Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2016 | 22:15

GR: Ragnar Ólafsson bestur á 4. púttmóti GR-karla

Á heimasíðu GR skrifar Halldór B. Kristjánsson skemmtilega um púttmót GR-karla: „Það verður bara að segjast að mætingin var góð (4. febrúar 2016) miðað við veður. Menn fuku inn úr dyrunum í gær rennandi blautir og hraktir. Sjö lið mættu ekki sem er óvenju mikið og veðrið hefur eflaust átt sinn þátt í því, lið 13 – toppliðið, var eitt þeirra liða sem mætti ekki. Þeir eru þó löglega afsakaðir og gerir það alla útreikninga um stöðu liða flóknari svo ekki verður farið nánar út í það. Í einstaklingnum eru Jón Þór Einars og Jóhann Halldór alltaf góðir og svo er Ragnar Ólafsson að hitna. Hann kom inn á besta Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2016 | 22:00

Golfhola spiluð án golfútbúnaðar af 4 leikmönnum Evróputúrsins – Myndskeið

4 kylfingar Evróputúrsins Thomas Pieters, Andy Sullivan, Bernd Wiesberger og Peter Uihlein kepptu í Dubaí í því að koma golfbolta ofan í hola með því að nota útbúnað úr 7 öðrum íþróttum. Þeir notuðu vortex fótbolta, tennisspaða, hokkíkylfu, rugbybolta, fótbolta, frisbee og krikkettkylfu. Eina reglan var sú að ef þeir voru búnir að nota eitt verkfærið gátu þeir ekki notað það aftur. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá keppnina milli þessara fjögurra, þar sem þeir spila golfholu án þess að golfútbúnaður sé notaður. Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2016 | 21:00

Fyrrum eiginkona Paul Casey brotleg við óskrifaðar reglur PGA og Evróputúrsins

Fyrrum eiginkona enska kylfingsins Paul Casey hefir e.t.v. gert sig brotlega við óskrifaða reglu PGA Tour og Evrópumótaraðarinnar. Sú regla gengur út á að það sem gerist á mótaröðunum haldist á mótaröðunum og komi utanaðkomandi ekkert við og enginn á mótaröðunum tjái sig um það sem þar gerist. Jocelyn Hefner, fyrrum eiginkona Casey hefir nú gefið út „tell all“ bók, sem selst eins og heitar lummur.   Þar heldur hún sig sko ekki við þessa óskrifaða reglu. Sjá m.a. eftirfarandi 5 atriði úr bókinni: 1  Borðbúnaður um borð í einkaflugvel Phil Mickelson’er merktur honum „… ég man líka eftir þeim tíma þegar við vorum boðin að fljúga um borð í fallegri Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2016 | 15:00

Evróputúrinn: Danny Willett sigraði í Dubaí

Englendingurinn Danny Willett bar sigurorð af samkeppendum sínum á Omega Dubaí Desert Classic. Sigurskor Willett var 19 undir pari, 269 högg (70 65 65 69). Í 2. sæti urðu landi Willett, Andy Sullivan og Rafa Cabrera Bello frá Kanarí, báðir 1 höggi á eftir og 4. sætinu deildu Huh og Quiros á samtals 16 undir pari, hvor. Rory McIlroy varð síðan í 6. sætinu ásamt 2 öðrum á samtals 15 undir pari. Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Omega Dubaí Desert Classic SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá lokastöðuna á Omega Dubaí Desert Classic SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2016 | 08:00

PGA: Danny Lee efstur á Phoenix Open – Hápunktar 3. dags

Það er Danny Lee sem er efstur eftir 3. dag á Waste Management Phoenix Open. Lee er búin að spila á samtals 13 undir pari. Hann á 3 högg á þá sem næstir koma þ.e. Hideki Matsuyama og Rickie Fowler sem báðir eru á samtals 10 undir pari, hvor. Sjá má stöðuna á WM Phoenix Open með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta 3. dags á WM Phoenix Open með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2016 | 07:00

LPGA: Ha Na Yang sigraði í Ocala

Það var Ha Na Yang frá Suður-Kóreu sem sigraði á Coates Golf Championship í Ocala, Flórída í gær, en mótið stóð 3.-6. febrúar 2016. Yang spilaði á samtals 11 undir pari, 277 höggum (65 72 68 72). Í 2. sæti 2 höggum á eftir varð Brooke Henderson frá Kanada. Þrjár deildu 3. sætinu In Gee Chun og Sei Young Kim frá Suður-Kóreu og nr. 1 á Rolex-heimslistanum Lydia Ko allar á samtals 8 undir pari. Suður-Kórea sem fyrr með gríðarsterka kvenkylfinga! Til þess að sjá lokastöðuna á Coates Golf Championship SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta lokahrings Coates Golf Championship SMELLIÐ HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Rúnar Garðarsson – 6. febrúar 2016

Það er Rúnar Garðarsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Rúnar er fæddur 6. febrúar 1964 og á því 52 ára afmæli í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingssins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Rúnar Garðarsson (Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: James Braid, (f. 6. febrúar 1870 – d. 27. nóvember 1950); Þórunn Steingrímsdóttir, 6. febrúar 1951 (65 ára);  Alastair Kent, 6. febrúar 1970 (46 ára);  Benn Barham, 6. febrúar 1976 (40 ára stórafmæli!!!); Izzy Beisiegel, 6. febrúar 1979 (37 ára); spilar í LPGA; Chris Lloyd, 6. febrúar 1992 (24 ára); Aðalsteinn Maron Árnason, 6. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2016 | 20:00

Golfgrín á föstudegi

Einn gamall á ensku sem ekki er hægt að þýða: As a couple approaches the altar, the groom tells his wife-to-be, „Honey, I’ve got something to confess: I’m a golf nut, and every chance I get, I’ll be playing golf!“ „Since we’re being honest,“ replies the bride, „I have to tell you that I’m a hooker.“ The groom replies, „That’s okay, honey. You just need to learn to keep your head down and your left arm straight!“


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Rún Pétursdóttir —- 5. febrúar 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Rún Pétursdóttir, GR. Rún er fædd. 5. febrúar 1995 og á því 21 árs afmæli í dag. Rún spilaði á Unglingamótaröðunum sumurin 2011 og 2012 og  er m.a. Íslandsmeistari í höggleik 2011, í flokki 15-16 ára. Eins var Rún var í kvennasveit GR sem varð Íslandsmeistari í sveitakeppni GSÍ 2011 og tók í kjölfarið þátt í European Ladies Club Trophy, sem fram fór á eyjunni Corfu á Grikklandi, haustið 2011. Komast má á facebook síðu Rúnar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Rún Pétursdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jane Geddes, 5. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2016 | 12:58

José María Olazábal 50 ára

José María Olazábal Manterola fæddist í dag 5. febrúar fyrir 50 árum þ.e. 1966 og á því hálfrar aldar afmæli í dag! Hann var fyrirliði liðs Evrópu í kraftaverkinu í Medinah þ.e. þegar lið Evrópu sigraði lið Bandaríkjanna 14½–13½, eftir að staðan var 10-6 Bandaríkjamönnum í vil fyrir tvímenningsleiki sunnudagsins. Olazábal sýndi tilfinningar sínar opinskátt og sagði að þetta væri gleðilegasta augnablik ævi sinnar. Hann tileinkaði sigurinn vini sínum og landa,  Seve Ballesteros, sem lést 2011. En nú á Olazábal sem sagt 50 ára afmæli í dag. Hver er ferill þessa frábæra kylfings og fyrirliða liðs Evrópu 2012? Olazábal eða Ollie eins og hann er kallaður af vinum sínum fæddist Hondarribia, bæ Lesa meira