Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2016 | 09:00

Evróputúrinn: Chan sigraði í King´s Cup

Chan Shih-chang frá Taíwan sigraði í fyrsta sinn á móti Evrópumótaraðarinnar í dag þegar hann lauk keppni á 67 höggum og átti tvö högg á helsta keppinaut sinn Lin Wen-tang frá Kína, í King’s Cup, sem er samstarfsverkefni Asíutúrsins og Evrópumótaraðarinar. Mótið fór fram 28.-31. júlí 2016 og lauk í morgun. Hinn 30 ára Chan hóf leik í nótt með 1 höggs forystu á næsta mann og fékk 6 fugla og 3 skolla á hringnum og var samtals á 12 undir pari í Phoenix Gold golfklúbbnum í Pattaya, á Thailand. „Það hefir alltaf verið draumur minn að sigra á Asíutúrnum og það tókst í dag,“ sagði Chan en hann hefir 5 sinnum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2016 | 08:00

GOV: Steindór Sveins fór holu í höggi!!!

Sá skemmtilegi atburður varð á Skálavelli á Vopnafirði hjá Golfklúbbi Vopnafjarðar (GOV), þann 14.júlí s.l. að formaður klúbbsins Steindór Sveinsson fór holu í höggi. Þetta var á 7. braut vallarins, sem er sú stysta, par-3 97 metrar. Slegið er að kletti í áttina að sjónum og var þetta hár og fallegur bolti sleginn með pitching wedge. Þess má geta að völlurinn er í mjög góðu standi og er ekki annað hægt en að hvetja kylfinga til að koma og spila þennan fallega völl, sem Skálavöllur er. Golf 1 óskar Steindóri innilega til hamingju með ásinn!!!


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2016 | 07:00

PGA Championship 2016: Óveður olli leikleysi laugardag

Þrumur og eldingar urðu til að leikur féll niður allan laugardag á PGA Championship. Fyrstu 10 höfðu rétt hafið leik þegar úrhelli skall niður á völl sem þegar var regnþungur og fyrstu þrumurnar heyrðust. Jimmy Walker og Robert Streb eru því enn efstir og jafnir. Þeir hafa báðir spilað á samtals 9 undir pari, hvor. Þriðji hringur er hafinn og má fylgjast með gangi mála á PGA Championship á skortöflu með því að SMELLA HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðmundur Rúnar Hallgrímsson – 30. júlí 2016

Afmæliskylfingur dagsins er klúbbmeistari GS 2016 Guðmundur Rúnar Hallgrímsson. Guðmundur Rúnar er fæddur 30. júlí 1975 og á því 41 árs afmæli í dag. Hann er jafnframt klúbbmeistari GS 2014 og 2015, sem og mörg undanfarin ár á undan. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Guðmundur Rúnar Hallgrímsson (41 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bergsteinn Hjörleifsson GK, 30. júlí 1962 (54 ára); Graeme McDowell, 30. júlí 1979 (37 ára); Justin Rose, 30. júlí 1980 (36 ára); Nino Bertasion, 30. júlí 1988 (28 ára); Louise Larsson, 30. júlí 1990 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2016 | 15:00

GFB: Feðgar að græja flatir á Skeggjabrekku velli

Feðgarnir Þorgeir Örn Sigurbjörnsson og Sigurbjörn Þorgeirsson eru þessa stundina í blíðskaparveðri á Skeggjabrekkuvelli á Ólafsfirði að laga flatir vallarins. Golfklúbbur Ólafsfjarðar ber nú nafnið Golfklúbbur Fjallabyggðar (GFB). Flottur 9 holur völlur sem er með mjög sérstakt layout og ævinlega vel hirtur!!! Mót sem vert væri að taka þátt í eru t.a.m. Opna minningarmót GFB, sem fer fram 1. ágúst n.k.  eða Opna Rammamótið sem fram fer 13. ágúst n.k. Þeir sem enn eiga eftir að spila Skeggjabrekkuvöll ættu að drífa sig norður og gera það hið fyrsta … hvort sem það til að taka þátt í  móti eða bara til að njóta Skeggjabrekkuvallar!!!


