Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2016 | 13:15

Stjörnustatus Danny Willett

Fyrir ári síðan stóð Danny Willett fyrir framan klúbbhúsið og var kynntur fyrir bandarískum golffréttamönnum sem einn af nýliðunum sem væri að fara að keppa á fyrsta Players Championship-inu sínu. Það var vægast sagt annað sem blasti við Willett í gær þegar hann fékk fylgd í fréttamiðstöðina (ens.: media center) sem sigurvegari the Masters risamótsins í ár. Í maí 2014 var Willett í 37. sætinu á heimslistanum og óþekktur utan þeirra sem kepptu á Evrópumótaröðinni. Í hans eiginn orðum: „Maður verður bara að klípa sjálfan sig vegna þess að þetta hafa verið ansi brjálæðislegir 12 mánuðir.“ Síðasti mánuðurinn sérstaklega og þá við hæfi e.t.v. að tala um „græna“ spennitreyju. The Players, sem Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2016 | 12:00

LET Access: Ólafía á +2 e. 12 holur – Valdís nýfarin út

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR hefir lokið við 12 holur á Ribeira Sacra Patrimonio de la Humanidad International Ladies Open 2016, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni. Mótið fer fram á golfvelli Augas Santas Balneario & Golf Resort í Lugo, á Spáni. Ólafía hefir leikið á 2 yfir pari, þegar eftir er að spila 6 holur – hefir fengið 2 fugla og 4 skolla. Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, er nýfarin út – fór út kl. 11:40 að íslenskum tíma (en 13:40 að spænskum tíma). Til þess að fylgjast með gengi þeirra Ólafíu Þórunnar og Valdísar Þóru á Ribeira mótinu SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2016 | 11:45

Dagbjartur – 13 ára – á besta skorinu á Opnunarmóti Korpu!!! – Úrslit

Það var 13 ára strákur, sem verður ekki 14 ára fyrr en í nóvember á þessu ári sem sigraði á Opnunarmóti Korpu sem fram fór s.l. laugardag, 7. maí 2016. Þetta er hann Dagbjartur Sigurbrandsson, sem lék Korpuna á pari vallar, glæsilegum 72 höggum, Þeir hlutar Korpunnar, sem leiknir voru í Opnunarmótinu voru Sjórinn og Áin. Dagbjartur fékk 5 fugla (á 1., 2. 5. 11. og 18.) 8 pör og 5 skolla. Frábært hjá Dagbjarti!!! Alls voru þátttakendur 171 og luku 169 keppni, þar af 25 kvenkylfingar og var Berglind Björnsdóttir á besta skori kvenna eða 80 höggum. Fyrir utan verðlaun fyrir besta skor voru veitt verðlaun fyrir efstu 3 sæti Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2016 | 10:45

Eimskipsmótaröðin 2016: Helstu breytingar

Þó nokkrar breytingar hafa átt sér stað á Einskipsmótaröðinni eins og nú þegar er búið að kynna. Hér eru þær helstu: Fjöldi móta, þátttakenda og spiladagar: Fjöldi móta 2016 verður sex talsins eins og síðastliðin ár. Það fyrsta á Hellu 20. – 22. maí og það síðasta á Korpúlfsstöðum 19. – 21. ágúst. (Þau tvö mót sem koma í kjölfarið og fara fram í september eru mót nr. 1 og 2 sem tilheyra keppnistímabilinu 2016-2017.) Á mótum nr. 1 og 2 og á Íslandsmótinu verður fjöldi þátttakenda 144, á móti nr. 4 (Keilir) verða þeir 54 og á nr 6. (Korpúlfsstaðir) verður fjöldinn 48. Sjá fjölda í holukeppni hér fyrir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2016 | 16:55

GSG: Búið að sanda í Sandgerði

Þær fréttir voru að berast frá Kirkjubólsvelli í Sandgerði að búið er að sanda flatirnar. Völlurinn opnaði fyrir meira en mánuði síðan og er allur að koma til. Nú er þetta vorverk líka afstaðið flatirnar að verða betri og betri með hverjum deginum! Kirkjubólsvöllur er skemmtilegur 18 holu völlur, sem ekkert er of erfiður undir fótinn og eiginlega skylda að spila hann a.m.k. 1 sinni á hverri golfvertíð. Nú er bara að skella sér í Sandgerði og taka hring!!!


