Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2016 | 09:00
Spennandi keppni um val til landsliðs eldri kylfinga – stigatöflur

Nú er lokið 7 af 9 mótum sem telja til landsliðs eldri kylfinga og einnig stig í keppni Öldungamótaraðarinnar. Línur eru nú að skýrast og hart verður barist um hvert stig á næstu tveimur mótum sem verða þann 20. ágúst á Akranesi og 17. september hjá GR í Grafarholti. Stigalistarnir eru hér fyrir neðan: Konur 50+ án forgjafar – Efst Steinunn Sæmundsdóttir, GR. Karlar 65 + með forgjöf – Efstur Jónas Ágústsson, GK. Karlar 65 + án forgjafar – Efstur Þorsteinn Geirharðsson, GS. Karlar 50 + með forgjöf – Efstur Sigurbjörn Hlíðar Jakobsson, GR. Karlar 50 + án forgjafar – Efstur Frans Páll Sigurðsson, GK.
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2016 | 07:00
PGA Championship 2016: Jason Day fullur sjálfstrausts

Það var þrumuveður sem gekk yfir Baltusrol með tilheyrandi rigningarflaumi í gær, þriðjudaginn 26. júlí þannig að fyrsti æfingahringurinn fyrir 98. PGA Championship fór fram á þungum flötum sem höfðu verið býsna hraðar í hitanum eftir hádegi. Ógurlegur hiti var snemma eftir hádegi en í lok eftirmiðdags stóðu kylfingar í vatnsflaumi á mörgum stöðum eftir miklar þrumur, eldingar og rigningarúrhelli. Starfsmenn PGA of America stöðvuðu leik kl. 16:38 eftir hádegi og áhorfendur gátu leitað skjóls, margir voru samahnhnipraðir í minjagripatjöldum, þar til hlé milli hviða gaf þeim tækifæri á að fara. Þetta var e.t.v. bara forsmekkurinn á því hvers konar aðstæður kylfingar verða að takast á við í viðleitni þeirra Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingar dagsins: Guðmundur Arason – 26. júlí 2016

Það er Guðmundur Arason, læknir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hann er fæddur 26. júlí 1956 og á því 60 ára stórafmæli í dag. Guðmundur er í Golfklúbbi Öndverðarness. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Guðmund með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mick Jagger 26. júlí 1943 (73 ára); Þorsteinn Gíslason, 26. júlí 1947 (69 ára); Allen Doyle, 26. júlí 1948 (68 ára); Sirrý Arnardóttir, 26. júlí 1965 og Viðar Örn Ástvaldsson, 26. júlí 1965 (51 árs); Hulda Soffía Hermanns, GK, 26. júlí 1967 (49 ára); Flott Föt Flottari Verð 26. júlí 1969 (46 ára); Hannah Jun, 26. júlí 1985 (31 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2016 | 12:00
Mest pirrandi frasar í golfi

Golf Magic hefir tekið saman lista um mest pirrandi frasana í golfi. Sjá má þá með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2016 | 10:00
GD: Sigrún María og Óskar klúbbmeistarar 2016

Meistaramót Golfklúbbs Dalbúa fór fram 16. júlí s.l. – Þátttakendur í ár voru 13. Keppt var í tveimur flokkum karla- og kvenna og var spilaður einn 18 holu hringur. Klúbbmeistarar GD 2016 eru Sigrún María Ingimundardóttir, GR og Óskar Svavarsson, GO. Heildarúrslit í meistarmmóti GD 2016 eru eftirfarandi: Kvennaflokkur: 1 Sigrún María Ingimundardóttir GR 10 F 44 48 92 20 92 92 20 2 Hafdís Ingimundardóttir GKG 14 F 53 50 103 31 103 103 31 3 Ásta Birna Benjamínsson GKG 18 F 52 51 103 31 103 103 31 4 Kristrún Þórðardóttir GR 30 F 56 61 117 45 117 117 45 5 Bryndís Scheving GD 32 F 62 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Cheyenne Woods – 25. júlí 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Cheyenne Nicole Woods, frænka Tiger og fyrrum liðsfélagi Íslandsmeistarans í höggleik 2011, 2014 og 2016, Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, í Wake Forest. Cheyenne fæddist í Phoenix, Arizona, 25. júlí 1990 og á því 26 ára afmæli í dag. Hún er dóttir Earl Dennison Woods Jr., eldri bróður Tiger Woods. Afi hennar Earl Woods eldri var fyrsti þjálfarinn hennar. Cheynne spilaði golf með golfliði Xavier College Preparatory og sigraði ár eftir ár Arizona 5A State Championships árin 2006 og 2007. Cheyenne útskrifaðist frá Wake Forest University 2012 þar sem hún spilaði golf með Demon Deacons. Cheyenne hefir sigrað á meira en 30 áhugamannamótum. Árið 2009 þáði hún boð styrktaraðila til þess Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2016 | 10:00
Best fyrir Rory að vera heiðarlegur

