Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2016 | 15:45

LET Access: Valdís Þóra komst g. niðurskurð!!!

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, komst nú rétt í þessu í gegnum niðurskurð á Norrporten Ladies Open. Valdís lauk 2. hring á 2 yfir pari, 73 höggum. Samtals hefir Valdís Þóra spilað á 3 yfir pari, 145 höggum (72 73) og er T-19. Í efsta sæti á 2. keppnisdegi er enski kylfingurinn Charlotte Thompson, (samtals -8 (71 63)) en mótið er gríðarlega sterkt og margir LET-kylfingar meðal keppenda. Til þess að sjá stöðuna á 2. keppnisdegi Norrporten Ladies Open SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2016 | 14:30

Ecco Tour: Axel á 68 e. 1. hring Made in Denmark mótsins

Axel Bóasson, GK, tekur þátt í  Made in Denmark European Tour Qualifier mótinu, sem er hluti Ecco Tour. Mótið stendur 4.-6. ágúst 2016. Axel lék 1. hring á 3 undir pari, 68 höggum, en völlurinn, sem hann spilaði á er par-71 Skjoldenæsholm Old Course í Skjoldenæsholm Golf Center, í Jystrup, Danmörku. Á hringnum fékk Axel 5 fugla, 11 pör og 2 skolla og er sem stendur T-13 (ritað kl. 14:30) Sjá má stöðuna í Made in Denmark mótinu með því að SMELLA HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2016 | 13:41

Challenge Tour: Birgir Leifur á 70 e. 1. dag

Birgir Leifur Hafþórsson hefir nú lokið 1. hring á Swedish Challenge, en það mót er hluti af 2. sterkustu mótaröð Evrópu, Áskorendamótaröð Evrópu (ens. Challenge Tour). Birgir Leifur lék 2 undir pari, 70 höggum á Katrineholms GK. Á hringnum fékk Birgir Leifur 1 örn, 2 fugla og 2 skolla. Þegar þetta er ritað kl. 1:40 er Birgir Leifur T-13, en staðan getur en breyst þar sem margir eiga eftir að ljúka leik. Sjá má stöðuna á Swedish Challenge e. 1. dag með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2016 | 13:00

65% aukning erlendra kylfinga milli ára

Mikil aukning hefur verið á heimsóknum erlendra kylfinga til Íslands og segir Magnús Oddsson framkvæmdastjóri Golf Icelandi að nú þegar sé aukningin 65% hjá fjórum klúbbum sem skilað hafa inn tölum þess efnis. „Það er ljóst að mikil aukning er áfram í spili erlendra kylfinga hér í sumar. Þetta kemur vel í ljós þegar skoðaðar eru tölur frá fjórum klúbbum innan Golf Iceland (tveim á höfuðborgarsvæðinu og tveim á landsbyggðinni) , sem hafa nú skilað okkur nákvæmum tölum og samanburðartölum fyrir júlí.“ Alls hafa þeir selt erlendum kylfingum 1098 hringi miðað við 665 í fyrra. Um er að ræða um 65% aukningu milli ára. Aðrir sem hafa skilað tölum hafa Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2016 | 12:45

Haraldur Franklín (68) bestur Íslendinganna e. 1. dag Evrópumóts einstaklinga

Haraldur Franklín Magnús, GR, lék best íslensku keppendanna á Evrópumóti einstaklinga, en mótið hófst í gær á Estonian G&CC í Eistlandi. Keppnisvöllurinn er aðeins í 20 mínútna fjarlægð frá Tallinn, höfuðborg Eistlands. Haraldur lék 1 hring á á stórglæsilegu skori, 4 undir pari, 68 höggum og er í 6. sæti mótsins eftir 1. dag. Hinir íslensku keppendurnir stóðu sig líka vel og eru Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Rúnar Arnórsson, GK báðir á 1 undir pari, Gísli Sveinbergs er á parinu og Andri Þór Björnsson á 3 yfir pari, 75 höggum, eftir 1. hring. Flottur árangur hjá Íslendingunum á 1. degi Evrópumóts einstaklinga!!! Hér má fylgjast með stöðunni á Evrópumóti Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2016 | 12:30

