Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2016 | 15:20

Eigið öll góðan Valentínusardag!

Í dag er 14. febrúar – dagur elskenda. En af hverju er yfirleitt verið að halda upp á Valentínusardaginn? Upprunann er að finna í kaþólskum sið en Gelasius páfi tók nokkra Valentínusa (Valentínus af Temi, sem lést píslavættisdauða 197 og Valentínus af Róm sem lést píslavættisdauða 269) í píslavættistölu 496 – menn sem gáfu líf sitt vegna ástar á frelsi og í andstöðu við kúgun. Upprunalegu Valentínusarnir höfðu því litla tengingu við rómantíska ást – ást þeirra er annars eðlis, ást á mannkyninu eða lífinu almennt, sem þeir voru tilbúnir að gefa sitt eigið fyrir. Fyrsta rómantíska tenging Valentínusar dagsins við ást er í ljóðinu „Parlement of Foules“ eftir ljóðskáldið Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2016 | 15:00

Evróputúrinn: Schwartzel sigraði á Tschwane Open – Hápunktar lokahringsins

Það var Charl Schwartzel frá Suður-Afríku sem sigraði í heimalandi sínu, á Tschwane Open í dag. Schwartzel lék á samtals 16 undir pari 264 höggum (71 64 66 63). Schwartzel átti heil 8 högg á þann sem næstur kom, en það var Jeff Winther frá Danmörku sem lék á samtals 8 undir pari. Winther frekar óþekktur kylfingur, en verður kynntur hér síðar þegar Golf 1 fer að kynna nýju strákana á Evróputúrnum. Til þess að sjá lokastöðuna á Tschwane Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Tschwane Open SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2016 | 01:45

PGA: Phil Mickelson efstur á AT&T Pebble Beach Pro-Am – Hápunktar 3. dags

Það er gamli bragðarefurinn Phil Mickelson, sem er öllum hnútum kunnugur á Pebble Beach sem er efstur á samnefndu móti þ.e. AT&T Pebble Beach Pro-Am. Phil er búinn að spila hringina 3 á samtals 16 undir pari, 199 höggum (68 65 66). Í 2. sæti, fast á hæla Phil er Japaninn Hiroshi Iwata, á samtals 14 undir pari, 201 höggi (66 66 69). Til þess að sjá viðtal við Phil eftir 3 hring SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á AT&T Pebble Beach Pro-Am SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 3. dags á AT&T Pebble Beach Pro-Am SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2016 | 17:00

Jordan Spieth elskaði að sjá kaddýinn sinn sjanka – Myndskeið

Jordan Spieth tekur þátt í móti vikunnar á PGA Tour á Pebble Beach í Kaliforníu. Honum fannst mjög fyndið sjank kylfubera síns. Sjá má sjank kylfubera Spieth með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Michael Hoey – 13. febrúar 2016

Afmæliskylfingur dagsins er kylfingurinn Michael Hoey, en hann fæddist í Ballymoney á Norður-Írlandi, 13. febrúar 1979 og er því 37 ára í dag. Hoey gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 14 árum, 2002. Hoey býr í Templepatrick, á Norður-Írlandi og er félagi í Galgorm Estate golfklúbbnum. Hann er kvæntur eiginkonu sinni Bev (frá árinu 2011) og þau eiga saman Erin (f. 2013). Hoey hefir sigrað 8 sinnum á atvinnumannsferli sínum, þar af 5 sinnum á Evrópumótaröðinni og 4 sinnum á Áskorendamótaröðinni (eitt mót var sameiginlegt mót Evrópumótaraðarinnar og Áskorendamótaraðarinnar). Eitt virtasta mót sem Hoey hefir sigrað til dagsins í dag er Alfred Dunhill Links Championship, en það mót vann hann árið Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2016 | 15:00

Evróputúrinn: Schwartzel efstur e. 3. hring á Tschwane Open

Það er heimamaðurinn Charl Schwartzel sem er efstur eftir 3. hring Tschwane Open. Hann er búinn að spila á 9 undir pari, 201 höggi (71 64 66). Í 2. sæti er landi Schwartzel, Zander Lombard, einu höggi á eftir, á samtals 8 undir pari. Hér má sjá myndskeið af 5 bestu á Tschwane Open með því að SMELLA HÉR:  Til þess að sjá stöðuna eftir 3. hring Tschwane Open SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2016 | 09:00

PGA: Kang næstum á 59

Þegar Sung Kang lauk við fyrri 9 á Monterey Peninsula á 2. degi AT&T Pebble Beach National Pro-Am, þá var hann 6 undir pari. Spilafélagi hans, þ.e. áhugamaðurinn sem Kang var paraður með grínistinn Ray Romano, spurði hann þá hvert væri lægsta skor Kang á ferlinum. Kang sagði að það væru 61 högg. 9 holum seinna óskaði Romano , Kang til hamingju þegar hann sagði: „Hey, þú bættir fyrra met þitt.“ Kang varður allur einn spurnarsvipur og sagði: „Nei, ég var á 61.“ Romano varð að leiðrétta hann: „Þú varst á 60.” Það var ekki fyrr en nokkrum mínútum seinna sem Kang og kylfusveinn hans, Fluff Cowan, staðfestu nýtt metskor 11 undir pari, 60 högg, sem Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Lárus Harðarson – 12. febrúar 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Hjörtur Lárus Harðarson. Hjörtur Lárus er fæddur 12.febrúar 1951 og er því 65 ára í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hjörtur á 3 dætur: Steinunni Ólöfu, Erlu Björk og Hjördísi Láru. Hjörtur er margfaldur afi m.a. afi Íslandsmeistara í höggleik drengja 2013 og Íslandsmeistara í höggleik í strákaflokki 2012, Hennings Darra Þórðarsonar. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Hjörtur Lárus Harðarson (65 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gudrun Larusdottir (74 ára); Desmond John Smyth, 12. febrúar 1953 (63 árs); Anna Snædís Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2016 | 09:00

PGA: Chez Reavie efstur á Pebble Beach – Hápunktar 1. dags

Það er bandaríski kylfingurinn Chez Reavie sem er efstur á AT&T Pebble Beach Pro-Am eftir 1. hring. Hann lék á 8 undir pari, 63 höggum. Leikið er venju skv. á 3 völlum: Spyglass Hill (SH); Monterey Peninsula (MP) og Pebble Beach (PB). Þrír kylfingar deila 2. sætinu þeir Freddie Jacobsen, Cameron Smith og Bronson Burgoon, allir á 7 undir pari. Allir nema Jacobsen léku Monterey, en Jacobsen var sá eini sem spilaði Pebble Beach völlinn fræga. Justin Rose og J.B Holmes deila  5. sætinu ásamt 5 öðrum kylfingum og eru efstir af þeim sem spilað hafa Spy Glass, báðir á 6 undir pari 66 höggum. Til þess að sjá stöðuna Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2016 | 08:00

PGA: Sjáið frábæran örn John Watson á AT&T Pebble Beach Pro-Am

Nú fer fram á Pebble Beach í Kaliforníu AT&T Pebble Beach Pro-Am mótið þar sem atvinnumennirnir af PGA Tour eru venju skv. paraðir með áhugamönnum. Einn þessara áhugamanna sýndi alveg mögnuð tilþrif í gær á 1. hring. Þetta var John Watson, forstjóri Chevron í Bandaríkjunum. Höggið góða kom á par-5 18. brautinni Watson fékk frábæran örn, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: