Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2016 | 14:00
Tiger bókar hótel nálægt Memorial-mótinu

Tiger Woods hefir bókað hótel sem er nálægt staðnum þar sem Memorial mótið fer fram í Ohio skv. áræðanlegum heimildum REUTERS. Memorial mótið gæti því verið það fyrsta sem Tiger hyggst keppa í eftir langa fjarveru þar sem hann hefir verið að jafna sig eftir bakuppskurði. Jafnvel þó Tiger hafi ekkert gefið upp hvaða mót verði hans fyrsta sem hann muni keppa í þá er vel hugsanlegt og reyndar skynsamlegt að keppa í 1 móti áður en hann tekst á hendur Opna bandaríska. Eins er talið að Tiger hafi gert aðrar ráðstafanir veru sína á Players Championship sem fer fram eftir tæpar tvær vikur í Flórída en þó er talið Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2016 | 12:00
John Daly 50 tjáir sig um kynlíf

John Daly varð nú í vikunni 50 ára. Og hvað gerir skandalbísinn? …. Deilir með heiminum hugrenningar sínar um kynlíf. Allt saklaust og bara í nokkrum orðum, en það var þetta sem afmælisdrengurinn vildi tjá sig um. Hér má sjá frétt CBS Sports þar um SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2016 | 10:00
Um 267 manns spila golf í 2 opnum mótum í dag – flestir 146 í 1. maí mótinu á Hellu

Í dag er dagur Verkalýðsins og markar dagurinn og þátttaka í 1. maí golfmóti upphaf golfsumarsins hjá mörgum. Það eru 146 skráðir í 1. maí mótið að þessu sinni á Hellu, þar af 11 kvenkylfingar og verður ræst út frá kl. 7:30 – 15:30 eða í 8 tíma nær samfellt. Mótið hefir verið haldið frá árinu 1982 og sigraði Magnús Jónsson, GS fyrstu þrjú skiptin. Flest hafa 280 manns verið skráðir til leiks í mótinu. Leikformið, nú sem fyrr, er höggleikur með og án forgjafar. —————- Hitt stóra mót dagsins er Opna 1. maí mót GM og eru 121 skráðir í það, þar af 12 kvenkylfingar. Golf 1 verður með úrslitafréttir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2016 | 08:00
LPGA: Piller efst f. lokahringinn í Texas

Gerina Piller heldur forystunni eftir 3. hring Volunteers of America Shootout Presented by JTBC. Hún er búin að spila á samtals 14 undir pari, 199 höggum (67 65 67). Í 2. sæti fyrir lokahringinn eru Amy Yang og Mi Jong Hur báðar frá Suður-Kóreu og báðar 2 höggum á eftir Piller. Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Volunteers of America Shootout Presented by JTBC SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahring Volunteers of America Shootout Presented by JTBC SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2016 | 07:00
PGA: 3. hringur felldur niður vegna rigninga

Þriðji hringurinn á Zurich Classic mótinu var felldur niður vegna rigninga. Líklegt er að mótið verði lengt til mánudags og því lokið þá. Sá sem er þá efstur í mótinu þegar allir hafa lokið 2. hring er Brian Stuard á samtals 12 undir pari, en jafnir í 2. sæti eru Jhonattan Vegas frá Kólombíu og Bandaríkjamaðurinn Jamie Lovemark. Sjá má stöðuna á Zurich Classic eftir niðurrigndan 3. hring með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2016 | 06:30
Bandaríska háskólagolfið: Bjarki, Gísli og Kent State sigruðu á Mac Championship – „Bjarki stjarna vikunnar“ – „Gísli MAC nýliði ársins“

Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB ásamt liði þeirra í bandaríska háskólagolfinu Kent State sigruðu á MAC Championships. Þetta er í 7. sinn á s.l. 8 árum sem Kent State sigrar á MAC-mótinu. Gísli lék á samtals 11 yfir pari, 295 höggum (71 72 74 78) og varð í 13. sæti í einstaklingskeppninni. Bjarki lék hins vegar á samtals 7 yfir pari, 291 höggi (69 75 73 72) og varð í 7. sæti í einstaklingskeppninni. Yfirþjálfari Kent State, Herb Page var að vonum ánægður með strákana sína. Um Bjarka sagði hann m.a.: „Hann var stjarna vikunnar,“ … og um Gísla eftir að sá hafði hlotið titilinn MAC nýliði ársins Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2016 | 22:00
GV: Daníel Ingi og Bogi Hreinson sigruðu á Opnunarmóti GV

Í dag fór fram Opnunarmót Golfklúbbs Vestmannaeyja. Keppnisform var hefðbundið punktakeppni og veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin, besta skor og nándarverðlaun á öllum par-3 holum. Þátttakendur voru 38 og luku 36 keppni, þar af enginn kvenkylfingur (Hvar eru konurnar í golfinu úti í Eyjum?) Daníel Ingi Sigurjónsson GV, var á besta skorinu 74 höggum (37 37). Eftirfarandi voru í efstu sætum í punktakeppninni: 1 Bogi Hreinsson GR (21 18) 39 punktar. 2 Sigurjón Pálsson GV (21 17) 38 punktar. 3 Bergur Magnús Sigmundsson GV (18 19) 37 punktar. Glæsileg verðlaun voru veitt. Fyrir besta skor og efsta sætið í punktakeppninni var gjafabréf frá Icelandair að verðmæti kr 30,000,- Fyrir 2. sæti og Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2016 | 20:00
Golfgrín á laugardegi

Best að þýða þetta ekki; sumt missir sín líka í þýðingu: 18 Reasons Why Golf Is Better Than Sex: 1 You don’t have to sneak your golf magazines into the house. 2 If you are having trouble with golf, it is perfectly acceptable to pay a professional to show you how to improve your technique. 3 The Ten Commandments do not say anything about golf. 4 If your partner takes pictures or videotapes of you golfing, you don’t have to worry about them showing up on the Internet, then you become famous. 5 Your golf partner won’t keep asking questions about other partners you’ve golfed with. 6 It’s perfectly respectable Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2016 | 18:00
Evróputúrinn: Li Haotong gæti skrifað sig í sögubækurnar

Li Haotong gæti skrifað sig í sögubækurnar á morgun þegar lokahringur Volvo China Open fer fram. Li er í algjöfu uppáhaldi meðal kínverskra golfáhangenda og mun reyna að feta í fótspor landa síns Wu Ashun, sem varð 3. Kínverjinn til þess að sigra í þessu móti á síðasta ári. Í fyrra varð Li í 6. sæti, sem er alls ekkert svo slæmt og hann mun nú eiga tækifæri að bæta fyrri góðan árangur. Ef hann sigrar verður Kína ekki einvörðungu það land sem sigrað hefir oftast í mótinu eða 4 sinnum heldur verður Kína líka fyrsta landið, hvers kylfingar hafa sigrað ár eftir ár í mótinu, en það hefir aldrei gerst. Hinn 20 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Daði Laxdal Gautason – 30. apríl 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Daði Laxdal Gautason. Daði, sem er í NK er fæddur 30. apríl 1994 og á því 22 ára afmæli í dag! Komast má á facebook síðu Daða til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Daði Laxdal Gautason (Innilega til hamingju með 22 ára afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sophia Sheridan, 30. apríl 1984 (32 ára) Sjá eldri afmælisgrein um Sheridan með því að SMELLA HÉR: ; Ólöf Agnes Arnardóttir, GO, 30 apríl 1998 (18 ára) ….. og ….. Ingvar Hólm Traustason (62 ára) Elín Guðmundsdóttir (58 ára) Voga Handverk (55 ára) Lopapeysur Og Ullarvörur (36 ára) Golf Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

