Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2016 | 07:00

PGA: Snedeker í forystu e. 3. dag RBC Canadian Open

Það er Brandt Snedeker sem tekið hefir forystu á RBC Canadian Open. Snedeker er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 207 höggum (68 73 66). Það var frábær hringur Snedeker upp á 66 sem kom honum á toppinn fyrir lokahringinn og skipti þar sköpum örninn sem hann fékk á síðustu holu en sjá má glæsiörn Snedeker með því að SMELLA HÉR:  Öðru sætinu deila heima-og áhugamaðurinn Jared Du Toit og reynsluboltinn og sigurvegari Opna bandaríska 2016, Dustin Johnson aðeins 1 höggi á eftir. Til þess að sjá hápunkta 3. dags á RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á RBC Canadian Open Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2016 | 19:00

Eimskipsmótaröðin 2016 (5): Valdís m/vallarmet og efst e. 3. dag

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni setti í dag nýtt vallarmet á Jaðarsvelli þegar hún lék á 66 höggum eða -5 á þriðja keppnisdegi Íslandsmótsins í golfi á Eimskipsmótaröðinni. Það stefnir í mikið einvígi á lokahringnum á milli Valdísar og Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur úr GR sem er einu höggi á eftir á -6. Valdís fékk fimm fugla í dag og tapaði ekki höggi en Ólafía lék á 69 höggum eða -2. Það er ljóst að nýtt mótsmet verður sett á Íslandsmótinu í golfi í kvennaflokki en Signý Arnórsdóttir lék samtals á +1 í fyrra á Garðavelli og bætti þá fyrra mótsmet töluvert. „Þetta var stöðugur hringur hjá mér en ég setti Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2016 | 18:00

Eimskipsmótaröðin (5): Bjarki og Guðmundur Ágúst efstir og jafnir f. lokahring Íslands- mótsins

Vallarmetin á Jaðarsvelli voru bætt þriðja daginn í röð á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni. Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness lék best allra í gær á 3. keppnisdegi eða á -5 og deilir hann efsta sætinu á -7 samtals með Guðmundi Ágústi Kristjánssyni úr GR sem lék einnig frábært golf dag en hann tapaði ekki höggi og lék á 66 höggum. Það voru margir aðrir kylfingar sem létu að sér kveða í dag og léku undir pari vallar. Axel Bóasson úr GK, hafði eitt högg í forskot fyrir hringinn í dag, en hann lék á 69 höggum eða -2 og er hann einu höggi á eftir efstu mönnum. Það voru Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Harris English —— 23. júlí 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Harris English. Harris fæddist 23. júlí 1989 og er því 26 ára í dag! Harris þykir með hávaxnari mönnum á PGA en hann er 1,91 m á hæð. Hann spilar á PGa Tour og hefir sigrað tvívegis þar í fyrra skiptið á St. Jude Classic, 9. júní 2013 og síðan á OHL Classic í Mayakoba, 17. nóvember 2013. Sjá má kynningu Golf 1 á afmæliskylfingnum með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ken Green, 23. júlí 1958 (59 ára); Craig Barlow, 23. júlí 1972 (44 ára); Thomas Brent „Boo“ Weekley, 23. júlí 1973 (43 ára); Mikko Korhonen, 23. júlí 1980 (36 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2016 | 14:00

Evróputúrinn: Tillögur um 6 holu spil, með tímamörkum, músik og „öðruvísi“ golffatnaði

Evróputúrinn er með hugmyndir um nýtt róttækt leikfyrirkomulag, þar sem einungis eru spilaðar 6 holur, með tímatakmörkunum, músík og „öðruvísi“ golffatnaði. Vonast er til að þetta nýja fyrirkomulag muni laða að nýja og unga kylfinga og verða til þess að fleiri horfi á golf í sjónvarpinu, skv. Chris Cutmore sem ritar um þetta í Daily Mail. „Ef ekki er vilji til að breyta til þá er um enga nýjungagirni að ræða og ef ekki er tekin áhætta þá er hætta á að íþróttin verði á eftir öðrum,“ segir Keith Pelley framkvæmdastjóri Evróputúrsins. Já, það verður leikið undir klukku.  


