Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2016 | 07:00
Umhyggja nýtur góðs af Einvíginu á Nesinu – 10 frábærir kylfingar mætast nk. mánudag!

Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express á Íslandi, Einvígið á Nesinu, verður nú haldið í 20. skipti á Nesvellinum, mánudaginn 1. ágúst næstkomandi. Venju samkvæmt er 10 af bestu kylfingum landsins fyrr og síðar boðið til leiks og munu þau í ár spila í þágu Umhyggju, félags sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Mótið verður með hefðbundnu sniði, þ.e. klukkan 10.00 leika keppendur 9 holu höggleik og kl.13.00 hefst svo Einvígið sjálft, (shoot-out) þar sem einn kylfingur dettur út á hverri holu, þar til tveir berjast að lokum um sigurinn á 18. holu. DHL Express á Íslandi hefur verið styrktaraðili mótsins frá því að það var Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2016 | 06:00
GKG: Dóra Þóris með ás!!!

Hún Dóra Þórisdóttir, GKG, gerði sér lítið fyrir og sló draumahöggið á 2. holu á Mýrinni í morgunsárið 29. júlí 2016. Önnur holan í Mýrinni er par-3 104 metra af rauðum teigum. Glæsilegt!!! Svanhvít Guðbjartsdóttir, var með henni í holli og sagði hún að höggið hefði verið frábært, boltinn hefði lent á flötinni og rúllað áfram í miðja holu. Golf 1 óskar Dóru innilega til hamingju með glæsiásinn og inngönguna í Einherjaklúbbinn!!!
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Signý Marta Böðvarsdóttir. Signý Marta er fædd 29. júlí 1970 og er því 46 ára í dag. Hún er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Signý Marta er góður kylfingur og hefir m.a. staðið sig vel í púttmótaröðum GR-kvenna. Hún er gift Páli Gunnari Pálssyni og er móðir verðandi stórkylfings Böðvars Pálssonar. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Signý Marta Böðvarsdóttir · 46ára (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Max Faulkner f. 29. júlí 1916 – d. 26. febrúar 2005; Friðrik Sigurðsson, GS, 29. júlí 1969 (47 ára); Harrison Frazar, 29. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2016 | 07:00
PGA: Walker efstur e. 1. dag PGA Championship

Það er Jimmy Walker, sem er efstur á PGA Championship eftir 1. dag, en mótið hófst í gær á Baltusrol. Walker lék á 5 undir pari, 65 höggum. Á glæsilegum hring sínum fékk Walker 6 fugla 11 pör og 1 skolla. Í 2. sæti eru Martin Kaymer frá Þýskalandi, hinn enski Ross Fisher og Emiliano Grillo frá Argentínu, allir aðeins 1 höggi á eftir Walker á 4 undir pari, 66 höggum. Allt opið enn svo snemma móts. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag PGA Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á PGA Championship SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson – 28. júlí 2016

Það er Hinrik Gunnar Hilmarsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hinrik var fæddur 28. júlí 1958 og lést 24. mars á þessu ári. Hinrik eða Hinni eins og hann var oft kallaður af vinum sínum hefði orðið 58 ára í dag. Sjá má frétt Golfsambands Íslands um andlát Hinriks Gunnars, sem birtist m.a hér á Golf 1 með því að SMELLA HÉR: Hinrik var flestum kunnugur sem dómari á golfvellinum, en einnig var Hinni í Golfklúbbi Reykjavíkur. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Marta Guðjónsdóttir (57 ára); Árný Lilja Árnadóttir, 28. júlí 1970 (46 ára); Steven Craig Alker, 28. júlí 1971 (45 ára); Þórdís Lilja Árnadóttir (43 árs); Amy Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2016 | 09:00
Henning Darri með glæsilegan 1.hring á Global Junior Golf – 69 högg og í 1. sæti e. 1. dag

Henning Darri Þórðarson, GK er meðal íslenskra þátttakenda í Global Junior Golf mótinu. Mótið fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 26.-29. júlí. Henning Darri átti glæsilegan 1. hring þar sem hann lék á 2 undir pari, 69 höggum!!! Hann er í 1. sæti eftir 1. dag í sínum aldurshóp, sem er stórglæsilegt!!! Sjá má stöðuna á Global Junior Golf með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth ——- 27. júlí 2016

