Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2016 | 18:27
Challenge Tour: Birgir Leifur T-24 e. 2. dag í Svíþjóð

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefir nú lokið 2. hring á Swedish Challenge, en það mót er hluti af 2. sterkustu mótaröð Evrópu, Áskorendamótaröð Evrópu (ens. Challenge Tour). Birgir Leifur hefir samtals spilað á 3 undir pari, 141 höggi (70 71) á Katrineholms GK, og er T-24 þ.e. jafn 11 öðrum í 24. sæti, eftir 2. keppnisdag. Í dag lék Birgir Leifur á 71 höggi – fékk 3 fugla, 13 pör og 2 skolla. Hann flaug því í gegnum niðurskurð, en niðurskurður var miðaður við parið. Efstur eftir 2. dag er heimamaðurinn Jeff Karlsson, en hann hefir spilað á samtals 9 undir pari, 135 höggum. Sjá má stöðuna á Swedish Challenge e. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2016 | 18:10
Góður árangur eldri kylfinga!!! – Ísland T-7 án fgj. – Ísland í 11. sæti m/fgj.

Nú er lokið Evrópukeppni eldri kylfinga sem fram fór í Sandefjord og Larvik í Noregi 2.- 4. ágúst. Landslið Íslands án forgjafar endaði í 7- 8. sæti ásamt Spánverjum á 965 höggum eftir þrjá daga. Ítalía fagnaði Evrópumeistaratitlinum á 906 höggum samtals. Af Norðurlandaþjóðunum var það bara Finnland sem var fyrir ofan Ísland. Forgjafarliðið endaði í 11. sæti eftir ágætis árangur á síðasta degi. Umgjörð og framkvæmd Norðmanna var til fyrirmyndar og landsliðsmenn ánægðir með móttökurnar og koma sælir heim. Lið Íslands í forgjafarkeppninni var þannig skipað: Ásbjörn Björgvinsson, Jónas Tryggvason, Guðlaugur Kristinsson, Þorsteinn Þórisson, Júlíus Júlíusson, Helgi Ingason. Lið Íslands án forgjafar var þannig skipað: Gauti Grétarsson, Snorri Hjaltason, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2016 | 18:00
LET Access: Valdís Þóra varð í 22. sæti í Svíþjóð!!!

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hafnaði í 22. sæti á Norrporten Ladies Open, sem lauk í dag, en mótið stóð dagana 3.-5. ágúst 2016. Mótið fór fram á keppnisgolfvelli Sundsvalls Golfklubb í Svíþjóð og er hluti af LET Access, þ.e. 2. deildinni í evrópska kvennagolfinu, en mótið var gríðarlega sterkt – margir kylfinganna leika eða hafa leikið í 1. deildinni, Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour). Valdís Þóra lék á samtals 5 yfir pari, 218 höggum (72 73 73). Frábærir kylfingar á borð við Virginiu Espejo frá Spáni, Czillu Lajtai-Rozsa frá Ungverjalandi og einn sterkasti kvenkylfingur Sviss, Anäis Magetti voru jafnir eða á eftir Valdísi Þóru. Glæsilegt!!! Það var heimakonan Jenny Haglund Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingar dagsins: Ásdís Lilja og Erna – 5. ágúst 2016

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Ásdís Lilja Emilsdóttir og Erna Lundberg Kristjánsdóttir. Ásdís Lilja er fædd 5. ágúst 1956 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Ásdís Lilja Emilsdóttir (60 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Erna er fædd 5. ágúst 1996 og á 20 ára afmæli í dag. Erna Lundberg Kristjánsdóttir (20 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Silla Ólafsdóttir, 5. ágúst 1949 (67 ára); Katsunari Takahashi, 5. ágúst 1950 (66 ára); Gylfi Rútsson, 5. ágúst 1962 (54 ára); Ólafur Gylfason, golfkennari GA, 5. ágúst 1968 (48 ára); Ragnheiður Stephensen, 5. ágúst 1970 (46 ára); Gauja Hálfdanardóttir, 5. ágúst Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2016 | 11:45
PGA: Kelly, Loupe og Taylor efstir á Travelers e. 1. dag

Það eru 3 kylfingar efstir og jafnir eftir 1. hring á Travelers mótinu, sem fram fór í gær. Þetta eru Bandaríkjamennirnir Jerry Kelly, Andrew Loupe og Vaughn Taylor, en þeir léku allir 1. hring á 64 höggum! Mótið fer venju skv. fram á TPC River Highlands, í Cromwell, Conneticut. Til þess að sjá hápunkta 1. hrings á Travelers SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Travelers eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2016 | 10:00
Golf á Ólympíuleikunum hefst í dag – Rickie mættur!

Í dag hefjast Ólympíuleikarnir í Rio de Janeiro, í Brasilíu, hvað golf snertir. Keppnin í karlaflokki hefst í dag 5. ágúst 2016 og konurnar keppa viku síðar. Frá því á Opna breska hefir verið nokkuð hljótt um helstu golfstjörnurnar frá því að Jordan Spieth dró sig úr mótinu, Rory komst ekki í gegnum niðurskurð …. tja og Rickie Fowler gaf öllum Zika vírusum langt nef og sagðist verða með á Ólympíuleikunum. Ætlar hann sér ekki að stofna fjölskyldu?, eins og hinir báru fyrir sig… sem ástæðu fyrir að taka ekki þátt? Jú aldeilis. Og það ætla þeir líka að gera sem streymt hafa til Brasilíu undanfarna daga, kylfingar á borð við Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2016 | 07:00
GA: Golfskálinn með demódag á Akureyri á morgun 6. ágúst!

Golfskálinn verður með demódag hjá Golfklúbbi Akureyrar á morgun, laugardaginn 6.ágúst milli kl. 10-14. Ingibergur Jóhannsson, annar eigandi Golfskálans og PGA kennari, verður á æfingasvæðinu með mikið af nýjustu kylfunum frá Ping og Callaway. Allir velkomnir!
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2016 | 21:30
Evróputúrinn: Staðan e. 1. dag Aberdeen Asset Management Paul Lawrie holukeppninnar

Í dag hófst Aberdeen Asset Management Paul Lawrie holukeppnin í East Lothian, í Skotlandi. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Það eru 64 kylfingar sem hófu keppni þ.e. 32 viðureignir sem fóru fram í dag. Sjá má hápunkta 1. dags þessarar skemmtilegu holukeppni með því að SMELLA HÉR: Sjá má stöðuna eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2016 | 17:45
Kylfingur sló í höfuð á sjálfum sér í Borgarnesi

Í DV mátti þann 28. júlí í s.l. mánuði lesa eftirfarandi frétt: „ „Búmerang“ Á golfvellinum,“ segir lögreglan á Vesturlandi í tilkynningu en óheppinn kylfingur var aðeins of höggfastur á dögunum. Hann sló í golfkúlu af miklum krafti, kúlan fór í stein og þeyttist til baka beint í höfuðið á hinum seinheppna kylfingi. Féll maðurinn við og lá eftir í grasinu vankaður. Þá var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Eru meiðsl hans minniháttar.„
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Þór Unnarsson – 4. ágúst 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Hjörtur Þór Unnarsson. Hjörtur fæddist 4. ágúst 1966 og á því 50 ára stórafmæli í dag! Hann er í Golfklúbbi Reykjavík og byrjaði afmælisdaginn á því að spila einn golfhring með uppáhaldsfélögum sínum í þessu líka gull-fallega veðri, sem búið er að vera sunnanlands. Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Hjört með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Hjartar til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan: Hjörtur Þór Unnarsson (4. ágúst 2016 – Innilega til hamingju með merkisafmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Janet Coles, 4. ágúst 1954 (62 ára); Deedee Lasker, (spilaði hér Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

