Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2016 | 07:00

GKB: Mótaskráin 2016

Nú er búið að setja upp mótaskrá sumarsins hjá Golfklúbbi Kiðjabergs. Fyrsta mótið verður haldið 21. maí og er það Grand Open. Lokamót sumarsins verður Bændaglíman, sem fram fer 17. september. Meistaramót klúbbsins verður 13. – 16. júlí. Alls verða 12 mót á vellinum í sumar. Það er stefna klúbbsins að fækka frekar mótum en fjölga til að gefa félagsmönnum og gestum kost á að spila völlinn um helgar á sínum eigin forsendum. Hér fyrir neðan má sjá mótaskrá GKB fyrir sumarið 2016: 21.05. Grand open – opnunarmót GKB – Texas scramble 10.06. Stóra Texas Scramble mótið – Texas scramble 17.06. Jónsmessumót – Texas scramble 18.06. Öldungamótaröðin ( LEK-MÓT ) Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2016 | 22:00

Afmæliskylfingur dagsins: Davíð E Hafsteinsson – 11. febrúar 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Davíð E. Hafsteinsson. Davíð er fæddur 11. febrúar 1963 og á því 53 ára afmæli í dag!!! Hann er félagi í Golfklúbbnum Mostra í Stykkishólmi (GMS). Davíð er kvæntur Helgu Björg Marteinsdóttur og á 4 börn. Komast má á facebook síðu Davíðs til þess að óska Davíð til hamingju með afmælið hér að neðan: Davíð E Hafsteinsson (53 ára – Innilega til hamingju með afmælið) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Burt Reynolds (leikari), 11. febrúar 1936 (80 ára); Irvin Mazibuko, 11. febrúar 1978 (38 ára – Spilar á Sólskinstúrnum); Edoardo Molinari, 11. febrúar 1981 (35 ára); Steve Surry, 11. febrúar 1982 (34 ára Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2016 | 20:00

Golfvellir í Þýskalandi: Winstongolf – Gneven, Schweriner See (6/18)

Það sem verður eftirminnilegast eftir að hafa spilað í Winstongolf er par-4 10. brautin sem er með gjá, sem oft er kölluð „litli bróðir“ Grand Canyon í Utah. Yfir hana verður að slá! Á Winstongolf, sem er í Mecklenburg-Vorpommern, já, við höldum okkur enn í Norður-Þýskalandi, en færum okkur austar á boginn eru 3 frábærir golfvellir. Ótrúlegar sumar brautirnar með mikið af litlum smáhólum, sem minnir á Strandavöll ef finna ætti líkingu við einhvern völl hérlendis. Best er að skoða myndir og annað um völlinn á glæsilegri heimasíðu Winstongolf SMELLIÐ HÉR:  Svo sem sjá má á síðunni var völlurinn valinn nr. 1 – eða besti völlur Þýskalands af Golf Magazin Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2016 | 17:00

Evróputúrinn: Harding efstur á Tshwane Open – Hápunktar 1. dags

Suður-Afríkumenn eru ekki mjög „gestrisnir“ – þeir raða sér í efstu 5 sætin á móti vikunnar á Evrópumótaröðinni, sem er Tshwane Open, sem fram fer Pretoria CC, dagana 11.-Valentínusardags 2016. Í efsta sæti er Justin Harding, en hann lék 1. hring á 7 undir pari, 63 höggum. Í 2. sæti er Anthony Michael aðeins 1 höggi á eftir á 64 höggum og í 3. sæti Theunis Spangenberg á 5 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á Tshwane Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Tshwane Open SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2016 | 15:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Marion Ricordeau (19/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 18 stúlkur verið kynntar, 7 sem urðu T-43 í lokaúrtökumótinu og voru neðstar af þeim sem hlutu þátttökurétt á LPGA; síðan Caroline Westrup og Samantha Richdale, sem deildu 41. sætinu;  þær 5 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2016 | 14:30