Í Irish News er athyglisverð grein eftir Seamus Maloney. Sjá má greinina með því að SMELLA HÉR: Greinin ber heitið „Honesty is the best policy for Rory McIlroy„, sem útleggst eitthvað á þá leið að það sé best fyrir Rory að vera heiðarlegur. Umræðuefnið þar eru afsakanir Rory fyrir að taka ekki þátt í Ólympíuleikunum sem hefjast 17. ágúst í næsta mánuði, en þar bar hann fyrir sig Zika vírusinn og hræðslu hans af að smitast af honum þar sem hann ætli sér í náinni framtíð að stofna fjölskyldu með heitkonu sinni, hinni bandarísku Ericu Stoll. Maloney segir í greininni m.a. að best sé fyrir Rory að vera heiðarlegur: ástæðan að Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2016 | 08:26
GS: Karen og Guðmundur Rúnar klúbbmeistarar 2016

Meistaramót Golfklúbbs Suðurnesja (GS) fór fram dagana 6.-9. júlí s.l. Þátttakendur í ár voru 117, sem kepptu í 15 flokkum. Klúbbmeistarar GS eru Karen Guðnadóttir og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson. Í mótinu setti Karen vallarmet af bláum teigum 68 högg!!! Úrslit í öllum flokkum meistaramóts GS eru eftirfarandi: Meistaraflokkur karla: 1 Guðmundur Rúnar Hallgrímsson GS 0 F 36 39 75 3 69 73 75 75 292 4 2 Björgvin Sigmundsson GS 3 F 41 41 82 10 73 73 77 82 305 17 3 Örn Ævar Hjartarson GS 1 F 38 39 77 5 81 72 80 77 310 22 4 Guðni Vignir Sveinsson GS 5 F 41 37 78 6 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2016 | 01:30
LET: Boineau með sinn fyrsta titil á Opna skoska

Franski kylfingurinn Isabelle Boineau vann sinn fyrsta titil á LET á Opna skoska í gær, sunnudaginn 24. júlí 2016. Isabelle lék á samtals 11 undir pari, 205 höggum (70 67 68). Boineau er fremur óþekktur kylfingur, en sjá má eldri kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR: Í 2. sæti varð sænski kylfingurinn Linda Wessberg aðeins 1 höggi á eftir. Þriðja sætinu deildu hin bandaríska Beth Allen og Becky Morgan frá Wales, sem um tíma var í forystu á mótinu; báðar á 9 undir pari og í 5. sæti varð Íslandsvinurinn Caroline Hedwall á samtals 8 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Opna skoska SMELLIÐ Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2016 | 00:01
PGA: Jhonattan Vegas sigurvegari Opna kanadíska

Það var Jhonattan Vegas frá Venezuela, sem stóð uppi sem sigurvegari á RBC Canadian Open. Vegas er fæddur 19. ágúst 1984 og verður því 32 ára á næstunni. Vegas lék á samtals 12 undir pari, 276 höggum (73 69 70 64). Í 2. sæti urðu Dustin Johnson, Martin Laird og Jon Rahm allir aðeins 1 höggi á eftir Vegas. Til þess að sjá hápunkta 4. dags á RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

