Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2016 | 17:45

Íslandsbankamótaröðin 2016 (3): Hulda Clara Gestsdóttir Íslandsmeistari í stelpuflokki!!!

Það var Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, sem stóð uppi sem Íslandsmeistari í flokki 14 ára og yngri stelpna. Íslandsmótið í höggleik fór að þessu sinni fram á heimavelli Huldu Clöru, Leirdalsvelli. Hulda Clara lék á samtals 24 yfir pari, 237 höggum (77 80 80). Í 2. sæti varð Kinga Korpak, GS og í 3. sæti nýbakaður kvenklúbbmeistari GA, Andrea Ýr Ásamundsdóttir. Lokastaðan í flokki 14 ára og yngri stelpna var eftirfarandi: 1 Hulda Clara Gestsdóttir GKG 10 F 43 37 80 9 77 80 80 237 24 2 Kinga Korpak GS 11 F 38 40 78 7 82 80 78 240 27 3 Andrea Ýr Ásmundsdóttir GA 6 F 41 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2016 | 17:00

Íslandsbankamótaröðin 2016 (3): Sigurður Arnar Íslandsmeistari í höggleik 14 ára og yngri stráka

Sigurður Arnar Garðarsson, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, varð nú rétt í þessu Íslandsmeistari í höggleik 14 ára og yngri stráka. Íslandsmótið fór fram á heimavelli Sigurðar Arnars, Leirdalsvelli, dagana 15.-17. júlí 2016. Sigurður Arnar lék a samtals 10 yfir pari, 223 höggum ( 74 75 74) Lokastaðan í flokki 14 ára og yngri stráka varð eftirfarandi: 1 Sigurður Arnar Garðarsson GKG 1 F 40 34 74 3 74 75 74 223 10 2 Tómas Eiríksson GR 3 F 36 40 76 5 77 72 76 225 12 3 Dagbjartur Sigurbrandsson GR 2 F 37 39 76 5 80 73 76 229 16 4 Flosi Valgeir Jakobsson GKG 8 F 40 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2016 | 17:00

Afmæliskylfingur dagsins: Páll Eyvindsson – 17. júlí 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Páll Eyvindsson. Páll er fæddur 17. júlí 1954 og á því 61 ára afmæli í dag!!! Páll er í Golfklúbbi Ásatúns. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Guillermo Salmerón Murciano, 17. júlí 1964 (52 ára) Steven O´Hara, 17. júlí 1980 (36 ára Skoti); Zane Scotland, 17. júlí 1982 (34 ára) …. og …. Bílkó Smiðjuvegi (28 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2016 | 14:00

GÞ: Svanur fór holu í höggi!!!

Svanur Jónsson fór holu í höggi á 3. degi Meistaramóts Golfklúbbs Þorlákshafnar. Meistaramót GÞ fór fram 6.-9. júlí s.l. Draumahöggið var slegið á par-3 7. braut sem er 145 metra á 3. degi eða 8. júlí s.l. Klúbbmeistari GÞ varð Guðmundur Karl Guðmundsson (Sjá frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: ) en eftirtekt vekur að engin kvenkylfingur tók þátt í meistaramóti GÞ að þessu sinni! Golf 1 óskar Svani innilega til hamingju með ásinn!!!


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2016 | 12:00

LEK: Sigrún M. Ragnarsdóttir Íslandsmeistari 65+

Það er Sigrún Margrét Ragnarsdóttir, úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, sem er Íslandsmeistari kvenna 65+ Íslandsmót eldri kylfinga í kvennaflokki 65+ lauk í dag, 17. júlí 2016, á Garðavelli á Akranesi. Athygli vekur að meirihluti eða 3 af 5 keppendum í flokki 65+ kvenna voru úr Golfklúbbnum Keili. Úrslit í kvennaflokki 65+ á Íslandsmóti eldri kylfinga var eftirfarandi: 1 Sigrún Margrét Ragnarsdóttir GK 8 F 41 49 90 18 95 82 90 267 51 2 Margrét Geirsdóttir GR 10 F 43 42 85 13 97 90 85 272 56 3 Inga Magnúsdóttir GK 16 F 42 49 91 19 105 97 91 293 77 4 Þuríður E Pétursdóttir GM 16 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2016 | 10:00

