Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2016 | 13:00
Íslandsbankamótaröðin 2016 (4): Hákon Örn sigraði í piltaflokki

Fjórða mót Íslandsbankamótaraðarinnar fór fram nú s.l. helgi á Strandarvelli á Hellu, 5.-6. ágúst 2016 Í piltaflokki voru þátttakendur 25. Sigurvegari varð Hákon Örn Magnússon, GR. Hann lék á samtals 2 undir pari, 208 höggum (70 67 71) átti m.a. glæsihring 2. daginn þegar hann lék Strandarvöll á 4 undir pari, 67 höggum – líkt og sá sem varð í 2. sæti, Henning Darri Þórðarson, GK, en hann var á 4 undir pari, 1. keppnisdag. Heildarúrslit í piltaflokki á 4. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2016 voru eftirfarandi: 1 Hákon Örn Magnússon GR 0 F 36 35 71 1 70 67 71 208 -2 2 Henning Darri Þórðarson GK -2 F 38 35 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2016 | 12:35
Þórdís og Nökkvi Íslandsmeistarar 35+

Þórdís Geirsdóttir úr GK og Nökkvi Gunnarsson úr NK fögnuðu sigri á Íslandsmóti +35 sem fram fór í Vestmannaeyjum, dagana 4.-6. ágúst 2016. Aðstæður fyrir keppendur voru frábærar alla þrjá keppnisdagana en um 100 kylfingar tóku þátt. Þetta er í 17. sinn sem mótið fer fram. Nökkvi hefur tvívegis sigrað á þessu móti en Þórdís er sigursælasti keppandinn með alls 10 Íslandsmeistaratitla. Úrslit í Íslandsmóti 35+ í heild eru eftirfarandi: 1. flokkur kvenna 1 Þórdís Geirsdóttir GK 3 F 36 38 74 4 78 76 74 228 18 2 Ragnhildur Sigurðardóttir GR 2 F 34 40 74 4 85 73 74 232 22 1. flokkur karla 1 Nökkvi Gunnarsson NK Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2016 | 12:00
PGA: Knox sigurvegari Travelers!

Það var Skotinn Russell Knox sem sigraði á Travelers mótinu. Knox lék á samtals 14 undir pari, 266 höggum (67 67 64 68). Knox átti 4 fallega hringi í mótinu, sem allir voru undir 70. Sjá má hápunkta 4. hrings á Travelers með því að SMELLA HÉR: Sjá má lokastöðuna í Travelers mótinu með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2016 | 12:00
PGA: Jim Furyk á 58 höggum á lokahring Travelers!!!

Jim Furyk lék lokahring Travelers mótsins á glæsilegum 58 höggum! Á þessum stórglæsilega hring fékk Furyk, sem frægur er fyrir fremur sérstaka sveiflu 1 örn, 10 fugla og 7 pör. „Mér fannst eins og einhver annar kæmi í líkama minn og væri að sveifla fyrir mig,“ sagði Furyk að glæsihringnum loknum. „Ég var ekkert að slá neitt sólíd. Ég notaði dræver 12 sinnum í gær og boltinn var á braut 5 sinnum. Þetta er bara ekki – þetta er ekki styrkleiki minn.“ Eini sveifluþjálfari sem Furyk hefir verið hjá er pabbi hans. Furyk lauk leik T-5 á 11 undir pari, 269 höggum. Sjá má hápunkta frá frábærum hring Furyk með Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2016 | 11:00
Evróputúrinn: Anthony Wall sigraði í Paul Lawrie holukeppninni

