Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2016 | 08:45

LEK: Þorsteinn Geirharðsson Íslandsmeistari 65+

Það er Þorsteinn Geirharðsson sem er Íslandsmeistari 65+ Þorsteinn lék á samtals 30 yfir pari, 246 höggum (82 83 81). Lokastaðan í flokki karla 65+ er eftirfarandi: 1 Þorsteinn Geirharðsson GS 8 F 42 39 81 9 82 83 81 246 30 2 Guðmundur Ágúst Guðmundsson GK 10 F 43 43 86 14 87 85 86 258 42 3 Jón Alfreðsson GL 10 F 49 44 93 21 86 83 93 262 46 4 Þórhallur Sigurðsson GK 10 F 46 43 89 17 88 89 89 266 50 5 Jónas Ágústsson GK 14 F 43 43 86 14 93 88 86 267 51 6 Bragi Jónsson GM 10 F 49 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2016 | 08:00

Íslandsbankamótaröðin 2016 (3): Íslandsmeistarar unglinga krýndir

Íslandsmóti yngri kylfinga lauk í dag á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Keppni var afar spennandi í mörgum flokkum og glæsileg tilþrif sáust hjá keppendum sem voru rúmlega 130. Sex Íslandsmeistarar voru krýndir á frábærri lokahátíð sem fram fór í íþróttamiðstöð GKG. Þar sáu Friðrik Dór og Auddi Blö um að skemmta gestum og keppendum og var góð og létt stemmning í salnum. Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ og Sigríður Olgeirsdóttir frá Íslandsbanka sáu um verðlaunahafhendinguna. Sýnt var frá 17. braut á lokahringnum á Leirdalsvelli og var bein netútsending frá holunni á sjónvarpsstöðinni sporttv.is. Þar sýndu margir keppendur glæsileg tilþrif og munaði oft litlu að draumahögg yrðu sleginn í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2016 | 07:58

Íslandsbankamótaröðin 2016 (3): Ingi Rúnar Íslandsmeistari í höggleik í drengjaflokki !!!

Það var Ingi Rúnar Birgisson, GKG, sem stóð uppi sem Íslandsmeistari í höggleik í drengjaflokki á Íslandsmóti Íslandsbankamótarðarinnar. Íslandsmótið í höggleik unglinga fór fram í Leirdalnum 15.-17. júlí 2016 og lauk í gær. Ingi Rúnar lék á samtals 15 yfir pari, 228 höggum (77 77 74). Í 2. sæti varð Ingvar Andri Magnússon, GR, 3 höggum á eftir Íslandsmeistaranum eða á samtals 18 yfir pari og í 3. sæti Viktor Ingi Einarsson, GR á samtals 20 yfir pari. Sjá má lokastöðuna í drengjaflokki á Íslandsmótinu í höggleik hér að neðan: 1 Ingi Rúnar Birgisson GKG 6 F 38 36 74 3 77 77 74 228 15 2 Ingvar Andri Magnússon Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2016 | 07:45

Íslandsbankamótaröðin (3): Amanda Guðrún Íslandsmeistari í höggleik í telpuflokki!

Amanda Guðrún Bjarnadóttir, í Golfklúbbnum Hamri á Dalvík (GHD), varð Íslandsmeistari í höggleik í telpuflokki. Amanda lék á samtals 36 yfir pari, 249 höggum (87 81 81). Keppnin í telpuflokki var spennandi en í 2. sæti varð Zuzanna Korpak, GS, aðeins 2 höggum á eftir Amöndu. Í 3. sæti varð síðan klúbbfélagi Amöndu, Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir, GHD, á samtals 53 yfir pari og greinilegt að Dalvíkurklúbburinn á sterka keppendur í flokki 15-16 ára telpna í ár! Sjá má lokastöðuna í telpuflokki á Íslandsmótinu í höggleik hér að neðan: 1 Amanda Guðrún Bjarnadóttir GHD 15 F 40 41 81 10 87 81 81 249 36 2 Zuzanna Korpak GS 14 F Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2016 | 07:15

Íslandsbankamótaröðin (3): Saga Íslandsmeistari í höggleik í stúlknaflokki

Saga Traustadóttir, GR, er Íslandsmeistari í höggleik í stúlknaflokki, en Íslandsmóti unglinga í höggleik lauk í gær, 17. júlí á Leirdalsvelli. Íslandsmótið á Íslandsbankamótaröðinni fór fram dagana 15.-17. júlí 2016. Saga lék á samtals 8 yfir pari, 221 höggi (74 70 77). Í 2. sæti varð Eva Karen Björnsdóttir, GR á 25 yfir pari og í 3. sæti Ólöf María Einarsdóttir, GM á samtals 27 yfir pari Sjá má lokastöðuna í stúlknaflokki á Íslandsmótinu í höggleik unglinga hér að neðan: 1 Saga Traustadóttir GR 7 F 36 41 77 6 74 70 77 221 8 2 Eva Karen Björnsdóttir GR 9 F 34 38 72 1 88 78 72 238 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2016 | 07:00

Íslandsbankamótaröðin 2016 (3): Hlynur Íslandsmeistari í höggleik í piltaflokki!