Áskorendamótaröð Evrópu: Fylgist með Birgi Leif í Svíþjóð hér!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG,  hóf leik í morgun á Katrineholmvellinum í Svíþjóð. Mótið sem hann tekur þátt í heitir Swedish Challenge hosted by Robert Karlsson og stendur dagana 4.-7. ágúst 2016. Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Þegar þetta er ritað og Birgir Leifur á eftir 3 holur óspilaðar af 1. hring og sem stendur er hann T-12. Fylgjast má með stöðunni á Swedish Challenge með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2016 | 12:00

Sjáið hæfileikaríkan, einhentan 5 ára kylfing herma eftir sveiflu þekktustu PGA kylfinga

Tommy Morrissey er 5 ára golfsnillingur. Hann er sérstakur að því leyti að hann er einhentur, reyndar vantar hann allan hægri arminn. Þannig að hann sveiflar með vinstri hendi. Og þvílík sveifla – þessi 5 ára strákur getur hermt örvhent eftir jafn ólíkum sveiflum og hjá Jordan Spieth, Rory, Bubba og Lefty (Phil Mickelson). Sjá má frábærar sveiflur Tommy Morrissey með því að SMELLA HÉR:  Hér má sjá viðtal við foreldra hans, en þau höfðu aðallega áhyggjur af að strákurinn þeirra yrði fyrir einelti, vitandi hversu grimmir krakkar geta verið (Í myndskeiðinu er einnig sýnt þegar Tommy hitti Tiger Woods)  SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2016 | 07:00

Frisbígolf á Klambratúni

Það er til fleira golf en bara hefðbundið golf, sem flestir kylfingar elska. T.a.m. knattspyrnugolf og er einn slíkur völlur rétt utan við Flúðir og síðan 9 holu Frisbígolfvöllur í hjarta Reykjavíkur, á Klambratúni við Kjarvalsstaði. Í frisbí er notaður frisbeediskur í stað golfkúlu og leikurinn því oft kallaður Folf. Folf er því spilað líkt og hefðbundið golf, nema með frisbídiskum. Köstin eru talin sem tekur að koma disknum í rétta körfu og takmarkið að kasta allar brautir í sem fæstum tilraunum. Eftir fyrsta kast er það næsta tekið þar sem diskurinn liggur og þarf sá fótur sem nær er körfu að vera þar sem diskurinn lá. Skipta má um Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jón Svavarsson —– 3. ágúst 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Jón Svavarsson. Jón er fæddur 3. ágúst 1956 og á því 60 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Jón Svavarson – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar eru: Guðrún Katrin Konráðsdóttir, 3. ágúst 1951 (65 ára);  Regína Sveinsdóttir, 3. ágúst 1955 (61 árs); Laila Ingvarsdóttir, 3. ágúst 1957 (59 ára); Útivist og Fegurð (57 ára); Líney Óladóttir, 3. ágúst 1965;  Omar David Uresti, 3. ágúst 1968 (48 ára); Issi Jóhann Þorgrímur Hallgrímsson , 3. ágúst 1972(44 ára; ); Lárus Kjærnested Ívarsson, 3. ágúst 1977 (39 ára); Lee Andrew Slattery, 3. ágúst 1978 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2016 | 08:00

Oddur Óli sigraði í Einvíginu á Nesinu 2016!

Einvígið á Nesinu – Shoot out fór fram á Nesvellinum í frábæru veðri mánudaginn 1. ágúst. Þetta var í 20. skiptið sem mótið er haldið og eins og ávallt til styrktar góðu málefni. Það var heimamaðurinn Oddur Óli Jónasson, klúbbmeistari Nesklúbbsins 2016, sem stóð uppi sem sigurvegari í Einvíginu á Nesinu 2016 og er þetta í fyrsta sinns sem hann sigrar á þessu móti. Venju samkvæmt léku þeir kylfingar sem boðið var í mótið 9 holu höggleik í morgun. þar lék Aron Snær Júlíusson best allra eða á 31 höggi eða á fimm höggum undir pari vallarins. Næstir komu svo þeir Úlfar Jónsson á 32 höggum og Oddur Óli Jónasson Lesa meira