Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2016 | 07:00
Tvö íslensk lið eldri karlkylfinga v/ keppni í Noregi

Ísland er með tvö lið við keppni í landsliðskeppnum eldri kylfinga í Noregi. Leikið er með forgjöf við Sandefjord og keppt er án forgjafar í Larvik. Íslenska sveitin var í níunda sæti í forgjafarkeppninni eftir fyrsta keppnisdaginn en hægt er að fylgjast með gangi mála með því að SMELLA HÉR: Lið Íslands í forgjafarkeppninni er þannig skipað: Ásbjörn Björgvinsson, Jónas Tryggvason, Guðlaugur Kristinsson, Þorsteinn Þórisson, Júlíus Júlíusson, Helgi Ingason. Í keppni án forgjafar var Ísland í fimmta sæti eftir fyrsta hringinn, hægt er að fylgjast með gangi mála með því að SMELLA HÉR: Lið Íslands er þannig skipað: Gauti Grétarsson, Snorri Hjaltason, Hörður Sigurðsson, Gunnar Þórisson, Sæmundur Pálsson, Sigurður Aðalsteinsson. Texti: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 2. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Þórunn Andrésdóttir – 2. ágúst 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Þórunn Andrésdóttir. Þórunn er fædd 2. ágúst 1970 og á því 46 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins, til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Þórunn Andrésdóttir (46 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Fay Crocker, (f. 2. ágúst 1914 – d. 1983 – frá Úrúgvæ, lék á LPGA); Eyþór Árnason, 2. ágúst 1954 (62 ára); Bill Murchison Jr., 2. ágúst 1958 (58 ára); Caroline Pierce, 2. ágúst 1963 (53 ára), Jeff Bloom, 2. ágúst 1963 (53 ára); Þórunn Andrésdóttir, 2. ágúst 1970 (46 ára); Jonathan Andrew Kaye, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 2. 2016 | 12:00
Hvers þarfnast Rory? Nýs pútters? Sveifluþjálfara? Sálfræðings?

Rory McIlroy komst ekki í gegnum niðurskurð s.s. allir vita sem fylgdust með PGA Championship. Menn velta fyrir sér hvað er að? Hann hlýtur að vera í þvílíkri naflaskoðun í augnablikinu og þarf að líta vel í spegilinn. Maðurinn sem hann sér hlýtur honum að finnast kunnuglegur – en það vantar samt eitthvað…. Það vantar blikið í augnum – það virðist ekki vera lengur þar. Það er ekki farið að eilífu, bara farið. Akkílesarhæll Rory hafa alltaf verið púttin hans; kannski hann þarfnist nýs pútters eða leiðbeinanda í puttum? Það er engin auðveld lausn. Rory hefir þegar sigrað í 4 risamótum. Hvað er það sem vantar í að hann þyrsti Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2016 | 15:00
Afmæliskylfingur dagsins: Nökkvi Gunnarsson – 1. ágúst 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Nökkvi Gunnarsson. Nökkvi er fæddur 1. ágúst 1976 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!!!!!! Nökkvi er í Nesklúbbnum, er útskrifaður PGA golfkennari klúbbsins og Íslandsmeistari 35+, árið 2012. Nökkvi sigraði þetta ár, þ.e. 2012 í mörgum opnum mótum, m.a. BYKO vormótinu á Nesinu, 1. maí mótinu á Hellu og 60 ára afmælismóti GHR. Eins tók Nökkvi þátt í mótum erlendis 2012; t.a.m. varð hann í 18. sæti ásamt bróður sínum, Steini Baugi, á sterku móti áhugamanna í Belgíu sem fram fór á Royal Waterloo golfvellinum, þ.e. 4Ball Club Trophy, í apríl 2012. Árið 2013 og 2014 varði Nökkvi titil sinn í BYKO vomótinu á Nesinu Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2016 | 10:00
LPGA: Ariya Jutanugarn vann 1. risatitil sinn á Opna breska!!!

Það var Ariya Jutanugarn frá Thaílandi, sem stóð uppi sem sigurvegari á RICOH Women´s British Open í gær, sunnudaginn 31. júlí 2016. Þetta er fyrsti risatitill hinnar 22 ára Ariyju. Hún lék á samtals 16 undir pari, 272 höggum (65 – 69 – 66 – 72). Í 2. sæti urðu þær Mo Martin frá Bandaríkjunum og Mirim Lee frá Suður-Kóreu, á samtals 13 undir pari, hvor. Til þess að sjá lokastöðuna á RICOH Women´s British Open SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2016 | 08:00
PGA Championship 2016: Jimmy Walker sigraði!