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2016 | 10:00

Kynning á Andrew „Beef“ Johnston

Hver er Andrew Johnston kunna sumir að spyrja og hvernig hlaut hann viðurnefnið „Beef“? Johnston vann hug og hjarta enskra golfáhangenda á síðasta Opna breska. Þar landaði kappinn 8. sætinu. Aðeins Tyrrell Hatton stóð sig betur af Englendingunum sem þátt tóku í risamótinu en hann varð T-5 og er álíka lítt þekktur og Johnston. En hér má sjá „kynningu“ Mail Online á Johnston með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2016 | 08:00

PGA: DJ og List í forystu í hálfleik RBC Canadian Open – Hápunktar 2. dags

Það eru bandarísku kylfingarnir Luke List og Dustin Johnson (DJ) sem leiða í hálfleik RBC Canadian Open. Þeir eru búnir að spila á samtals 7 undir undir pari, hvor. Þrír deila 3. sætinu allir aðeins 1 höggi á eftir en það eru þeir: Jared du Toit, sem er kanadískur áhugamaður, sem vakið hefir verðskuldaða eftirtekt; Jon Rahm og Kelly Kraft. Sjá má hápunkta 2. dags á RBC Canadian Open með því að SMELLA HÉR:  Sjá má stöðuna eftir 2. dag RBC Canadian Open með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2016 | 19:00

Eimskipsmótaröðin 2016 (5): Ólafía með tveggja högga forskot – vallarmetið jafnað í tvígang á Jaðarsvelli í dag

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með tveggja högg forskot þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu í golfi á Jaðarsvelli á Akureyri. Ólafía, sem tvívegis hefur fagnað þessum titli, jafnaði eigið vallarmet í dag og lék á 68 höggum eða -3. Hún er samtals á -4 en Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni kemur þar næst á -2 samtals en hún lék á 69 höggum í dag. Valdís hefur einnig fagnað Íslandsmeistaratitlinum tvívegis. „Þetta var einfaldara í dag ég fékk 6 fugla og 25 pútt, Alfreð bróðir minn vann mig með einu í gær þegar hann var með 25 pútt. Ég vissi ekkert á hvaða skori ég var og var í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2016 | 18:18

Eimskipsmótaröðin 2016 (5): Axel leiðir þegar Íslandsmótið er hálfnað

Axel Bóasson, GK, er með naumt forskot þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu. Það er gríðarleg spenna í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni. Annar keppnisdagurinn var magnaður þar sem að fjórir kylfingar jöfnuðu vallarmetið sem Aron Snær Júlíusson úr GKG setti í gær. Axel Bóasson úr Keili er efstur á -4 samtals og er hann með eitt högg í forskot á Rúnar Arnórsson úr Keil, Gísla Sveinbergsson úr Keili og Birgi Leif Hafþórsson úr GKG. Axel varð Íslandsmeistari árið 2011 og hann fagnaði sigri á Íslandsmótinu í holukeppni í fyrra á Jaðarsvelli. Rúnar Arnórsson (GK), Andri Már Óskarsson (GHR), Arnór Ingi Finnbjörnsson (GR), Gísli Sveinbergsson (GK) og Axel Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þór Einarsson ——- 22. júlí 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Þór Einarsson. Þór er fæddur 22. júlí 2000 og er því 16 ára í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju hér að neðan: Þór Einarsson (16 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Susie Berning, 22. júlí 1941 (75 ára); Valur Valdimarsson, 22. júlí 1950 (66 ára); Carl Suneson, 22. júlí 1967 (49 ára); Rassar Í Sveit, 22. júlí 1967 (49 ára); Kristofer Helgason 22. júlí 1970 (46 ára); Kríla-peysur Fríðudóttir, 22. júlí 1973 (43 ára) Brendon Todd, 22. júlí 1985 (31 árs)…… og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í Lesa meira