Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2016 | 21:00

Eimskipsmótaröðin (5): Aron Snær með vallarmet og tveggja högga forskot á Íslandsmótinu í golfi

Aron Snær Júlíusson úr GKG er með tveggja högga forskot að loknum fyrsta keppnisdeginum á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni. Aron setti nýtt glæsilegt vallarmet í dag á Jaðarsvelli á Akureyri þar sem hann lék á 67 höggum eða -4. Aron er með tveggja högga forskot á Birgi Leif Hafþórsson úr GKG og Vikar Jónasson úr Keili. Þórður Rafn Gissurarson, Íslandsmeistari frá árinu 2015 lék á pari vallar, og það er útlit fyrir hörkuspennandi keppni á Jaðarsvelli allt fram á sunnudag þegar keppni lýkur. „Þetta var gott í dag, ég sló eitt lélegt dræv á hringnum og bjargaði þar skolla. Annars var þetta gott golf, ég vippaði í fyrir erni Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2016 | 19:00

Eimskipsmótaröðin (5): Ólafía Þórunn efst e. 1 dag á 1 undir pari!!!

Það er LET-kylfingurinn okkar og Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2011 og 2014 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, sem er efst að loknum 1. keppnisdegi á Jaðarsvelli á Akureyri. Ólafía lék á 1 undir pari í dag eða 70 höggum. Hún fékk 3 fugla (á 2. 5. og 16. braut) og 2 skolla (á 10. og 15. braut). Í 2. sæti á hæla Ólafíu Þórunnar er Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, Íslandsmeistari í höggleik 2012, en hún lék á pari Jaðarsins, 70 höggum. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sem aldrei hefir orðið Íslandsmeistari í höggleik er síðan í 3. sæti á 1 yfir pari, 72 höggum. Það stefnir í jafna og spennandi baráttu í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Magnús Birgisson – 21. júlí 2016

Einn besti og ástsælasti golfkennari landsins, Magnús Birgisson, á afmæli í dag en hann er fæddur 21. júlí 1959 og því 57 ára. Magnús er flestum kylfingum landsins að góðu kunnur, m.a vegna golfkennarastarfa sinna á Costa Ballena á Spáni (þar sem hann kennir golf í hópi einvala liðs golfkennara, þ.e. ásamt Ragnhildi Sigurðardóttur og Herði Arnarsyni ) Það er kunnara en frá þurfi að segja að Magnús kemur úr stórri golffjölskyldu en allir í kringum hann, eiginkonan, synir, systur, móðir, frænkur og frændur eru í golfi. Magnús er kvæntur Ingibjörgu Guðmundsdóttur, eiganda golfvörufyrirtækisins hissa.is, en á boðstólum fyrirtækisins eru ýmsar frábærar vörur fyrir golfara m.a. birdiepelar, flatarmerki, flatargaflar, tí, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2016 | 12:00

Atvinnukylfingur nokkur rakar af sér skeggið ….. og lítur út eins og önnur manneskja

Graham DeLaet mun keppa fyrir hönd Kanada á Ólympíuleikunum í næsta mánuði. En hann mun gera það skegglaus. Hann rakaði af sér sítt skegg sitt …. og lítur út eins og nýr maður. Þetta eru e.t.v. ekki góðar fréttir því það er lítið af skeggjuðum kanadískum kylfingum og DeLaet einn fárra sem skar sig út. Hér að neðan má sjá mynd af skegglausum DaLaet og David Hearn, sem báðir munu keppa fyrir hönd Kanada.  


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2016 | 11:00

GR: Dagbjartur Sigurbrandsson í banastuði á 7. móti Icelandair Cargo mótaraðarinnar – á stórglæsilegum 65 höggum og m/vallarmet !!!

