingar. Lee er sagnfræðingur, útskrifaðist frá UCLA í Kaliforníu með gráðu í sagnfræði 2008 og gerðist atvinnumaður í golfi sama ár. Hann lék með skólaliði UCLA í bandaríska háskólagolfinu og var All-American Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