Það var heimamaðurinn Hlynur Bergsson, GHG, sem í gær, 17. júlí 2016,  varð Íslandsmeistari í höggleik í flokki 17-18 ára pilta. Íslandsmótið í höggleik fór fram á Leirdalsvelli hjá GKG, dagana 15.-17. júlí Hlynur lék á samtals 6 yfir pari, 219 höggum (74 74 71). Í 2. sæti varð Kristján Benedikt Sveinsson, á samtals 8 yfir pari og í 3. sæti Arnór Snær Guðmundsson, GHD, á 12 yfir pari. Sjá má lokastöðuna í piltaflokki hér fyrir neðan: 1 Hlynur Bergsson GKG 2 F 35 36 71 0 74 74 71 219 6 2 Kristján Benedikt Sveinsson GA 3 F 35 38 73 2 76 72 73 221 8 3 Arnór Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2016 | 18:12

Opna breska 2016: Stenson sigurvegari!!!

Það var Svíinn Henrik Stenson, sem stóð uppi sem sigurvegari á 145. Opna breska nú rétt í þessu. Sigurskor Stenson var 20 undir pari. Hann átti 3 högg á næsta keppanda sem var Phil Mickelson, sem lék á samtals 17 undir pari. Sannfærandi sigur hjá Stenson og að sama skapi mikil vonbrigði hjá Lefty!!! Sjá má lokastöðuna á Opna breska með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2016 | 18:09

Eimskipsmótaröðin 2016 (4): Signý sigraði á Borgunarmótinu!!!

Það var Signý Arnórsdóttir, GK, sem stóð uppi sem sigurvegari í kvennaflokki á Borguanrmótinu. Signý lék á glæsilegum 8 yfir pari, 221 höggi (79 72 70). Í 2. sæti varð Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, 4 höggum á eftir á 12 yfir pari, 225 höggum (75 74 76). Í 3. sæti varð síðan Íslandsmeistarinn í holukeppni 2016, Berglind Björnsdóttir, GR enn 4 höggum á eftir á 16 yfir pari. Lokastaðan á Borgunarmótinu í kvennaflokki: 1 Signý Arnórsdóttir GK 3 F 36 34 70 -1 79 72 70 221 8 2 Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 0 F 36 40 76 5 75 74 76 225 12 3 Berglind Björnsdóttir GR 5 F Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2016 | 18:00

Eimskipsmótaröðin 2016 (4): Axel sigurvegari í karlaflokki Borgunarmóts!!!

Það var Axel Bóasson, GK, sem stóð uppi sem sigurvegari á heimavelli sínum, Hvaleyrinni núna rétt í þessu. Axel lék á samtals á glæsilegum 8 undir pari, 205 höggum (70 67 68). Hann átti 1 högg á þá tvo sem deildu 2. sætinu Gísla Sveinbergsson, GK og Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er um Borgunarbikarinn. Sjá má heildarúrslitin hér að neðan: 1 Axel Bóasson GK -2 F 33 35 68 -3 70 67 68 205 -8 2 Alfreð Brynjar Kristinsson GKG 1 F 33 34 67 -4 74 65 67 206 -7 3 Gísli Sveinbergsson GK -3 F 34 34 68 -3 69 69 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2016 | 17:50

GKB: Pálmi Örn og Brynhildur klúbbmeistarar 2016

Klúbbmeistari GKB í karlaflokki 2016 er Pálmi Örn Pálmason. Hann sigraði með nokkrum yfirburðum, lék hringina fjóra á samtals 326 höggum. Gunnar Guðjónsson varð annar og Gunnar Örn Kristjánsson í þriðja sæti. Fínar aðstæður voru til golfleiks á góðum Kiðjabergsvelli í gær, 16. júlí 2016 þegar mótinu lauk. Úrslit úr 1. flokki karla, höggleikur. 1. Pálmi Örn Pálmason 326 högg 2. Gunnar Guðjónsson 347 högg 3. Gunnar Örn Kristjánsson 352 högg Það var hörku keppni í 1. flokki kvenna, en þar sigraði Brynhildur Sigursteinsdóttir og er því klúbbmeistari GKB fjórða árið í röð. Hún lék 72 holur á 381 höggi, en Birna Hafnfjörð Rafnsdóttir og  léku báðar á einu höggi meira. Lesa meira