Það var Jimmy Walker sem sigraði í 4. og síðasta risamóti ársins PGA Championship. Walker lék á samtals 14 undir pari, 266 höggum (65 66 68 67). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir var nr. 1 á heimslistanum Jason Day og í 3. sæti á samtals 10 undir pari Daníel Summerhayes. Til þess að sjá hápunkta 4. dags PGA Championship 2016 SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á PGA Championship 2016 SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2016 | 18:00
Viðtalið: Hjörtur Þór Unnarsson, GR

Viðtalið í kvöld er við frábæran kylfing í alla staði, sem kemur endalaust á óvart. Hér fer viðtalið: Fullt nafn: Hjörtur Þór Unnarsson. Klúbbur: GR. Hvar og hvenær fæddistu? Akureyri, 4. ágúst 1966. Hvar ertu alinn upp? Akureyri. Í hvaða starfi/námi ertu? Ég er yfirvaktstjóri hjá Grayline. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég er einhleypur og á 4 börn. Ég á 3 bræður og tveir þeirra spila golf. Dóttir mín, Unnur Sif, 24 ára, er að byrja í golfi. Svo eru fleiri í fjölskyldunni sem spila golf, t.d. tveir frændur mínir Vikar Jónasson, GK og Örvar Samúelsson, GA. Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ég fékk golfsett, 30 ára, á Seyðisfirði og Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingar dagsins: Helgi Birkir Þórisson og Víðir Jóhannsson – 31. júlí 2016

Afmæliskylfingar dagsins eru Víðir Jóhannsson og Helgi Birkir Þórisson. Helgi Birkir er fæddur 31. júlí 1975 og á því 41 árs afmæli í dag. Helgi Birkir er í Golfklúbbi Setbergs í Hafnarfirði og er m.a. klúbbmeistari GSE 2016. Sjá má eldra viðtal Golf1 við Helga Birki með því að SMELLA HÉR: Víðir og sambýliskona hans, Joanna Grudzinska, eru mörgum kylfingum að góðu kunn en þau eru eigendur Golfklúbbsins Þverár að Hellishólum (GÞH) og reka þar ferðaþjónustu. Víðir er fæddur 31. júlí 1955 og á því 61 ára afmæli í dag. Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Víði með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2016 | 12:00
GKS: Hulda og Þorsteinn klúbbmeistarar 2016

Meistaramót Golfklúbbs Siglufjarðar (GKS) fór fram dagana 4.-9. júlí 2016. Þátttakendur í ár voru 9 – 6 karl og 3 kvenkylfingar. Leiknar voru 36 holur. Keppt var í 2. flokki karla, 1. flokki karla og 1. flokki kvenna. Klúbbmeistarar Golfklúbbs Siglufjarðar 2016 eru Hulda Magnúsardóttir og Þorsteinn Jóhannsson. Heildarúrslit í Meistaramóti GKS 2016 urðu annars eftirfarandi: 1. fl. karla: 1. sæti Þorsteinn Jóhannsson á 170 höggum 2. sæti Sævar Örn Kárason á 175 höggum 3. sæti Benedikt Þorsteinsson á 189 höggum 2. fl. karla: 1. sæti Kári Arnar Kárason á 191 höggi (vann á 3ju holu í bráðabana) 2. sæti Ólafur Þór Ólafsson á 191 höggi 1. fl. kvenna 1. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2016 | 10:00
GÖ: Hafdís og Róbert sigruðu í Stóra GÖ

Í gær, 30. júlí 2016, fór fram Stóra GÖ mótið í Öndverðarnesi. Spilaður var betri bolti – og tveir í liði. Mótið var innanfélagsmót, en þó þannig að GÖ-meðlimur mátti bjóða með sér gest úr öðrum klúbb og spila með honum. Þátttakendur að þessu sinni voru 174 eða 87 pör. Þátttökugjald var 11.000 fyrir parið og vegleg verðlaun fyrir 5 efstu sætin, nándarverðlaun á par-3 brautum, auk þess sem dregið var úr fjölda skorkorta. Helstu úrslitin urðu þau að sigurvegarar urðu Hafdís Gunnlaugsdóttir og Róbert Sædal Svavarsson með 49 punkta (S-9 23 pkt S-6 17 pkt S-3 8 pkt) Í 2. sæti urðu Soffía Björnsdóttir og einnig með 49 punkta en Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