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2016 | 16:30

Afmæliskylfingur dagsins: Þórhallur Arnar Vilbergsson – 10. maí 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Þórhallur Arnar Vilbergsson. Þórhallur Arnar er fæddur 10. maí 1994 og á því 22 ára afmæli í dag! Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins, til þess að óska honum til hamingju hér fyrir neðan:   Þórhallur Arnar Vilbergsson F. 10. maí 1994 (22 ára-  Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jimmy Demaret, f. 10. maí 1910 – d. 28. desember 1983); Mike Souchak, 10. maí 1927-10. júlí 2008); Sævar Gestur Jónsson, 10. maí 1955 (61 árs); Atli Þór Elísson, 10. maí 1964 (52 ára); Jarmo Sakari Sandelin, 10. maí 1967 (49 ára); Gunnar Jóhannsson, GS, 10. maí 1982 (34 ára); Tómas Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2016 | 15:30

GB: Fyrsta Opna mót GB laugardaginn 14. maí n.k.!!!

Fyrsta Opna mót GB á sumrinu fer fram nk. laugardag, þann 14. maí. Hægt er að skrá sig á vef GSÍ og hægt að komast inn á hann með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2016 | 15:15

Stm Kentucky Derby sagt að fá Vonn og Nordegren sæti sem lengst frá hvor annarri

Skipuleggjendum Kentucky Derby var sagt að fá fyrrum eiginkonu Tiger Woods,  Elínu Nordegren og fyrrum kærustu Tiger Lindsey Vonn sæti, sem lengst frá hvor annarri. Elín var gift Tiger til 2010 og Lindsey var með Tiger frá mars 2013-maí 2015. Skv. heimildum var starfsmönnum Derbysins sagt að „Lindsey væri á leiðinni en yrði að fá sæti á öðrum stað langt frá Elínu.“ Lindsey segist ekkert hafa farið fram á neitt slíkt og sér komi ágætlega saman við Elínu. Elín skildi við Tiger eftir að upp komst um fjölmörg framhjáhöld hans 2009, en svo virðist að meðan Lindsey var með Tiger hafi farið vel á með þeim; þær sáust m.a. sitja Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2016 | 14:00

GA: Hagstæð veðurspá framundan – óvíst hvenær Jaðarinn opnar

Á heimasíðu GA má lesa eftirfarandi frétt: „Nú er vorið aðeins farið að láta sjá sig eftir erfiða tíð undanfarnar vikur. Það hefur verið ansi kalt hjá okkur hér á Jaðri undanfarið og hlutirnir því gerst hægt á vellinum. Nú er hins vegar að bjartara yfir og veðurspáin næstu daga okkur hagstæð. Nú eru strákarnir komnir á fullt í vorverkin og græni liturinn farinn að taka yfir 🙂 Búið er að setja dúka yfir flestar flatir vallarins og er það gert til þess að ná upp meiri hita í jarðveginn og flýta þannig fyrir sprettu og spírun. Nú í vikunni verður svo farið í það að yfirsá og sanda flatir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2016 | 10:00

Styrktarmót f. Axel Bóasson 29. maí n.k.!!!

Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson úr Keili tilkynnti á fésbókarsíðu sinni að hann myndi halda styrktarmót. Hér er tilkynning Axels: „Þann 29. maí mun ég halda styrktarmót á Golfklúbbnum Keili til þess að safna fjármagni fyrir atvinnumennskuna. Verður tveggja manna texas scramble mót með forgjöf og kostar 10 þúsund fyrir liðið (5 þús á mann). Fullt af glæsilegum verðlaunum og verður veitt verðlaun fyrir mismunandi sæti.“ Skráning er hafin á Golf.is  – Komast má inn á síðuna til að skrá sig með því að SMELLA HÉR: