Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2016 | 21:00

Eimskipsmótaröðin 2016: Gísli Sveinbergs efstur e. 1. dag á Borgunarmótinu

Það er Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili, sem er efstur á Borgunarmótinu, sem er hluti Eimskipsmótaraðarinnar 2016. Gísli lék 1. hring á 2 undir pari 69 höggum. Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir eru þeir Axel Bóasson, GK og Kristján Þór Einarsson, GM. Benedikt Sveinsson GK er einn í 4. sæti á sléttu pari, 71 höggi. Til þess að sjá stöðuna á Borgunarmótinu  SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2016 | 19:00

Eimskipsmótaröðin 2016: Guðrún Brá efst í kvennaflokki e. 1. dag Borgunarmótsins

Það er heimakonan  Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sem er efst eftir 1. dag Borgunarmótsins, sem fram fer á Hvaleyrinni í Hafnarfirði, en mótið er hluti Eimskipsmótaraðarinnar. . Keppt er um Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn. Guðrún Brá, lék á 75 höggum eða +4 og er hún með eitt högg í forskot á Berglindi Björnsdóttur úr GR sem lék á 76 höggum í dag. Þetta er fjórða mót tímabilsins á Eimskipsmótaröðinni en mótin verða alls sex á þessu tímabili. Signý Arnórsdóttir, GK, Íslandsmeistari í golfi 2015 er þriðja á 79 höggum ásamt Særósu Evu Óskarsdóttur úr GKG sem jafnframt klúbbmeistari GKG 2016. 1 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 75 (+4) 2 Berglind Björnsdóttir, GR Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2016 | 18:00

Pro Golf Tour: Þórður Rafn í 9. sæti e. 2. dag Sparkassen Open

Íslandsmeistarinn í höggleik 2015, Þórður Rafn Gissurarson, GR,  er enn með í baráttunni um efstu sætin á Sparkassen Open atvinnumótinu á ProGolf mótaröðinni. Þórður Rafn lék á 68 höggum í dag eða -4 og er hann samtals á -9 eftir fyrstu tvo keppnisdagana af alls þremur. GR-ingurinn er í 9. sæti fyrir lokahringinn í Bochumer Golfclub í Þýskalandi. Frakkinn Kenny Subregis er efstur á -13 samtals. Sjá má stöðuna á Sparkassen Open með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2016 | 17:00

GHR: Mæðgin klúbbmeistarar 2016

Mæðginin Katrín Björg og Andri Már urðu klúbbmeistarar á meistaramóti Golfklúbbs Hellu Rangárvöllum sem lauk á laugardaginn 9. júlí 2016 í blíðskapar veðri. Fyrstu þrjá dagana var þó nokkur vindur og völlurinn því mjög krefjandi þar sem miklir þurrkar hafa verið undanfarið. en gaman að glíma við hann. Andri Már Óskarsson varð klúbbmeistari 2016 hann lék hringina á 67-71-77-73 eða samtals á 288 höggum. Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir  varð klúbbmeistari kvenna hún lék hringina á 90-89-94-88 samtals á 361 höggi. Andri Már er sonur Katrínar Bjargar. Tveir drengir úr flokki 13 til 16 ára tóku þátt og þar vann Daði Freyr Hermannsson hann spilaði sína hringi á 98-83-91-88 samtals á 360 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2016 | 16:01

Afmæliskylfingur dagsins: Óli Kristján Benediktsson – 15. júlí 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Óli Kristján Benediktsson. Óli Kristján er fæddur 15. júlí 1991 og því 25 ára í dag. Hann er í Golfklúbbi Hafnar í Hornafirði (GHH) og er klúbbmeistari GHH 2014 og jafnframt klúbbmeistari 2012, en varð í 3. sæti á meistaramótinu í, 2013. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn  hér að neðan Óli Kristján Benediktsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Stephen Dodd, 15. júlí 1966 (50 ára stórafmæli!!!); Andy Scheer, 15. júlí 1969 (47 ára), Stjörnustál Ehf , 15. júlí 1972 (44 ára)Þorvaldur Freyr Friðriksson GR , 15. júlí 1979 (37 ára); Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2016 | 15:00

LET Access: Ólafía Þórunn með glæsihring (-3) og meðal efstu á LETAS Trophy!!!

