Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2016 | 12:00
EM kvennalandsliða hefst í Oddinum í dag

Evrópumót kvennalandsliða í golfi fer fram á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi dagana 4.-9. júlí. Stærsta alþjóðlega golfmótið sem fram hefur farið á Íslandi. Setningarathöfnin hefst um kl. 19.00 í kvöld. Leikmenn, þjálfarar, mótshaldarar úr GO og stjórnarmenn úr GSÍ á verða á svæðinu.
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2016 | 10:00
Dustin Johnson nr. 2 á heimslistanum

Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson (DJ) hefir á skömmum tíma sigrað í 2 PGA stórmótum: Opna bandaríska risamótinu og nú í gær í Bridgestone Invitational heimsmótinu. Þetta hefir gert það að verkum að hann er kominn í 2. sæti heimslistans, aðeins Jason Day stendur honum framar og er þetta það hæsta sem DJ hefir komist á heimslistanum. Jordan Spieth m.a.s. er í 3. sæti. Tveimur kylfingum gekk sérlega vel á móti Evróputúrsins; Opna franska þ.e. Thongchai Jaidee (sigurvegari) og Francesco Molinari (í 2. sæti). Jaidee fór vegna sigursins upp um 20 sæti í 37. sætið meðan Molinari sem varð í 2. sæti fór upp um 23. sæti og er nr. 55 á heimslistanum. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2016 | 08:00
LPGA: Henderson sigraði á Cambia!

Brooke Henderson nældi sér í 2. sigur sinn á Cambia Portland Classic, sem lauk í gær í Portland, Oregon. Þetta er 2. sigur Henderson á LPGA og allt á sama keppnistímabilinu…. hennar fyrsta. Brooke lék á samtals 14 undir pari og átti 4 högg á fyrrum nr. 1 á heimslistanum Stacy Lewis, sem varð í 2. sæti. Í 3. sæti var norska frænka okkar Suzann Pettersen, sem lék á samtals 9 undir pari Til þess að sjá hápunkta lokahrings Cambia mótsins SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á Cambia Portland Classic SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2016 | 00:30
PGA: DJ sigraði á Bridgestone! – Hápunktar lokahrings

Það var sigurvegari Opna bandaríska, Dustin Johnson (oft nefndur DJ) sem var sjóðheitur á Bridgestone Invitational mótinu og stóð í lokin uppi sem sigurvegari, í gær sunnudaginn, 3. júlí 2016. Sigurskor DJ var 6 undir pari, 274 högg (69 73 66 66). Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir varð bandaríski kylfingurinn Scott Piercy, á samtals 5 undir pari. Þriðja sætinu deildu síðan 4 frábærir stjörnukylfingar: nr. 1 á heimslistanum Jason Day, nr. 2 á heimslistanum Jordan Spieth, kylfingurinn síbrosandi Matt Kuchar (17. sæti heimslistans) og Kevin Chappell, sem er í 38. sæti heimslistans og færist eflaust eitthvað ofar eftir þennan glæsilega árangur á Bridgestone heimsmótinu. Til þess að sjá Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2016 | 21:00
GMS: Auður og Margeir klúbbmeistarar Mostra 2016

Það eru þau Auður Kjartansdóttir og Margeir Ingi Rúnarsson sem eru klúbbmeistarar Mostra 2016. Meistaramót Mostra í Stykkishólmi hófst miðvikudaginn 29. júní og lauk í gær, laugardaginn 2. júlí 2016. Þátttakendur voru alls 21 í 5 flokkum og má sjá öll úrslit með því að SMELLA HÉR: Margeir Ingi lék hringina 4 á sléttu pari (75 70 71 og 72). Auður var á samtals 60 yfir pari, 348 höggum (90 86 85 87). Sjá má myndir frá verðlaunaafhendingu meistaramóts Mostra með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2016 | 20:00
Helga Kristín Einars sigraði á styrktarmóti Ólafíu Þórunnar