Gary Player um Spieth: „(Hann) er einn besti púttari sem ég hef séð!“

„Rory McIlroy og Jason Day hafa bestu golfsveifluna af þeim „stóru 3″ í augnablikinu, en Jordan Spieth er einn besti púttari sem ég hef séð,“ segir  golfgoðsögnin Gary Player í viðtali við  Martin Dempster í The Scotsman. Sjá má viðtalið við Player með því að SMELLA HÉR:  Player er einn af upprunalegu „Stóru 3″ segir í viðtalinu að hann sé ánægður með að upp séu komnir aðrir 3 frábærir stórkylfingar, þ.e. Rory, Spieth og Day. Jordan Spieth er nú nr. 1 á heimslistanum og er enn að venjast allri athyglinni sem hann fær og því að vera skotskífa fyrir aðra leikmenn, seigr Doug Ferguson hjá AP. „Spieth varð að vinna sig í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2016 | 14:00

Pro Golf Tour: Þórður Rafn á -1 e. 1. dag í Marokkó

Íslandsmeistarinn í höggleik, Þórður Rafn Gissurarson, GR lék 1. hringinn á Tazegzout mótinu í Marokkó í dag á 1 undir pari, 71 höggi, sem er stórgóður árangur! Á hringnum fékk Þórður Rafn 1 örn, 16 pör og 1 skolla. Mótið fer fram 11.-13. febrúar 2016 í Agadír. Sem stendur er þýski kylfingurinn Anton Kirstein efstur á 7 undir pari, 65 höggum. Til þess að fylgjast með stöðunni á Tazegzout mótinu og í hvaða sæti Þórður Rafn lendir eftir fyrsta dag, en fjöldi keppenda á eftir að ljúka leik SMELLIÐ HÉR:  


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2016 | 12:00

LET: Ólafía ekki með á fyrstu 3 mótum ársins

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, verður ekki með á fyrstu þremur mótum ársins á sterkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu. Ólafía Þórunn tryggði sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni á úrtökumóti sem fram fór í Marokkó í desember s.l. Það liggur nú fyrir að nýliðarnir á LET Evrópumótaröðinni komast ekki allir inn á fyrstu þrjú mótin sem fram fara á Nýja-Sjálandi og Ástralíu í febrúar. Um 145 kylfingar komast inn á hvert mót fyrir sig og er eftirspurnin eftir sætum á þessum mótum mikil á meðal þeirra kylfinga sem hafa leikið á þessari mótaröð áður. Ólafía, er líkt og aðrir nýliðar á LET Evrópumótaröðinni, í styrkleikaflokki 08A. Ólafía er í sjöunda sæti á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2016 | 10:00

GSÍ: Brynjar Eldon ráðinn framkvæmdastjóri

Stjórn Golfsambands Íslands hefur ráðið Brynjar Eldon Geirsson í starf framkvæmdastjóra sambandsins. Starfið var auglýst laust fyrir áramót og tæplega 50 umsækjendur sóttust eftir starfinu. Ráðninga- og ráðgjafafyrirtækið Hagvangur var golfsambandinu innan handar í ráðningarferlinu. Brynjar er 38 ára gamall og hefur starfað innan golfhreyfingarinnar frá árinu 2000, bæði á Íslandi og í Þýskalandi. Brynjar tók við starfi íþróttastjóra hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar eftir að hafa lokið PGA golfkennaranámi í Þýskalandi. Árið 2007 var hann ráðinn íþróttastjóri hjá Golfklúbbi Reykjavíkur og hann var um tíma aðstoðarlandsliðsþjálfari hjá GSÍ. Undanfarin tvö ár hefur hann starfað sem íþróttastjóri Märkischer Golfclub Potsdam í Berlín. „Ég hlakka mikið til að takast á við Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2016 | 08:20

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín stendur sig vel!!! T-14 í Oak Hills

Nú er bandaríska háskólagolfið byrjað aftur. Haraldur Franklín Magnús, GR, og the Raging Cajuns léku í Oak Hills Inv. í San Antonio, Texas dagana 8.-9. febrúar s.l. Haraldur Franklín náði þeim glæsilega árangri að verða T-14 í einstaklingskeppninni – spilaði seinni hringinn á sléttu pari 72 höggum.  Lið Lafayette, The Ragin Cajuns varð hins vegar í neðsta sæti því 15. af 15 liðum sem þátt tóku í mótinu. Sjá má grein á heimasíðu University of Louisiana at Lafayette, þar sem árangur Haraldar Franklín er mærður. Sjá með því að SMELLA HÉR:  Ragnar Garðarsson, GKG, tók einnig þátt í mótinu með liði Lafayette og varð T-79. Sjá má lokastöðuna í Oak Hill Lesa meira