Afmæliskylfingur dagsins er tvöfaldur risamótsmeistari ársins 2015, Jordan Spieth. Spieth sigraði s.s. kunnugt er á Masters risamótinu í apríl í fyrra og vann síðan Opna bandaríska og var 1 höggi frá því að komast í umspil um sigurinn á Opna breska, 2015. Jordan Spieth fæddist 27. júlí 1993 og er því 23 ára í dag. Ótrúlegur árangur þetta hjá ekki eldri kylfingi!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Örn Guðmundsson, 27. júlí 1952 (43 ára); Björk Klausen, 27. júlí 1954 (62 ára); Ólöf Jónsdóttir, 27. júlí 1970 (46 ára); Erla Björk Hjartardóttir, 27. júlí 1971 (45 ára); Stefán Fannar Sigurjónsson, 27. júlí 1972 (44 ára); Arnar Snær Jóhannsson, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2016 | 14:00
GSR: Ingrid María og Svanberg klúbbmeistarar 2016

Golfklúbburinn Skrifla (GSR) í Borgarbyggð hélt meistaramót, sem er frábært!!! Mótið fór fram 16. júlí sl. og tóku 8 manns þátt og var spilað í kvenna- og karlaflokki á Reykholtsdalsvelli. Klúbbmeistarar GSR 2016 eru Ingrid María Svensson og Svanberg Guðmundsson. Heildarúrslit á meistaramóti Skriflu 2016 eru eftirfarandi: Kvennaflokkur: 1 Ingrid Maria Svensson GR 13 F 45 45 90 20 90 90 20 2 Jakobína Eygló Benediktsdóttir GSR 24 F 55 60 115 45 115 115 45 3 Steinunn Ásta Helgadóttir GSR 28 F 69 68 137 67 137 137 67 Karlaflokkur: 1 Svanberg Guðmundsson GSR 11 F 48 53 101 31 101 101 31 2 Einar Thoroddsen GR 21 F Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2016 | 12:00
GK: Helgi Dan á 68 á Opna Epli.is!!!

Laugardaginn 23. júlí fór fram á Hvaleyrarvelli Opna epli.is . Glæsilegir vinningar voru í boði frá epli.is og einnig var flott teiggjöf í boði. Að sjálfsögðu var keppt um nándarverðlaun á öllum par-3 brautum vallarins, lengsta teighögg og næstur holu í 2 höggum á 18. flöt. 128 kylfingar skráðu sig til leiks og fengu mjög gott veður allan daginn. Hvaleyrarvöllur lítur einstaklega glæsilega út þessa dagana og óhætt að segja að völlurinn sé í heimsklassa. Úrslit urðu svo eftirfarandi: Besta skor í höggleik: Helgi Dan Steinsson 68 (-3) Punktakeppni: 1. sæti Pétur Bjarni Guðmundsson, 42 punktar 2. sæti Pálmi Hlöðversson, 40 punktar 3. sæti Lúðvík Geirsson, 39 punktar 4. sæti Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2016 | 11:00
GVS: Guðrún og Adam Örn klúbbmeistarar 2016

Meistaramót Golfklúbbs Vatnsleysustrandar (GVS) fór fram dagana 30. júní – 3. júlí. Í ár voru þátttakendur 35. Klúbbmeistarar GVS 2016 eru Guðrún Egilsdóttir og Adam Örn Stefánsson. Úrslit í meistaramóti GVS 2016 voru eftirfarandi: Meistaraflokkur karla: 1 Adam Örn Stefánsson GVS 1 F 38 36 74 2 70 73 79 74 296 8 2 Jóhann Sigurðsson GVS 2 F 37 38 75 3 74 78 74 75 301 13 3 Hólmar Ómarsson Waage GVS 1 F 44 42 86 14 70 77 81 86 314 26 1 flokkur karla: 1 Stefan Mickael Sverrisson GVS 5 F 42 44 86 14 78 75 85 86 324 36 2 Sigurður Gunnar Ragnarsson Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