Þriðjudaginn 28. júní s.l. fór fram kvennamót til styrktar atvinnukylfingnum okkar á LET, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR. Styrktarmótið fór fram á Korpunni og voru Áin/Landið spiluð. 58 kvenkylfingar tóku þátt og það var Helga Kristín Einarsdóttir, GK, sem sigraði á glæsilegum 4 undir pari, 68 höggum. Á hringnum fékk Helga Kristín hvorki fleiri né færri en 5 fugla, 12 pör og 1 skolla. Sjá má úrslitin í styrktarmótinu hér að neðan: 1 Helga Kristín Einarsdóttir GK 2 F 34 34 68 -4 68 68 -4 2 Anna Sólveig Snorradóttir GK 2 F 36 37 73 1 73 73 1 3 Freydís Eiríksdóttir GKG 6 F 37 38 75 3 75 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2016 | 19:00
Evróputúrinn: Jaidee sigraði á Opna franska

Það var Thongchai Jaidee frá Thaílandi, sem sigraði á Opna franska í dag, 3. júlí 2016. Jaidee lék á samtals 11 undir pari, 273 höggum (67 70 68 68). Í 2. sæti varð Francesco Molinari frá Ítalíu á samtals 7 undir pari og munaði því 4 höggum á Molinari og Jaidee og sigur Jaidee sannfærandi. Í 3. sæti varð Rory McIlroy á samtals 6 undir pari. Sjá má hápunkta lokahrings Opna franska með því að SMELLA HÉR: Sjá má úrslit á Opna franska með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2016 | 17:00
GSG: Ólafur Björn jafnaði vallarmet (67) á Opna GSG 30!

Opna GSG 30 mótið fór fram í gær, 2. júlí 2016, á Kirkjubólsvelli og þar tóku 67 manns þátt. Vegleg verðlaun voru í boði frá Íslandsbanka. Smá vindur blés á keppendur sem létu það ekki á sig fá. Góð skor litu dagsins ljós og þar á meðal jöfnun á vallarmeti. Ólafur Björn Loftsson jafnaði vallarmetið á Kirkjubólsvelli og spilaði á 67 höggum (-5). Glæsilegt skor við krefjandi aðstæður. Hann lofsamaði völlinn og sagði umhirðu vera til fyrirmyndar. Úrslit eru eftirfarandi: Höggleikur: 1.sæti – Ólafur Björn Loftsson GKG 67 högg (-5) Punktakeppni 1.sæti – Jóhann Jóhannsson GSG 39 punktar 2.sæti – Ingvar Ásmundsson GÞ 36 punktar 3.sæti – Hulda Björg Birgisdóttir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Ragnhildur Sesselja Gottskálksdóttir – 3. júlí 2016

Það er Ragnhildur Sesselja Gottskálksdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ragnhildur er fædd 3. júlí 1956 og á því 60 ára stórafmæli í dag! Ragnhildur Sesselja Gottskálksdóttir – Innilega til hamingju með 60 ára afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Johnny C. Palmer, f. 3. júlí 1918 – d. 14. september 2006; Postulín Svövu (57 ára); Baldvin Örn Berndsen, 3. júlí 1962 (54 ára); Halldór Örn Sudsawat Oddsson, 3. júlí 1964 (52 ára); Marsibil Sæmundardóttir, 3. júlí 1974 (42 ára); Anna Jóna Jósepsdóttir, 3. júlí 1987 (29 ára); Ji-Young Oh, 3. júlí 1988 (28 ára); Guillaume Cambis, 3. júlí 1988 (28 ára); Antonio Murdaca, ástralskur (tók þátt á Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2016 | 14:00
PGA: Spieth m/þrefaldan skolla á 16. á Firestone

Jordan Spieth virðist ekkert kunna vel við sig við 16. holu í Firestone Country Club. Holan er 667 yarda par-5 og meðalskorið á holunni á 3. hring þ.e. í gær laugardaginn 2. júlí 2016 var 5,31. Þetta meðaltal var m.a. vegna 8 tvöfaldra skolla sem keppendur fengu og þrefalda skollans … sem hver annar en …. Jordan Spieth fékk. „Mér finnst þetta léleg hola þaðan sem við erum að slá á teig,“ sagði Spieth. „Hann (teigurinn) þarf ekkert að vera þarna. Þetta getur virkilega verið góð par-5 af 50 yarda framar sem er enn á sama teig. En ég gerði mér erfitt fyrir sem var að slá 2 góð högg Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