Mót vikunnar á Evróputúrnum var Aberdeen Assett Management Paul Lawrie Match Play. Til úrslita í mótinu léku Anthony Wall frá Englandi og Alex Noren frá Svíþjóð. Wall sigraði í Paul Lawrie holukeppninni og hlaut € 171,000 sigurtékka. Til úrslita um 3. sætið léku Oliver Fisher og James Morrison og þar hafði James Morrison betur og hafnaði því í 3. sæti. Sjá má hvernig leikirnir milli þeirra 64 sem hófu keppni fóru með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2016 | 10:00
Challenge Tour: Birgir Leifur varð T-6 á Swedish Challenge!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lauk keppni í gær á Swedish Challenge en mótið er hluti af Challenge Tour þ.e. evrópsku Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur lék á samtals 10 undir pari, 278 höggum (70 71 66 71) og varð T-6 þ.e. deildi 6. sætinu með 5 öðrum. Lokahringinn lék Birgir Leifur á 71 höggi – fékk 5 fugla, 9 pör og 4 skolla. Sigurvegari mótsins varð Joël Stalter frá Frakklandi en hann lék á samtals 12 undir pari, 276 höggum – þannig að Birgir Leifur var aðeins 3 höggum frá sigri í mótinu! 🙂 Stórglæsilegur Birgir Leifur… eins og alltaf!!! Til þess að sjá lokastöðuna í Swedish Challenge SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2016 | 09:00
Rúnar varð T-44 á EM einstaklinga

Rúnar Arnórsson, GK, varð T-44 i á EM einstaklinga, sem fór fram dagana 3.-6. ágúst í Eistlandi. Þ..e. hann deildi 44. sætinu með 5 öðrum kylfingum. Rúnar lék á samtals 2 undir pari, 286 höggum (71 77 64 74). Hann var sá eini af 5 íslenskum keppendum í mótinu, sem komst í gegnum niðurskurð. Það var Ítalinn Luca Chiancetti sem sigraði eftir 7 holu bráðabana við Norðmanninn Victor Hovland, sem setti nýtt vallarmet á golfvelli Estonian G&CC á 3. hring þ.e. 63 högg. Báðir voru á samtals 16 undir pari, 272 höggum. Sjá má lokastöðuna á EM einstaklinga með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2016 | 08:00
GH: Úrslit í Opna skóbúðarmótinu 2016

Í gær, 7. ágúst 2016 fór fram Opna Skóbúðarmótið á Katlavelli á Húsavík. Þátttaka var með besta móti en 64 luku keppni, þar af 12 kvenkylfingar. Keppnisfyrirkomulag var höggleikur og punktakeppni og í höggleik án forgjafar var keppt bæði í kvenna og karlaflokki og svo var einn opinn flokkur í punktakeppninni. Í höggleik karla sigraði Elvar Örn Hermannsson, GA en hann lék Katlavöll á 77 glæsihöggum. Í 2. sæti var Ólafur Auðunn Gylfason, GA, á 78 höggum (40 38) og í 3. sæti Jón Elvar Steindórsson, GH einnig á 78 höggum en með fleiri högg seinni 9 (38 40) Í höggleik í kvennaflokki sigraði Birna Dögg Magnúsdóttir, GH en hún Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Andri Páll Ásgeirsson. Andri Páll er fæddur 7. ágúst 1998 og er því 18 ára í dag. Andri Páll er í Golfklúbbnum Keili (GK). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Andri Páll Ásgeirsson · (18 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kolbrún Sævarsdóttir, 7. ágúst 1964 (52 ára); Jodi Figley, 7. ágúst 1969 (47 ára – spilaði á LPGA); Esther Choe, 7. ágúst 1989 (27 ára – bandarísk spilar á LET) ….. og ….. Rósirnar Heilsurækt Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og ððrum kylfingum sem afmæli Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2016 | 07:00
Axel lauk keppni T-17 á Made in Denmark

Axel Bóasson lauk keppni s.l. laugardag á Made in Denmark í Skjoldenæsholm í Danmörku, en mótið stóð dagana 4.-8. ágúst 2016. Axel lék á samtals 3 undir pari, 212 höggum (68 73 71) og varð T-17 þ.e. deildi 17. sætinu með 11 öðrum keppendum. Axel hlýtur 3525 stig fyrir þátttöku í mótinu og er nú í 89. sæti á stigatöflu Nordic Golf League. Sigurvegari mótsins varð heimamaðurinn Daníel Løkke, úr Holstebro golfklúbbnum en hann lék á samtals 10 undir pari, líkt og Svíinn Niklas Lindström og varð því að koma til bráðabana milli þeirra sem Løkke hafði betur í. Til að sjá lokastöðuna á Made in Denmark SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

