Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2016 | 17:00
Fowler og Kuchar njóta lífsins í Ríó

Í golfinu á Ólympíuleikunum er hámark hverra þjóðar af keppendum 4. Matt Kuchar hefði líklega ekki komist á leikana hefðu DJ (Dustin Johnson – vegna Zika) og Jordan Spieth (af heilbrigðisástæðum) ekki dregið sig úr leikunum. Kuchar og einkum Rickie Fowler, félagi hans í bandaríska liðinu, hafa þurft að útskýra fyrir fjölda fréttamanna m.a. af hverju félagar þeirra DJ og Spieth eru ekki með. „Ég held að þetta eigi eftir að vera æðislegt,“ sagði nr. 20 á heimslistanum, Kuchar. „Það verða nokkrir strákar, sem eiga eftir að sjá eftir þessu, en þökk sé Rickie.“ „Ég var með fingurnar krossaða og vonaðist í leyni eftir að kylfingar myndu draga sig úr mótinu. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir – 10. ágúst 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Þóra Kristín er fædd 10. ágúst 1966 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir (Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gabrielle Keiller, f. 10. ágúst 1908 – d. 23. desember 1995; Galtarviti Keflavik (96 ára); Maria Elana Astrologes Combs, 10. ágúst 1951 (65 ára); [James] Kenneth Perry, 10. ágúst 1960 (56 ára); Ellý Steinsdóttir, 10. ágúst 1963 (53 ára9; Lori Tatum, 10. ágúst 1967 (49 ára); Rifsnes Línubátur (48 ára); Martin Quinney, 10. ágúst 1971 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2016 | 18:00
Guðrún Björg búsett í Malaví sigraði í B division á Zimbabwe Ladies Open

Íslensk kona og frábær kylfingur úr Golfklúbbnum Oddi, Guðrún Björg Egilsdóttir, er búsett í Afríkuríkinu Malaví. Hún leitaði sér strax að golfklúbb í Malaví þegar þangað var komið og er nú í Lilongwe golfklúbbnum í Malaví. Konunum í Lilongwe golfklúbbnum bauðst fyrir skemmstu að taka þátt í Zimbabwe Ladies Open og að sögn Guðrúnar fannst henni „þetta alveg brjálæðisleg hugmynd og sló þessvegna til.“ Guðrún sagði jafnframt í viðtali við Golf 1 að þetta hafi „bara verið ein af (hennar) bestu lífsreynslum“ og að hún hafi kynnst „fullt af góðum golfvinum og hafi unnið B division í leiðinni.“ Guðrún Björg varð líka í 1.-2. sæti í öldungakeppni en dregið var Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2016 | 16:15
Paulina ver DJ f. gagnrýni vegna þátttökuleysis hans í Ríó

Flestar stærstu golfstjörnurnar, allt frá Jordan Spieth til Rory McIlroy til nr. 2 á heimslistanum Dustin Johnson (DJ) drógu sig úr Ólympíuleikunum af ólíkum ástæðum – allt frá mikilli dagská og mikilla anna til megináhyggjuefnisins að því er virðist, en það er Zika vírusinn. Svo virðist ein ástæðan bara vera skortur á löngun til þátttöku í Ólympíuleikunum, þar sem vantar gulrætur á borð við milljóna dala verðlaunafé. DJ er í stuttu sumarfríi, sem hann ver í bátsferð með barnsmóður sinni Paulinu Gretzky – en hún setti mynd af þeim á Instagram og tugir á tugi ofan skömmuðust síðan í þeim vegna þess að DJ dró sig úr Ólympíuleikunum í Ríó. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Erna Elíasdóttir —- 9. ágúst 2016

Afmæliskylfingur dagins er Erna Elíasdóttir . Erna er fædd 9. ágúst 1949 og á því 67 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið hér að neðan Erna Elíasdóttir – 66 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jón Svavar Úlfljótsson, 9. ágúst 1954 (62 ára) Sven Strüver, 9. ágúst 1967 (49 ára); Patrick Sheehan, 9. ágúst 1969 (47 ára); Virginie Rocques, (frönsk- spilar á LET Access) 9. ágúst 1971 (45 ára); Guðmundur Hannesson, GR, 9. ágúst 1973 (43 árs); Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, 9. ágúst 1977 (39 ára; ); Sophie Walker, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2016 | 15:15
Sydney Leroux á æfingasvæðinu komin 8 mánuði á leið

Það vita e.t.v. ekki allir hver Sydney Leroux er. Hún er bandarískur atvinnumaður í fótbolta og vann m.a. til Ólympíugullverðlauna með bandaríska kvenknattspyrnuliðinu á Ólympíuleikunum. 2012. En nú er hún komin 8 mánuði á leið og er ekki með í Ríó. Hún hefir tekið upp „rólegri“ íþrótt, þar sem golfið er og sást til hennar með eiginmanni sínum Dom Dwyer á æfingasvæði einu nú í vikunni. Dwyer er Englendingur sem spilar knattspyrnu í Bandaríkjunum með Sporting Kansas City. Sjá má myndskeið af þeim skötuhjúum þar sem þau eru að slá nokkra bolta SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2016 | 11:45
GHD: Brynja sigraði í Opna fiskidagsmótinu

Opna fiskidagsmótið fór fram á Arnarholtsvelli á Dalvík á Fiskideginum mikla 4. ágúst sl. Keppendur voru 57 – 19 kvenkylfingar og 38 karlkylfingar. Keppnisform punktakeppni og var flokkaskipt í karla- og kvennaflokk. Efst yfir allt mótið var kvenkylfingur Brynja Sigurðardóttir úr Golfklúbbi Fjarðarbyggðar (GFB), en hún átti glæsihring og var með 43 punkta. Á hringnum flotta fékk Brynja 4 fugla, 8 pör, 5 skolla og 1 skramba. Í karlaflokki sigraði Arnór Snær Guðmundsson, klúbbmeistari GHD 2016 – var með 40 glæsipunkta. Heildarúrslitin voru annars þessi á Opna fiskidagsmótinu: Kvennaflokkur: 1 Brynja Sigurðardóttir GFB 10 F 21 22 43 43 43 2 Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir GHD 9 F 17 16 33 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2016 | 11:15
GG: Swierczynski sigraði í Liverpool Open 2016

Húsatóftavöllur var rauðlitaður sl. laugardag 6. ágúst 2016 þegar Golfmót Liverpoolklúbbsins „Liverpool Open 2016“ var haldið á hinum glæsilega golfvelli Grindvíkinga. Ræst var út af öllum teigum Húsatóftarvallar klukkan 10:00. Skylda var að vel merktur Liverpool Football Club í mótinu og var mótsstjórn heimilt að vísa mönnum frá væru þeir ómerktir eða „illa“ merktir. Mótið var punktakeppni með forgjöf þar sem hámarksforgjöf var 24 hjá körlum en 28 hjá konum. Úrslit í Liverpool Open 2016 var eftirfarandi: 1 Pawel Jerzy Swierczynski GOS 12 F 20 23 43 43 43 2 Heiðar Jóhannsson GK 16 F 22 17 39 39 39 3 Ragnar J Bogason GK 10 F 18 18 36 36 36 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2016 | 11:00
GOS: Svava Júlía fór holu í höggi!!!

Þann 1. ágúst 2016 gerði Svava Júlía Jónsdóttir Golfklúbbi Selfoss sér lítð fyrir og fór holu í höggi á 3.holu Svarfhólsvallar. Svava sló þetta fallega högg á 3.holu sem er 72 metrar á rauðum teigum. Golf 1 óskar Svövu innilega til hamingju með draumahöggið!!!
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2016 | 10:55
GSG: 7. stigamótið n.k. fimmtudag 11/8

Á Kirkjubólsvelli í Sandgerði fer næsta fimmtudag, 11. ágúst 2016 fram stigamót #7 – Lagnir og Þjónusta ehf Fimmtudaginn 11/8 2016. Mótsgjald: 2.000 kr Verðlaun: Höggleikur án forgjafar: 1.sæti 20.000 kr Gjafabréf frá Golfbúðinni Hfj Punktakeppni með forgjöf: 1.sæti 20.000 kr Gjafabréf frá Golfbúðinni Hfj 2.sæti 15.000 kr Gjafabréf frá Golfbúðinni Hfj 3.sæti 10.000 kr Gjafabréf frá Golfbúðinni Hfj Nándarverðlaun á 2. og 17.braut: Harðfiskur. Við hvetjum menn til að skrá sig inn á golf.is Mótið er opið öllum og geta allir unnið til verðlauna í hverju móti fyrir sig. Aðeins félagar í GSG geta orðið Stigameistarar
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

