Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2016 | 12:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Briana Mao — (20/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 18 stúlkur verið kynntar, 7 sem urðu T-43 í lokaúrtökumótinu og voru neðstar af þeim sem hlutu þátttökurétt á LPGA; síðan Caroline Westrup og Samantha Richdale, sem deildu 41. sætinu; þær 5 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2016 | 10:00

Paulina Gretzky birti kynþokkafulla Valentínusarmynd af sér á Instagram

Instagram síða Paulinu Gretzky, konu nr. 8 á heimslistanum er býsna þekkt. Dóttir hokkígoðsagnarinnar Wayne Gretzky er með meira en 400,000 fylgjendur og er þekkt fyrir að birta ansi ögrandi myndir af sér þar. Meðan kærastinn DJ (Dustin Johnson) spilaði á AT&T Pebble Beach Pro-Am á sunnudaginn, minnti Paulina hann á, eins og hún hefir gert oftar en einu sinni – hér og þar – hvað hann snýr aftur til eftir mótið … hennar. Eða hún vildi bara óska öllum gleðilegs Valentínusardags á sinn hátt … Eða sem líka kemur til greina hún er að auglýsa Cosabella nærfatnað. Hvað sem hún hefir haft í huga, þá er Valentínusar- myndin af Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Eyþór Hrafnar og Þórdís – 15. febrúar 2016

Afmæliskylfingar dagsins eru Eyþór Hrafnar Ketilsson og Þórdís Rögnvaldsdóttir. Bæði eru þau fædd 15. febrúar 1996 og eiga því 20 ára stórafmæli í dag. Eyþór Hrafnar er í Golfklúbbi Akureyrar (GA) og Þórdís er í Golfklúbbinum Hamri á Dalvík (GHD). Komast má á facebook síðu Eyþórs Hrafnars og Þórdísar hér að neðan til þess að óska þeim til hamingju með afmælið Eyþór Hrafnar Ketilsson (20 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Þórdís Rögnvaldsdóttir (20 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Joyce Penelope Wilhelmina Frankenberg (leikkona betur þekkt sem Jane Seymour) 15. febrúar 1951 (65 ára); Lee Anne Pace 15. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2016 | 14:00

Derrick Moore golfkennari ársins 2015

Það er Derrick Moore sem er golfkennari ársins 2015. Tilkynnt var um heiðurstilnefningunna á aðalfundi PGA á Íslandi, laugardaginn 13. febrúar s.l. Golf 1 óskar Derrick innilega til hamingju!!!  


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2016 | 12:00

Hver er kylfingurinn: Vaughn Taylor?

Vaughn Joseph Taylor fæddist 9. mars 1976 í Roanoke, í Virginíu og verður því 40 ára eftir u.þ.b. mánuð. Sem krakki fluttist Vaughn til Georgíu þar sem hann spilaði golf í menntaskóla, Hephzibah High. Vaughn spilaði síðan golf með næststærsta háskóla í Georgíu, Augusta State University og útskrifaðist þaðan með gráðu í viðskiptafræði (ens. business admisnistration) 1999. Í dag býr Vaughn enn í Augusta, Georgíu með eiginkonu sinni, Leot Chen, en nálægt foreldrum sínum. Vaughn og Leot giftu sig 10. desember 2011. Þau Leot og Vaughn eiga 2 ára son Locklyn Vaughn Taylor. Vaughn Taylor varð atvinnumaður í golfi 1999. Hann spilaði á fyrstu árum sínum sem atvinnumaður á Hooters Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2016 | 10:00

PGA: Vaughn Taylor sigraði á Pebble Beach

Það var bandaríski kylfingurinn Vaughn Taylor sem sigraði á AT&T Pebble Beach Pro-Am. Taylor lék á samtals 17 undir pari, 270 höggum (70 68 67 65). Í 2. sæti varð Phil Mickelson, 1 höggi á eftir á samtals 16 undir pari Til þess að sjá lokastöðuna á AT&T Pebble Beach Pro-Am SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta lokahrings AT&T Pebble Beach Pro-Am SMELLIÐ HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2016 | 21:30

20 reglur sem eru ekki í golfreglubókinni

Það eru 34 golfreglur. Og svo eru allar hinar „óskrifuðu“ reglurnar. Hér er tengill inn á ágætis grein hjá PRO GOLF um þær reglur. SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2016 | 18:00

Kjút! Sonur DJ tekur pútterinn úr höndum Spieth!

Eins og Golf 1 greindi frá var nr. 1 á heimslistanum Jordan Spieth paraður með DJ og frægum tengdaföður þess síðarnefnda Wayne Gretzky á AT&T Pebble Beach Pro-Am! Einn áhorfandinn fylgdist grant með DJ, en það var lítill sonur hans Tatum. Hann virðist hafa heillast af pútter Spieth eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2016 | 16:30

LET: Lydia Ko sigraði í 3. sinn á ISPS Hands NZ Women´s Open!

Lydia Ko sigraði í 3. sinn á ISPS Handa New Zealand Women´s Open, mótinu sem Ólafía Þórunn og fleiri nýliðar á LET komust ekki inn á að þessu sinni. Mótið fór fram dagana 12.-14. febrúar 2016 og lauk því í dag. Ko lék á samtals 10 undir pari, 206 höggum (69 67 70). Í 2. sæti varð enski kylfingurinn Felicity Johnson 2 höggum á eftir Ko. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Johnson með því að SMELLA HÉR:  Til þess að sjá lokastöðuna á  ISPS Handa New Zealand Women´s Open SMELLIÐ HÉR:  


Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Mickey Wright —– 14. febrúar 2016

Konan, með einhverja þá fallegustu sveiflu, sem sést hefir í golfinu Mickey Wright á afmæli í dag. Mickey fæddist 14. febrúar 1935 og er því 81 árs í dag. Mary Kathryn „Mickey“ Wright, fæddist Valentínusardaginn, 14. febrúar 1935, í San Díego, Í Kaliforníu. Hún vann 82 sigra á LPGA-mótaröðinni, sem gerir hana að þeirri konu sem unnið hefir næstflesta sigra á þeirri mótaröð, aðeins Kathy Whitworth hefir sigrað oftar á LPGA, eða í 88 skipti. Þrettán af sigrum Mickey voru á risamótum og líka hér lendir Mickey í 2. sæti – en flesta sigra á risamótum hefir Patty Berg unnið. Mickey Wright var á toppi peningalistans á 4 ár í Lesa meira