LEK: Þórdís Geirs Íslandsmeistari í flokki 50+

Íslandsmót eldri kylfinga í kvennaflokki 50+ lauk nú í dag á Garðavelli, á Akranesi. Íslandsmeistari kvenna 50+ er Þórdís Geirsdóttir, Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Þórdís gerir ekki endasleppt en hún varð nú nýverið klúbbmeistari kvenna í GK, svo sem mörg undanfarin ár. Glæsilegt hjá Þórdísi og óskar Golf 1 Íslandsmeistaranum innilega til hamingju með titilinn!!! Hér má sjá úrslit í flokki kvenna 50+: 1 Þórdís Geirsdóttir GK 0 F 39 37 76 4 83 72 76 231 15 2 Steinunn Sæmundsdóttir GR 4 F 39 41 80 8 81 84 80 245 29 3 Guðrún Garðars GR 6 F 37 42 79 7 86 82 79 247 31 4 Ásgerður Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2016 | 08:00

Opna breska 2016: Sjáið Rory brjóta 3-tréð sitt á 3. hring

Golf getur verið býsna pirrandi á köflum. Jafnvel þeir allra bestu eiga á tímum erfitt með að hemja skap sitt og tilfinningar þegar ekki gengur allt sem skyldi á golfvellinum. En það er alltaf ljótt að sjá þá, sem eiga að vera fyrirmynd allra hinna, vera með kylfukast eða brjóta kylfur. Það gerðist einmitt á sjálfu Opna breska í gær þegar högg Rory McIlroy tókst ekki sem skyldi. Hann braut þá 3-tréð sitt þegar hann sló því í jörðina. Frekar dapurt að sjá þetta …. og það á risamóti! Sjá má Rory brjóta 3-tréð sitt með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2016 | 07:00

Pro Golf Tour: Þórður Rafn endaði T-14 á Sparkassen Open

Þórður Rafn Gissurarson, GR, endaði í 14. sæti á Sparkassen Open mótinu. Þórður Rafn lék á samtals 10 undir pari, 206 höggum (67 68 71). Mótið er hluti á Pro Golf Tour mótaröðinni. Sigurvegari mótsins var Hollendingurinn Maarten Bosch, sem vann eftir bráðabana en 4 voru efstir, allir á samtals 16 undir pari, hver. Sjá má lokastöðuna á Sparkassen Open með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2016 | 00:01

LET Access: Ólafía Þórunn lauk keppni í 11. sæti í Belgíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lauk leik í  11. sæti LETAS Trophy, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni. Mótið fór fram í Royal Waterloo golfklúbbnum í Belgíu. Ólafía Þórunn lék á samtals 1 undir pari, 218 höggum (73 70 75). Sigurvegari mótsins var Anne Van Dam frá Hollandi en hún lék á samtals 12 undir pari. Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Adam Scott ——- 16. júlí 2016

Afmæliskylfingur dagsins er einn vinsælasti kylfingur a.m.k. meðal kvenþjóðarinnar – maður sem hvað eftir annað hefir verið valinn kynþokkafyllsti kylfingur allra tíma… og sem er þar að auki líka góður kylfingur: Masters risamótsmeistari ársins 2013… ástralski kylfingurinn Adam Derek Scott. Adam fæddist Adelaide í Ástralíu, 16. júlí 1980 og er því 36 ára í dag. Hann býr í Crans-Montana í Sviss. Adam gerðist atvinnumaður í golfi árið 2000 og hefir á ferli sínum sigrað 29 sinnum, þ.á.m. 10 sinnum á evrópsku mótaröðinni og 13 sinnum á PGA. Honum tókst loks  að rjúfa álögin sem hvílt hafa á áströlskum kylfingum á Masters risamótinu 2013, þar sem hann sigraði!!! Adam er eflaust líka Lesa meira