Dagbjartur Sigurbrandsson sigraði á 7. móti Icelandair Cargo mótaröð barna og unglinga, en þar spilaði Dagbjartur í flokki  14 ára og yngri stráka. Hann var á alveg stórglæsilegu skori 7 undir pari, 65 höggum, en spilað var á Landinu/Ánni á Korpunni, nú í  vikunni, þriðjudaginn 19. júlí 2016. Mótið var punktakeppni og var Dagbjartur á 44 punktum. Á hringnum fékk Dagbjartur 1 örn (á 16. braut) og 5 fugla. Dagbjartur gerði sér lítið fyrir og bætti vallarmet af bláum teigum á Landið/Áin. Stórglæsilegt – greinilega mikil framtíðarkylfingur á ferðinni hér!!! Þátttakendur í 7. móti Icelandair Cargo voru alls 33, þar af 9 stelpur. Úrslitin í strákaflokki á 7. móti Icelandair Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2016 | 10:00

Þó Tiger hafi dregið sig úr PGA Championship er það ekki endir ferils hans!!!

Tiger Woods tilkynnti nú nýverið að hann hygðist ekki taka þátt í PGA Championship, sem er 4. og síðasta risamótið á árinu. Margir voru í kjölfarið með dauðadagsspár um að nú væri ferill Tiger endanlega á enda. Hann er orðinn 40 ára og …. hann er einfaldlega ekki kominn á það stig að keppa meðal þeirra allra bestu enda hefir hann verið að jafna sig eftir erfiða bakuppskurði. En … Phil Mickelson, 46 ára, sýndi og sannaði á Opna breska 2016 jafnvel maður sem er 5 árum eldri en Tiger á margt eftir inni og enginn á leið með að afskrifa hann, þ.e. að hann geti blandað sér í toppbaráttu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2016 | 07:30

Eimskipsmótaröðin (5): Ólafíu og Birgi spáð sigri á Íslandsmótinu

Íslandsmótið í höggleik hefst í dag, 21. júlí 2016 á Jaðarsvelli á Akureyri og stendur til sunnudagsins 24. júlí. Allir bestu kylfingar landsins verða á meðal keppenda – 137 keppendur eru skráðir til leiks þar af 31 í kvennaflokki og er það 26% yfir meðaltali í kvennaflokki frá árinu 2001. Þórður Rafn Gissurarson úr GR og Signý Arnórsdóttir úr Keili hafa titla að verja á mótinu en þau fögnuðu bæði sínum fyrstu Íslandsmeistaratitlum í fyrra á Garðavelli á Akranesi. Atvinnukylfingarnir Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, Axel Bóasson úr GK eru á meðal keppenda líkt og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL. Á fréttamannafundi í gær var Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2016 | 07:00

Evróputúrinn: Stenson kylfingur júnímánaðar

Það er Svíinn Henrik Stenson, sigurvegari Opna breska 2016, sem er kylfingur júnímánaðar á Evrópumótaröðinni. Heiðurinn hlýtur hann þó ekki fyrir fyrsta risamótstitil sinn heldur 3 högga sigur sinn í Golf Club Gut Lärchenhof, en sigurinn vann hann með frábærum hringjum upp á  68-65-67-71, en þetta var fyrsti sigur Stenson á evrópskri grund frá því hann sigraði 10 árum fyrr í sama móti. Það var einmitt 10. sigurinn á Evróputúrnum á BMW International Open sem tryggði Stenson titilinn kylfingur júnímánuðar. „Þetta eru góð viðurkenning fyrir að ljúka verkinu vel. Ég hef unnið nokkrum sinnum áður og ég er viss um að þessi viðurkenning hlýtur fínan stað við hlið annarra á hillunni. Vonandi verð Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2016 | 18:30

GM: Klúbbmeistari 11-12 ára Tristan Snær Viðarsson

Golfmyndin í dag er af  Tristan Snæ Viðarssyni. Hann er klúbbmeistari GM 11-12 ára. Tristan Snær er búinn að spila golf síðan hann var 8 ára en æfa siðustu tvö ár. Tristan Snær átti afmæli s.l. laugardag, 16. júlí og varð 12 ára. Golf 1 óskar Tristan Snæ innilega til hamingju með afmælið eftir á!!!


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2016 | 16:30

Bubba stuðningsmaður Trump

Sleggjan Bubba Watson er Suðurríkjamaður og mikill stuðningsmaður opinbers frambjóðanda Repúblíkanaflokksins, Donald Trump. Hér má sjá myndskeið þar sem Bubba lýsir stuðningi sínum við Trump SMELLIÐ HÉR: