Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2016 | 10:00
GK: Golfnámskeið í ágúst og september

Í ágúst og september eru golfnámskeið hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, sem vert er að huga að. Námskeiðin henta breiðum hópi kylfinga allt frá byrjendum til lengra komna. Námskeiðin eru öllum opin, ekki einungis félagsmönnum Keilis. VELKOMIN Í GOLF helgarnámskeið – Námskeið fyrir þau sem eru að byrja í golfi eða vilja kynna sér íþróttina. laugardagur 20. ágúst og sunnudagur 21. ágúst kl. 10:00 til 12:00 báða dagana. FRAMHALDSNÁMSKEIÐ í golfi laugardagur 3. september og sunnudagur 4. september kl. 10:00 til 12:00 báða dagana. STUTTA SPILIÐ OG TEIGHÖGGIN 16.,18., 23. og 25. ágúst klukkan 18:00 eða kl. 19:00 Farið er í grunnatriði í tækni varðandi:lágu vippin, 10-50 m fleyghögg inn Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2016 | 08:00
Íslandsbankamótaröðin 2016 (4): Amanda sigurvegari í telpuflokk!!!

Amanda Guðrún Bjarnadóttir, úr Golfklúbbnum Hamar á Dalvík (GHD) hefir rækilega verið að stimpla sig inn í íslenskt golf í sumar, en hún hefir verið sigursæl á Íslandsbankamótaröðinni það sem af er. Fjórða mót Íslandsbankamótaraðarinnar fór fram á Strandarvelli á Hellu, 5.-7. ágúst 2016 og voru 10 sem luku keppni í telpuflokki 15-16 ára. Amanda sigraði var á skori upp á 16 yfir pari (79 77). Í 2. sæti varð Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG, á 26 yfir pari, 166 höggum (83 83). Ragna Kristín Guðbrandsdóttir, NK, var síðan fast á hæla Ölmu Rún á 27 yfir pari (85 82). Heildarúrslit í telpuflokki 15-16 ára á 4. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2016 voru eftirfarandi: Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2016 | 07:00
Íslandsbankamótaröðin 2016 (4): Sverrir Haralds sigraði í drengjaflokk!!!

Dagana 5.-7. ágúst 2016 fór fram 4. mót Íslandsbankamótaraðarinnar á Strandarvelli á Hellu. Í drengjaflokki 15-16 ára sigraði Sverrir Haraldsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Sigurskor Sverris var 3 undir pari, 137 högg (68 69). Stórglæsilegt skor og það besta á 4. móti Íslandsbankamótaraðarinnar!!! Aðeins 1 höggi á eftir, einnig á glæsilegu skori varð Ingvar Andri Magnússon GR, þ.e. á 2 undir pari, 138 höggum (67 71) – Ingvar átti jafnframt lægsta skorið í drengjaflokk í mótinu, 67 högg á fyrri keppnisdegi. Jafnir í 3. sæti urðu síðan Ragnar Már Ríkarðsson, GM og Daníel Ísak Steinarsson, GK; báðir á 5 yfir pari, 145 höggum!!! Glæsileg skor, flottir drengir …. og framtíðin björt í Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2016 | 19:00
Um ástæður þess að Nike hættir að framleiða golfkylfur

Í New York Post er áhugaverð grein Phil Mushnick um af hverju Nike hættir framleiðslu golfkylfna. Greinin ber heitið: „ Equipment failure exposes Nike’s absurd Tiger Woods lie“ Sjá má greinina með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2016 | 18:00
Íslandsbankamótaröðin 2016 (4): Sigurður Arnar sigurvegari í strákaflokki!!!

Það var Sigurður Arnar Garðarson, GKG, sem sigraði í strákaflokki á 4. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2016. Þess mætti geta að Sigurður Arnar hefir verið ansi sigursæll í ár í strákaflokki en hann er bæði Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni í strákaflokki 2016!!! Stórlæsilegur árangur hjá Sigurði, sem enn bætir einni rósinni í hnappagatið með sigri í þessu 4. móti Íslandsbankamótaraðarinnar. Sigurskor Sigurðar Arnars var 1 undir pari, 139 högg (70 69), sem er afar glæsilegt!!! Í 2. sæti varð Böðvar Bragi Pálsson, GR, á samtals 8 undir pari (72 76) og í 3. sæti urðu Dagbjartur Sigurbrandsson, GR (76 76) og Flosi Valgeir Jakobsson, GKG (75 77). Leikið var á Strandarvelli Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2016 | 16:00
Íslandsbankamótaröðin 2016 (4): Kinga sigurvegari í stelpuflokki!!!

Það var Kinga Korpak, GS, sem sigraði í stelpuflokki á 4. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2016. Kinga lék Strandarvöll á 10 yfir pari, 150 höggum (75 75). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Kingu varð Hulda Clara Gestsdóttir, GKG. Alls voru þátttakendur í stelpuflokki 12 að þessu sinni, sem er góð þátttaka. Sjá má heildarúrslitin í stelpuflokki á 4. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2016 hér að neðan: 1 Kinga Korpak GS 6 F 37 38 75 5 75 75 150 10 2 Hulda Clara Gestsdóttir GKG 6 F 39 36 75 5 76 75 151 11 3 Andrea Ýr Ásmundsdóttir GA 3 F 40 43 83 13 79 83 162 22 4 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson – 8. ágúst 2016

Afmæliskylfingur dagsins er sigurvegari Opna bandaríska 2012, Webb Simpson. Webb sem í raun heitir James Frederick Simpson fæddist 8. ágúst 1985 og er því 31 árs afmæli í dag. Sem áhugamaður var hann í sigursælum liðum Bandaríkjanna í Walker Cup og Palmer Cup 2007. Á háskólaárum sínum spilaði hann með golfliði Wake Forest og var þar á Arnold Palmer golfskólastyrk. Eftir að Simpson gerðist atvinnumaður spilaði hann fyrst á Nationwide Tour (sem nú heitir Web.com Tour ekki þó eftir Webb Simpson 🙂 ) og varð 2 sinnum í 2. sæti þar. Á Q-school PGA Tour varð hann jafn öðrum í 7. sæti árið 2008 og spilaði því að PGA Tour Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2016 | 15:30
GR: Stefán Már á besta skorinu (68) á Opna American Express mótinu

Opna American Express mótið fór fram á Grafarholtsvelli laugardaginn 6. ágúst 2016. Veður var með allra besta móti á kylfinga, sól og hlýtt í veðri. Að venju var þátttaka í mótinu mjög góð. Alls tóku 180 kylfingar þátt að þessu sinni. Glæsilegt skor var í mótinu og barist var um efstu sætin. Veitt voru glæsileg verðlaun fyrir 5 efstu sætin í punktakeppni og 3 efstu sætin í höggleik. Nándarverðlaun eru veitt þeim sem er næstur holu í upphafshöggi á öllum par 3 holum vallarins. Einnig voru veitt verðlaun fyrir lengsta upphafshögg á 3. braut og fyrir þann sem var næstur holu í öðru höggi á 18. braut. Úrslit í punktakeppni Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2016 | 15:00
Kvenkylfingur reynir bakflipp en fellur á andlitið – Myndskeið

Það er alltaf eitthvað nýtt, sem kylfingar reyna að taka upp á. Eins og að reyna afturábak stökk í sandglompu á golfvelli. Eins og óheppinn kvenkylfingur nokkur reyndi …. með þeim afleiðingum að hún datt á andlitið. Það hefði e.t.v. verið nær að reyna að gera þetta í sundlaug en ekki við sandglompu! Hægt er að skoða ósköpin með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2016 | 14:00
Íslandsbankamótaröðin 2016 (4): Saga sigraði í stúlknaflokki

Það var Saga Traustadóttir, GR, sem stóð uppi sem sigurvegari á 4.móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fór á Strandarvelli, Hellu 5.-7. ágúst 2016. Saga lék á samtals 16 yfir pari, 226 höggum (74 75 77). Þátttakendur í stúlknaflokki voru 8. Heildarúrslit í stúlknaflokki á 4. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2016 voru eftirfarandi: 1 Saga Traustadóttir GR 2 F 39 38 77 7 74 75 77 226 16 2 Ólöf María Einarsdóttir GM 3 F 39 42 81 11 78 69 81 228 18 3 Elísabet Ágústsdóttir GKG 6 F 39 37 76 6 78 79 76 233 23 4 Eva Karen Björnsdóttir GR 5 F 39 40 79 9 76 85 79 240 Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