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2016 | 12:00

PGA Championship 2016: Streb og Walker T-1 í hálfleik

Það eru Robert Streb og Jimmy Walker sem deila forystunni í hálfleik 4. og síðasta risamóti ársins hjá körlunum, PGA Championship, á hinum glæsilega Baltusrol golfvelli í Springfield, New Jersey. Báðir hefa leikið á samtals 9 undir pari, 131 höggi; Streb (68 63) og Walker (65 66). Þriðja sætinu deila nr. 1 á heimslistanum Jason Day og Emilliano Grillo frá Argentínu og einn í 5. sæti er Henrik Stenson. Til þess að sjá hápunkta 2. hrings á PGA Championship SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á PGA Championship í hálfleik SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2016 | 11:00

GBB: Ólafía Björnsdóttir og Magnús Jónsson klúbbmeistarar 2016

Meistaramót Golfklúbbs Bíldudals (GBB) fór fram á Litlueyrarvelli dagana 14.-16. júlí s.l. Klúbbmeistarar GBB 2016 eru Ólafía Björnsdóttir og Magnús Jónsson. Þátttakendur að þessu sinni voru 15. Skemmtilegt er frá því að segja að keppendur í kvennaflokki voru næstum því helmingur þátttakenda í mótinu eða 7!!! Frábært!!! Úrslit í meistaramóti GBB 2016 urðu eftirfarandi: 1 Magnús Jónsson GBB 3 F 44 38 82 12 74 82 156 16 2 Jens Bjarnason GBB 18 F 46 47 93 23 83 93 176 36 3 Sigurmundur Freyr Karlsson GBB 8 F 50 48 98 28 80 98 178 38 4 Heiðar Ingi Jóhannsson GBB 10 F 44 48 92 22 86 92 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2016 | 10:00

GM: Opna Ecco mótið (Texas Scramble) fer fram mánudaginn 1. ágúst!

Opna Ecco mótið fer fram á Hlíðavelli nk. mánudag 1. ágúst 2016. Leikfyrirkomulag er Texas Scramble, en veitt verða verðlaun fyrir efstu 5 sætin í mótinu auk nándarverðlauna á öllum par 3 brautum. Leikið er í tveggja manna liðum og er forgjöf samanlögð forgjöf deilt með 5. Ekki er hægt að fá hærri forgjöf en leikforgjöf forgjafarlægri kylfingsins. Hægt er að komast inn á tengil til þess að skrá sig í mótið með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2016 | 09:00

Saga og Henning Darri sigruðu á Icelandic Summer Games

Á Jaðarsvelli á Akureyri fór dagana 26.-29. júlí 2016 fram mótið Icelandic Summer Games og var keppt í pilta og stúlknaflokki. Mótið, sem lauk í gær, er hluti af bæði Global Junior Golf og 21GolfLeague mótaröðunum. Sigurvegarar í mótinu urðu Henning Darri Þórðarson, GK í piltaflokki og Saga Traustadóttir, GR í stúlkuflokki. Henning Darri lék á samtals 5 undir pari, 208 höggum (68 69 70) og Saga lék á 15 yfir pari, 228 höggum (75 71 82). Sjá má úrslitin í heild með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2016 | 08:00

LPGA: Mirim Lee leiðir á RICOH Women´s British Open í hálfleik – Hápunktar 2. dags

Opna breska kvennamótið eða RICOH Women´s British Open er 4. kvenrisamótið á árinu og það hófst fyrir tveimur dögum og stendur dagana 28.-31. júlí 2016. Mótið fer fram í Milton Keyes á Englandi. Nú í hálfleik er staðan sú að Mirim Lee frá Suður-Kóreu er í forystu – er búin að spila á samtals 11 undir pari, 133 höggum (62 71).  Nokkuð stór sveifla var milli 1. og 2. hrings Lee eða 9 högga sveifla – en Lee byrjaði mótið afar vel á hring upp á 62 högg eða 10 undir pari!!! … þar sem hún skilaði skollalausu skorkorti og með hvorki fleiri né færri en 10 fugla!!! Öðru sætinu Lesa meira