Atvinnu- og LETkylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, átti glæsihring í dag á CitizenGuard LETAS Trophy. Hún lék 2. hring á 3 undir pari, glæsilegum 70 höggum!!! Á hringnum fékk Ólafía 6 fugla, 9 pör og 3 skolla. Í gær var Ólafía á parinu þannig að hún er að spila gott og stöðugt golf –  er samtals á 3 undir pari 143 höggum (73 70)!!! Til þess að sjá stöðuna á LETAS Trohpy en 2. hring er ekki lokið þegar þetta er ritað SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2016 | 14:00

Opna breska 2016: Sjáið ás Oosthuizen á 1. hring!!!

Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku átti frábært draumahögg á Opna breska, því elsta og virtasta af risamótunum 4. Þvílíkt draumamóment að fá ás í móti …. hvað þá OPNA BRESKA!!! Ás Oosthuizen kom á par-3 14. holu Royal Troon, í gær, 14. júlí 2016 á fyrsta keppnisdegi Opna breska. Holan er 178 yarda (163 metra) og notaði Oosthuizen 6-járn. Hér má sjá myndskeið af því þegar Louis Oosthuizen fór holu í höggi á 1. hring Opna breska 2016 SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2016 | 13:30

LPGA: Hyo Joo Kim, Haru Nomura og Mirim Lee efstar e. 1. dag Marathon Classic – Myndskeið

Það voru 3 sem voru efstar og jafnar eftir 1. hring á Marathon Classic mótinu, sem er mót vikunnar á LPGA. Þetta eru þær Hyo Joo Kim og Mirim Lee frá Suður-Kóreu og Haru Nomura frá Japan. Þessir flottu kylfingar léku allir á 5 undir pari, 66 höggum. Til þess að sjá stöðuna á Marathon Classic en 2. hringur er þegar hafinn SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Marathon Classic SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2016 | 12:00

GB: Guðrún Sverrisdóttir klúbbmeistari kvenna 50-64 ára – Rafn og Fjóla klúbbmeistarar 2016

Meistaramót Golfklúbbs Borgarness fór fram dagana 6.-9. júlí 2016. Klúbbmeistarar 2016 eru Rafn Stefán Rafnsson og Fjóla Pétursdóttir. Í ár voru þátttakendur 32 og kepptu þeir í 8 flokkum. Úrslit í meistaramóti GB 2016 eru eftirfarandi: Meistaraflokkur karla: 1 Rafn Stefán Rafnsson GB 3 75 73 78 74 300 2 Kristinn Reyr Sigurðsson GB 5  81 79 79 76 315 3 Arnór Tumi Finnsson GB 8  82 77 80 76 315 4 Finnur Jónsson GB 7  82 85 83 85 335 5 Hilmar Þór Hákonarson GB 9 92 89 85 90 356 1. flokkur karla: 1 Pétur Sverrisson GB 11 F 43 37 80 9 85 89 84 80 338 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2016 | 10:00

GÞ: Guðmundur Karl Guðmundsson klúbbmeistari 2016

Golfklúbbur Þorlákshafnar hélt meistaramót sitt dagana 6.-9. júlí 2016. Klúbbmeistari GÞ 2016 er Guðmundur Karl Guðmundsson. Í ár tóku 21 þátt og var keppt í 4 flokkum. Nokkra athygli vekur að ekki var keppt í neinum kvennaflokkum í meistaramótinu líkt og undanfarin ár og er það miður! Úrslit í Meistaramóti Golfklúbbs Þorlákshafnar eru eftirfarandi: Meistaraflokkur karla: 1 Guðmundur Karl Guðmundsson GÞ 7 F 47 35 82 11 78 75 82 82 317 33 2 Edwin Roald Rögnvaldsson GEY 4 F 39 43 82 11 82 80 77 82 321 37 3 Svanur Jónsson GÞ 6 F 40 50 90 19 86 76 90 252 39 4 Óskar Gíslason GÞ 8 Lesa meira